Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 46

Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 46
46 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Munið að algengasta orsök kertabruna er röng meðferð kerta Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins 3. Þ að er heilbrigðu, mannlegu viti og tilfinn- ingu eðlilegt að minnast með þökk og virðingu þess móðurlífs þar sem ævin hófst. Heiðra skaltu föður þinn og móður þína. Þetta er ein af tíu frumreglum sem Guð hefur sett til varnar og tryggingar mannlegri farsæld. Að heiðra föður og móður felur m.a. í sér það að við hvert um sig hugsum með hljóðri lotningu um þá skapandi andrá í lífi þeirra, þegar við urðum til, þeg- ar þau urðu faðir og móðir okkar. Upphaf okkar hvers og eins í móðurlífi er mikið undur. Hvernig er sagan af því? Hana má segja með þessum hætti: Einu sinni var fruma. Ein, einstök fruma. Og hún varð til við samruna tveggja. Það kallast getnaður þegar þetta gerist. Sæðisfruma finnur egg eftir leit, asafengna, ákafa, en markvísa leit. Og upp kemur þessi eina. Sú eina til dæmis sem varð þú. Og í henni bjó allt, hvert tangur og tetur, hvert einasta listbragð í öllu þessu margslungna munstri sem þú geymir og ert. Og allt, sem varð þú, eins og þú ert, þar sem þú situr, liggur, gengur, vinnur, með allt það inni í þér, sem þú hefur reynt og lifað, hugsað, strítt við og notið. Ég er hér með bók í höndum, þar sem vikið er að þessari furðulegu sögu, sem við eigum öll að baki (Gunnar Edman: Ett litet grönt ord). Þar er vitnað í frumufræðing, Thomas Lewis, sem sagður er al- kunnur maður á sínu vísindasviði, en hann segir að enginn maður í veröldinni geti skilið þetta undur eða skýrt það. Frammi fyrir því standi allar mannlegar gáfur og lærdómur án skilnings og orðvana. Ætli við eigum ekki öll heima við hliðina á þeim manni, sem fyrir hart nær þrjú þúsund árum var að tala við Guð um tilveru sína og sagði við hann: Ég lofa þig fyrir það að ég er undursamlega skap- aður, undursamleg eru verk þín. Þar voru allir þeir möguleikar eða hæfileikar sem áttu eftir að koma í ljós og þú hefur notið til þessa dags. Og vafalaust duldist þar miklu meira en það sem hefur náð að koma fram eða næst fram í þessu lífi. Allt var þetta hulið í þessari frumu sem ekkert auga sá og væri hverju mannlegu auga ósýnileg. Og um leið og þetta undur var orðið til, þessi fruma, fór hún að skipta sér, varð tvær, síðan fjórar, síðan átta og þannig áfram, þangað til allir þessir milljarðar af frumum líkamans voru orðnir til. En á vissu andartaki þessarar sköpunarsögu kem- ur ein mjög svo sérkennileg fruma til sögunnar og tekur sig út úr, veit að hún hefur sérstætt hlutverk, tekur sína stefnu samkvæmt því og finnur sinn stað, þar sem það heilabú á að koma sem henni er ætlað. Og hún fer að skipta sér eins og köllun hennar býður. Og heldur því áfram þar til komnar eru allar heilafrumurnar, mannsheilinn allur með sína millj- arða af sérhönnuðum frumum. Ein örlítil fruma gat rúmað allt, sem söng í Bach, allt, sem leiftraði fyrir sjónum Rembrandts, allt, sem New- ton og Einstein gátu reiknað út, allt, sem sjálfur Jesús Kristur gat hugsað, sagt og gert í jarðlífi sínu. Leit og svör » Sæðisfruma finnur egg eftirleit, asafengna, ákafa, en markvísa leit. Og upp kemur þessi eina. Sú eina til dæmis sem varð þú. Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morg- unblaðið birti á sunnu- dögum fyrr á þessu ári, vöktu mikla ánægju með- al lesenda. Um það samdist, milli sr. Sig- urbjörns og Morg- unblaðsins, að hann héldi áfram þessum skrifum og hafði hann gengið frá nýjum skammti áður en hann lést. Sigurbjörn Einarsson VIÐ vitum það öll, að minnsta kosti innst inni, að heilsan er dýr- mætari en flest annað sem við eigum. Á erf- iðleikatímum eins og við mætum núna er ennþá mikilvægara en áður að hlúa að sjálfum sér. Þau verðmæti sem felast í góðri heilsu; jafnvægi hugar, líkama og sálar, verða seint ofmetin og missa ekki gildi sitt. Það hafa eflaust margir fundið á eigin skinni þessar síðustu vikur að tengsl sálar og líkama eru sterk, að áhyggjur, kvíði og reiði gera óumdeilanlega vart við sig í lík- amanum. En við áttum okkur líka á að það er misjafnt hvað það er sem snertir fólk illa, misjafnt hvernig fólk bregst við. Við finnum að hug- urinn er sterkt afl, bæði til að brjóta okkur niður; draga úr okkur mátt- inn, en líka til að byggja okkur upp og sjá ljósið í myrkrinu. Það er mik- ilvægt að við finnum styrk til að tak- ast á við lífið á breyttum forsendum, að komast í tengsl við þá innri krafta sem í okkur öllum búa til þess að komast í gegnum erfiðleika og áskoranir og öðlast jafnvægi, hvað svo sem á dynur. Heildræn nálgun er kjarninn í mörgum greinum náttúrulækninga, og snýst um líta á manneskjuna sem eina heild hugar, líkama og sálar. Þetta er gert eftir mismunandi leið- um, en allar aðferðir ganga út frá ákveðnum lögmálum sem hægt er að nota sem módel eða leiðarvísi til bættrar heilsu og hamingju. Heild- ræn meðferð snýst um að við séum sjálf stærri en summa parta okkar, og að líf okkar sé hluti af stærri heild, hvort sem það er lagður í það líf- fræðilegur eða and- legur skilningur, og lúti þess vegna þeim lög- málum sem lífið lýtur allt. Þessa heild náum við e.t.v. aldrei að skilja til fulls, en þá visku sem hefur sprottið upp úr þessari nálgun get- um við notfært okkur til að öðlast jafnvægi. Heildræn meðferð skoðar ein- staklinginn frekar en einstaka „parta“, einkenni hans og eiginleika, og leitar eftir samhengi í sögu hvers og eins, til þess að styðja þá veiku hlekki sem orsaka það ójafnvægi eða einkenni sem eru til staðar. Sá sem sækist eftir góðri heilsu ætti að leit- ast við að kynnast sjálfum sér, hverjir eiginleikar hans eru og hvernig þeir birtast bæði í styrk og veikleika, og bera virðingu fyrir þeim og átta sig á raunverulegu samhengi þeirra einkenna sem brjótast fram. Heilbrigð manneskja er ekki einungis „einkennalaus“, heldur er hamingjusöm, líður vel í eigin skinni og hefur styrk, lík- amlegan og andlegan, til að mæta álagi í hvaða formi sem það birtist. Það er okkar, hvers og eins, að taka ábyrgð á eigin lífi og líðan og að sjá hvað það er sem þarf að breytast. Hluti af því að breyta hlutum í lífi sínu til hins betra og öðlast góða heilsu er að kunna að leita sér hjálp- ar. Við erum svo heppin að lifa á tím- um þar sem þekking, kunnátta og viska heildrænna meðferða er okkur aðgengileg, og nóg til af fólki og fræðum sem getur hjálpað okkur til að öðlast nægan styrk til að mæta því sem lífið býður og njóta þess. Heilsan er númer eitt – heildræn nálgun við lífið Ágústa Kristín Andersen skrifar um heilsuna, líkama og sál Ágústa Kristín Andersen »Heildræn nálgun er kjarni náttúrulækn- inga, heilbrigði er jafn- vægi í samspili hugar, líkama og sálar. Áhersla er á að hjálpa þér að hjálpa sjálfum þér. Höfundur er nálastungufræðingur og hómópati. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðs- ins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efn- isþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.