Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 43

Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Vonarglæta Þegar óveðursskýin hrannast upp og kröftugir vindar blása er léttir að vita af því að þrátt fyrir allt er von og birtan sigrar að lokum. RAX Dofri Hermannsson |23. desember 2008 Enn rýrnar hagnaðurinn af Kárahnjúkavirkjun Það eru að sannast svörtustu spádómar um afleiðingarnar af þessu voðaverki. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að þessari framkvæmd megi kenna um stóran hluta þeirra vandræða sem við höfum ratað í. Auðvitað kom fleira til – röð afdrifaríkra hags- tjórnarmistaka fyrri rík- isstjórnar. Þegar lagt var af stað með Kára- hnjúkavirkjun (sem vel að merkja fékkst ekki fjár- mögnuð á markaði) var reiknað með að núvirtur hagnaður af þessari dæmalausu framkvæmd gæti orðið 4-6 milljarðar króna. Það hefur mikið saxast á það síð- an. Boranir gengu afleitlega, álverð fer nú mjög lækkandi og áframhaldandi fjár- mögnun á nógu lágum vöxtum lítur væg- ast sagt illa út. Landsvirkjun er nú með verra lánshæfismat en ríkið sem sjálft er verr statt vegna ábyrgða sinna á Kára- hnjúkavirkjun. Meira: dofri.blog.is Sigurður Þór Guðjónsson | 23. desember 2008 Rauð jól í Reykjavík á aðfangadagskvöld Í morgun var talin auð jörð í Reykjavík eftir hláku gærdagsins þegar hitinn komst í 8,5 stig. Mat á snjóhulu fer eftir sér- stökum reglum og er talin auð jörð þó að svell- bunkar séu og skaflar í lautum og læn- um. Í bakgarðinum hjá mér er jörðin flekkótt af snjó á grasflötunum. Það mun þó taka upp í dag og ekki síður á morgun en þá hlýnar til muna á nýjan leik með rigningu. Það má því telj- ast öruggt að jörð verður marauð í Reykjavík þegar hátíðin gengur í garð. Meira: nimbus.blog.is EF MARKA má ný- birta könnun MMR telja Íslendingar al- mennt brýnt forgangs- verkefni, með framtíð- arhagsæld í huga, að leysa ímyndarvanda lands og þjóðar eftir hrun bankakerfisins, efnahags- og atvinnu- lífsins á Íslandi. Brýnna en Evrópusambandsaðild og upp- bygging stóriðju, en síður brýnt en lækkun vaxta og verðbólgu. Eðlilega og óhjákvæmilega, enda blasa við og brenna á eigin skinni flestra lands- manna lamandi afleiðingar vaxtaok- urs og hárrar verðbólgu á atvinnu- starfsemi og heimili landsins. Þau verkefni sem þátttakendur í könnuninni raða í forgangsröð tengjast jafnframt öll innbyrðis og hanga öll saman. Ímynd og orðspor Íslands ræður því hvar á bekk við skipumst í samfélagi þjóðanna. Það ræður samkeppnisstöðu okkar og þar með afstöðu fjárfesta, ferða- manna og mögulegra kaupenda ís- lenskrar vöru erlendis. Ímyndin; mannorð okkar og trúverðugleiki ræður miklu um hvort ríkisvaldinu tekst að afla lána, styrkja gjaldeyr- isforðann og gengi íslensku krón- unnar og hafa hemil á vöxtum og verðbólgu. Þátttakendum í könnun MMR virðist öllum ljóst að ímynd Íslands hefur skaðast stórkostlega. Þá skoð- un má vísast rekja beint til frásagna af kuldalegu viðmóti og eins konar forakt sem Íslendingar hafa mætt erlendis, sérstaklega hjá næstu ná- grönnum okkar svo og fréttaflutn- ingi erlendra fjölmiðla sem nær allur er á einn veg. „Gjaldþrot Íslands“ ber þar hæst, en hinn neikvæði fréttaflutningur takmarkast ekki við þá staðhæfingu, þó hún hafi orðið til þess að setja land og þjóð í al- þjóðlegt sviðsljós sem aldrei fyrr. Ísland og Íslend- ingar í sviðsljósinu Afleiðing fréttar- innar um gjaldþrot og hrun íslensks efna- hagslífs er sú að er- lendir fjölmiðlar fylgjast grannt með öllum fréttum á Ís- landi. Jafnt þeim sem leiða líkur að orsök- um bankahrunsins, ábyrgðarinnar á því og hvernig ráðamenn vísa um hana hver á annan eða alfarið á „óreiðu- mennina“ og bresku „hryðjuverka“ ráðherrana. Frumhlaup formanns stjórnar Seðlabankans, yfirlýsingin um „rússalánið“ hefur gert ekki að- eins hann sjálfan heldur ráðamenn alla að aðhlátursefni og svona mætti lengi áfram telja. Ekkert af þessu er til þess fallið að byggja upp nauð- synlegt traust á íslenskum ráða- mönnum eða efnahagslífi okkar. Engar fréttir eru enn um að- gerðaáætlun stjórnvalda eða sýn til framtíðar. Engin vísbending um hvenær eða hvernig við munum og ætlum okkur að rétta út kútnum og endurheimta mannorð okkar og trú- verðugleika. Hvaða orð fór af okkur áður? Til að vega á móti skaðlegum fréttaflutningi skiptir þó öllu máli að bregðast við sem allra fyrst, áður en hin skaðaða ímynd festir sig í sessi því það liggur í augum uppi að sviðs- ljósið hverfur af okkur og yfir á slæmar fréttir annarra þjóða. Góðar fréttir ná seint eða aldrei sömu at- hygli. Þátttakendur í könnun MMR gátu sér til um umfang neikvæðrar ímyndar okkar erlendis. Flestir töldu hana neikvæðasta í Bretlandi eða 88%, 66% í Danmörku, en fæstir eða 17% í Noregi og aðeins 18% í Svíþjóð. En hver er hún í raun, afstaða út- lendinga til Íslands? Til þess að geta kortlagt skaðann sem vinna þarf gegn þarf fyrst að komast að því hvaða orð fór af okkur fyrir „hrunið“ og á hverju sú ímynd byggðist, sem aðrar þjóðir höfðu af Íslandi og Ís- lendingum. Líkt og að ganga eftir áttavita. Það er ekki nóg að vita af því að hafa ratað í villu heldur verð- ur villtur maður að vita hvar hann er staddur til að vita hvert skuli stefna. Könnun Arnholt Gfk Roper 2008 – gerð fyrir hrunið Síðastliðið sumar gerði Arnholt Gfk Roper könnun með rúmlega 20.000 þátttakendum í 20 þjóð- löndum, svokölluðum panel-löndum, til viðhorfa almennings þar til ímyndar og orðspors 50 landa og þjóða. Þar með talið, óumbeðið og óumsamið, var könnuð ímynd Ís- lands, enda höfðu öll hin Norð- urlöndin gerst þátttakendur og fyr- irséð að þau kynnu að óska sérstakrar úrvinnslu og sam- anburðar sem tæki til Norður- landanna allra. Bráðabirgðaskýrsla, „draft re- port“ Arnholt Gfk Roper 2008, sem geymir niðurstöður um ímynd Ís- lands og ég átti þess nýlega kost að kynna mér, dregur fram afstöðu og viðhorf til Íslands og Íslendinga, sem að mörgu leyti kom mér á óvart. Þátttakendur eru spurðir í þaula fjölda spurninga, sem flokkast á 6 mismunandi svið eða víddir og svör- in ráða því hvaða einkunn löndin fá á hverju sviðanna fyrir sig svo og í hvaða sæti hvert og eitt þeirra rað- ast í samanburði við hinar þjóðirnar 49. Í þessari stuttu grein er hvorki kostur á að fjalla nánar um þessa umfangsmiklu könnun né er ætlun höfundar að greina frá niðurstöðum hennar, nema hvað varðar örfá tilvik lesendum til glöggvunar um gildi hennar og þýðingu sem vinnugagns. Bein spurning í byrjun um al- menna afstöðu til þjóða, jákvæða eða neikvæða, skipar okkur í 22. sæti af 50. Það sæti sýnir að heimurinn fyrir utan hafði almennt jákvæða afstöðu til okkar. Það kom þó fram í svari við annarri spurningu að aðeins rétt um helmingur þátttakenda taldi sig eitt- hvað vita um eða þekkja til Íslands, Íslendinga eða íslenskrar vöru. Svör við spurningum, sem kanna viðhorf til íslenskra stjórnvalda og stjórn- sýslu, til Íslendinga sem þjóðar og Íslands sem valkosts fyrir fjárfesta og til búsetu, skipa okkur fyrir ofan miðju, í 19., 21. og 22. sæti. – Innan þess sviðs fáum við hæstu einkunn og höfnum í 12. sæti fyrir ábyrga ríkisstjórn á sviðum náttúru- og um- hverfisverndar. Sú niðurstaða er síð- an í takt við að við náum 13. sæti vegna fegurðar íslenskrar náttúru. Mér kom einna mest á óvart mis- munurinn á almennri afstöðu panel- þjóðanna eftir landfræðilegri legu þeirra og fjarlægð frá Íslandi. Þær þjóðir sem liggja okkur fjærst eru jákvæðastar í okkar garð á öllum þeim sviðum sem könnunin tekur til, þar á meðal þrjár Suður-Ameríku þjóðir svo og Rússland og Pólland, margar þær sömu og þar sem minnst verður vart umfjöllunar um Ísland og Íslendinga. Á hinn bóginn andar köldu til Íslands og Íslendinga frá tveimur af panel-þjóðunum 20 sem standa okkur næst, bæði land- fræðilega og í sögulegu samhengi. – Þegar hér er komið sögu er rétt að árétta að könnun Arnholt Gfk Roper 2008, sem ég hef verið að vitna til var gerð á nýliðnu sumri, fyrir hrun bankanna og íslensks efnahagslífs. Vinnugagn fyrir endurreisn- arstarfið sem framundan er Það má öllum vera ljóst að um- fjöllun heimspressunnar um það sem almennt er kallað „gjaldþrot“ Íslands hefur náð eyrum fleiri þjóða en nokkur önnur frétt eða umfjöllun um Ísland fyrr og síðar. Hins vegar verður að kanna sérstaklega á hvern hátt og hvar þessi neikvæða „frétt“ hefur valdið ímynd okkar tjóni og kafa ofan í það hvar helstu sókn- arfæri okkar liggi eftir sem áður. Takmarkast skaðinn við neikvæða afstöðu erlendra fjárfesta? Mun um- fjöllunin hafa áhrif á eftirspurn eftir íslenskri vöru? Mun hún draga úr ferðamannastraumi til landsins, þegar „útsöluferðirnar“ vegna hruns íslensku krónunnar leggjast af, eða heldur það aðdráttarafl sem við höf- um haft, fyrst og síðast fyrir ósnortna, stórbrotna íslenska nátt- úru? Sú er líka ímynd Íslands á okk- ar slóðum í Kína og skv. könnun Arnholt Gfk Roper 2008 eru það ein- mitt Asíuþjóðir sem skipa Íslandi í efstu sætin sem áfangastaðar ferða- manna, í 6. sæti og ofar á lista þjóð- anna 50. Niðurstöðum þessarar könnunar tel ég óhjákvæmilegt annað en stjórnvöld tryggi sér óskoraðan að- gang að og skoði vandlega til sam- anburðar við niðurstöður könnunar sem þarf að gera nú eftir hrunið til að sjá hvernig og hvar ímynd og orð- spor okkar hefur beðið hnekki. Það er ærið verkefni að byggja upp ímynd Íslands í útlöndum og það vandasama verk verður að vinna samhent af hálfu ríkisvaldsins, hags- munasamtaka og fyrirtækja í ferða- þjónustu til að tryggja að fé verði varið á sem hagkvæmastan hátt, líkt og lagt var til í nýlegri skýrslu nefndar forsætisráðherra um ímynd Íslands. Eftir Jónínu Bjartmarz » Til að vega á móti skaðlegum frétta- flutningi skiptir þó öllu máli að bregðast við sem allra fyrst, áður en hin skaðaða ímynd fest- ir sig í sessi … Jónína Bjartmarz Höfundur er frumkvöðull í Kína, áður alþingismaður og ráðherra. Hver erum við sem þjóð – í augum umheimsins? BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.