Morgunblaðið - 24.12.2008, Page 41
41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Getur þú hugsað
þér jólin án
rafmagns?
www.rarik.is
Brátt fer daginn að lengja á ný og við
fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól.
Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir
viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og
sendum bestu óskir um gleðileg jól og
heillarríkt komandi ár
ZÄx"|Äxzt {öà•"4
Um síðustu jól voru ég og fjölskyldan mín hjáömmu og afa en þar voru einnig frænkurmínar og frændur. Þegar við vorum búin aðborða flýttum við okkur að ganga frá, því
allir voru spenntir fyrir gjöfunum. Bróðir minn var
fyrstur að opna en afi á eftir honum. Ég sagði afa að
opna stóru gjöfina við
tréð. Hann stóð upp en
passaði sig svo mikið
að stíga ekki á pakk-
ana að hann missti
jafnvægið og fálmaði í
tréð sem veitti honum
engan stuðning.
Skiptir engum tog-
um að afi dettur kylli-
flatur og tréð á eftir
honum, en því miður
urðu líka nokkrir
pakkar fyrir óhappi
og sumir þeirra rifn-
uðu. Um stund hélt ég
að allt yrði ömurlegt
því tréð og skrautið
var ónýtt. Það voru
líka nokkrir pakkar
rifnaðir ef ekki eyði-
lagðir! En síðan byrj-
aði amma að hlæja og
á eftir henni pabbi og svo koll af kolli þangað til allir
voru í hláturskasti, meira að segja afi sem lá á gólfinu
eins og jólasveinn. Við hlógum allt kvöldið og alveg
fram á rauða nótt, eða þangað til allir fóru heim með
nokkrar skemmdar jólagjafir. Það sem mér fannst best
við jólin var að ég skemmti mér svakalega vel með fjöl-
skyldunni og ættingjunum mínum. Ég er eiginlega al-
veg viss um að þessi jól voru þau bestu og ég vonast
eftir fleiri svona skemmtilegum jólum. Þetta óhapp
verður lengi í minnum haft og greyinu afa verður lengi
strítt. Síðan sjáum við bara til hvort eitthvað svipað
gerist um þessi jól.
Helga Katrín Jónsdóttir, 12 ára
Óhapp á að-
fangadagskvöldÉg er fæddur á Ísafirði um miðjasíðustu öld og ólst þar upp hjáafa mínum og ömmu. Þegarþessi saga gerist erum við
amma orðin tvö en afi minn lést þegar ég
var sjö ára. Jólin voru frekar daufleg hjá
okkur, enginn kom og við fórum ekkert.
Ég saknaði þess að eiga engin systkini, en
aðeins á jólunum. Að öllu jöfnu var mér al-
veg sama og var mjög sáttur við sambýli
okkar ömmu.
Þannig hagaði til að ég sá um öll inn-
kaup til heimilisins eftir lauslegri forskrift
frá ömmu. Það má segja að ég hafi haft þar
nokkuð frjálsar hendur sem ég nýtti mér
til hins ýtrasta en stundum fór ég flatt á
því. Ég fylgdist vel með öllum nýjungum
sem bárust til Ísafjarðar og var ekki lengi
að festa kaup á Cheerios-morgunkorni
þegar ég sá það fyrst. Utan á pakkanum
voru jarðarber fljótandi, rauð og girnileg, í
mjólkurskál ásamt Cheerios-hringjum. Ég
keypti Cheerios aðeins einu sinni því ég
hélt að jarðarberin væru inni í pakkanum.
Ég hafði tekið eftir því að byrjað var að
bjóða upp á ís frá Emmess í Kaupfélaginu.
Við amma höfðum alltaf smákökur í desert
á aðfangadagskvöld sem við fengum send-
ar frá frænku minni í Reykjavík, en hvers
vegna ekki að breyta því? Við áttum hvorki
ísskáp né frystikistu svo það gerði mér erf-
itt um vik við ískaupin, en þá datt mér
snjallræði í hug.
Á Þorláksmessu keypti ég vanilluís. Ég
hafði dregið innkaupin fram á síðasta dag
því ég óttaðist frostleysi. Ég hafði líka
miklar áhyggjur af því að ísinn yrði upp-
seldur og fór því á hverjum degi í vett-
vangsferðir í Kaupfélagið. Ég gróf síðan ís-
inn djúpt í snjóinn í portinu á bak við húsið
okkar. Ég hlakkaði mikið til jólanna því ég
ætlaði að koma ömmu á óvart.
Eftir að við amma renndum niður síð-
asta hangikjötsbitanum stökk ég á fætur
og rauk út í port. Ég gróf með berum
höndunum í miklum ákafa ofan í snjóinn og
fann kassann. Þó að ég sé kominn á miðjan
aldur gleymi ég aldrei vonbrigðunum þeg-
ar ég greip um slepjulegan kassann sem
krumpaðist allur í höndunum á mér og
fann hvernig mjólkursullið rann milli fingr-
anna. Það var vonsvikinn drengur sem fór
inn til ömmu sinnar í blautum sparifötum
með mjólkurslettur um sig allan. Við amma
töluðum aldrei um þennan leiðinda desert
og höfðum smákökur mörg ár þar á eftir.
Áslaug Jóhannsdóttir
Leiðinda desert
Jólin 1966 var ég aðeins 10 ára. Égátti að vera alein heima þessi jól, aðpassa húsið fyrir föður minn ogbróður því einhver varð að hugsa
um alla kanarífuglana sem fylltu nánast eitt
herbergi hússins. Þeir feðgar fóru í
skemmtiferð til Kanaríeyja yfir hátíðarnar.
Við vorum bara þrjú í heimili og ég var ráðs-
konan á bænum, þó að ung væri.
Pabbi var nefnilega svona „Ebeneser
Scrooge“ í sambandi við alla tyllidaga og
fannst ekkert nema húmbúkk þetta vesen í
kringum jól, páska, afmæli og þess háttar.
Ég var aftur á móti alger andstæða, því
eru ekki öll börn jólabörn? Ég naut þess að
reyna að búa til eitthvað fallegt og gera jóla-
legt á heimilinu. Fyrir þessi jól hugsaði ég
sem oft áður, til gamla fjölskylduvinarins
sem nokkur jól hafði komið færandi hendi
sem himnasending til okkar með lítið jólatré
að gjöf. Mig minnir að hann hafi heitið Skúli
og verið húsvörður í fangelsinu á Skóla-
vörðustíg. Litlu jólatrén gerðu mikla lukku
hjá okkur systkinunum og sennilega skinu
augu okkar eins og skærar stjörnur af að-
dáun af jólatrjánum.
Eftir því sem nær dró jólum og ég litla
stelpuskottið búin að baka nokkrar smákök-
ur og skreyta húsið með músastigum, kök-
um og fleira hjaðnaði vonin um að fá jólatré
þetta árið.
Á Þorláksmessukvöld var allt húsið orðið
hreint og fínt og eins fallega skreytt og 10
ára barni var mögulegt. Heitasta óskin um
jólatré var að deyja út þegar bankað var á
dyrnar. Viti menn, þarna stóð Skúli gamli
eins og yndislegur jólaandi, brosti og sagði:
„Sæl vinan, mér datt sí svona í hug að það
vantaði smájólaglaðning hjá ykkur þetta ár-
ið.“ Síðan vippaði hann inn úr dyragættinni
fallegasta litla jólatré sem ég hafði augum
litið. Ég kastaði mér í fangið á honum og
þakkaði honum innilega fyrir hugulsemina
sem væri besta jólagjöf sem ég hefði fengið.
„Ertu alein heima?“ spurði hann og ég jánk-
aði því um leið og ég dró mig feimin í hlé,
þakkaði aftur og bauð honum að smakka á
smáköku úr boxi sem hann þáði. Hann
maulaði á kökunni á meðan við kvöddumst
og óskuðum gleðilegra jóla.
Nú gat ég skreytt litla fallega jólatréð,
sungið heims um ból og haldið gleðileg jól.
Skúli húsvörður er sennilega löngu dáinn,
en hans er minnst með hlýhug og sagan um
góðmennsku hans, litlu stúlkuna og jólatréð
sögð börnum og barnabörnum af og til.
Elín Birna Árnadóttir
Jólagjöf sem aldrei gleymist