Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 48

Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 48
48 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 FRÁ ÞVÍ í nóvember 2007 hefur Samband íslenskra framhalds- skólanema, SÍF, starfað að mál- efnum framhaldsskólanema. Þegar sambandið var stofnað ákvað hópur nemendafélaga að standa utan við það sakir grundvallarskoðanamunar á rekstri og áherslum sambandsins, og starfar þess í stað saman innan Hagsmunaráðs íslenskra framhalds- skólanema, HÍF. Ein af ástæðum þess að viðkomandi nemendafélög ákváðu að sniðganga SÍF var að sambandið þiggur yfir sex milljóna króna styrk frá menntamálaráðu- neytinu á ári hverju. Þar með rýrir sambandið trúverðugleika sinn um- talsvert, enda snýr hagsmunagæsla samtakanna að stærstum hluta að viðkomandi ráðuneyti. Því hefur HÍF aldrei sóst eftir slíkum styrkj- um. Í fjárlögum ársins 2009 er hins vegar gert ráð fyrir því að þessi styrkur SÍF verði niðurskurði hins opinbera að bráð og falli brott með öllu. Forsvarsmenn SÍF eru eðlilega afar ósáttir, enda fótunum kippt al- gjörlega undan rekstri sambandsins með niðurskurðinum. Það er þó full ástæða til að staldra við og spyrja sig hvort hér geti verið um blessun í dulargervi að ræða fyrir sambandið. Það er fráleitt að láta sem ekki sé hægt að reka hagsmunafélag fyrir framhaldsskólanemendur án margra milljóna króna ríkisstyrkja, líkt og forsvarsmenn SÍF hafa gert í fjölmiðlum. Sönn hagsmunabarátta stendur nefnilega og fellur með hugsjónum þeirra er standa að henni en ekki fé skattgreiðenda, eins og starf HÍF hefur borið með sér. SÍF er nú í fyrsta skipti frá stofn- un þess algjörlega óháð yfirvöldum og frjálst til að berjast fyrir hags- munum félagsmanna sinna af fullum heilindum. Jafnframt gefst sam- bandinu tækifæri til að taka starf- semi sína og baráttumál til gagn- gerrar endurskoðunar og forgangsraða upp á nýtt. Vonandi mun SÍF eflast til muna við þessa naflaskoðun og sinna starfi sínu af fullum krafti á nýju ári. Stjórn HÍF hvetur forsvarsmenn SÍF til að láta ekki deigan síga við þessi áföll, heldur líta á niðurskurð- inn sem tækifæri. Jafnframt vonast stjórn HÍF til að SÍF sinni hags- munamálum framhaldsskólanema af fullum krafti við hlið HÍF á nýju ári. Því að þrátt fyrir ágreiningsmál samtakanna tvennra má ljóst vera að þau vinna að sameiginlegu mark- miði; sem bestum hag framhalds- skólanema í landinu – og hann er einfaldlega of mikilvægur til að leyfa kreppu eða niðurskurði að stefna honum í hættu. Tækifæri í dulargervi Gísli Baldur Gíslason, Haf- steinn Gunnar Hauksson og Kristinn Á.L. Hróbjartsson skrifa um hagsmunamál fram- haldsskólanema » Sönn hagsmunabar- átta stendur og fell- ur með hugsjónum þeirra er standa að henni en ekki fé skatt- greiðenda, eins og starf HÍF hefur borið með sér. Gísli Baldur Gunnarsson Höfundar eru formenn nemenda- félaga MR, Verzlunarskólans og MH og sitja í stjórn HÍF. Hafsteinn Gunnar Hauksson Kristinn Á. L. Hróbjartsson Staldraðu við eitt augnablik og líttu um öxl. Taktu svo reynslu þína, allt það neikvæða og sára sem yfir þig hefur gengið og allt hið ljúfa og jákvæða sem þú hefur upplifað. Settu það síðan í pott minn- inganna, hrærðu vel í, við rétt hitastig og út- koman verður gegnheilar, gull- islegnar, demants-perlur sem ekk- ert fær afmáð eða eytt. Perlur sem gera þig að veðraðri og þroskaðri manneskju sem kölluð er til þess hlutverks að miðla af reynslu, umhyggju og ást í umhverfinu og til komandi kynslóða. Slípaðar, óafmáan- legar, fallegar og dýr- mætar demats-perlur. Við erum nefnilega öll hluti af guðlegri áætlun. Hann býður okkur háleitt hlutverk í eilífri áætlun sinni. Hlutverk sem snýst ekki um forgengilegan hégóma sem menn eða hamfarir, mölur eða ryð geta grandað. Boðberar kærleikans Boðberar kærleikans eru nefni- lega jarðneskir englar. Manneskjur af holdi og blóði, sem leitt er í veg fyrir fólk til að veita umhyggju og skjól, sýna samstöðu, miðla ást og fylla nútíðina innihaldi og tilgangi. Þeir veita von í nútíðinni og trú á framtíðina vegna tilveru sinnar og kærleiksríkrar nærveru. Þeir eru já- kvæðir, þeir styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu, um- vefja og faðma. Þeir hlusta á þarfir fólks, sýna nærgætni í samskiptum og raunverulega umhyggju í hvaða kringumstæðum sem er án þess að spyrja um eða krefjast endurgjalds. Smitandi kærleikur Málið er nefnilega að þiggja kær- leikann. Meðtaka hann af þakklæti, leyfa honum að flæða um sig og lifa honum. Það gerum við með því að finna honum farveg svo hann smit- ist. Breiðist þannig út svo fleiri fái notið hans. Kærleikurinn er tær. Hann er heill. Honum fylgir sannleikur og frelsi, umhyggja og umburðarlyndi, von og traust, ábyrgð og agi. Lífið er nefnilega ekki fólgið í tölvum og tækjum eftir allt saman, hlutabréfum eða flatskjám og því síður í jeppum, drossíum eða öðru dýrindis drasli. Það þýðir ekkert að reyna að stytta sér leið framhjá lífinu, reyna að komast bakdyramegin inn í skjóli embættis, fjármuna eða sökum ann- arra forréttinda. Okkur mun aldrei takast að svindla okkur inn til lífsins eða að tengja framhjá. Lífið lætur nefnilega ekki að sér hæða og öll stöndum við jafn nakin og ber- skjölduð frammi fyrir því. Þó vissu- lega gædd þeim gjöfum sem Guð hefur ætlað okkur að skarta. Raun- verulegum eilífðar verðmætum. Farvegur fyrir engils-sprettu Öll höfum við val um það hvað við látum líf okkar raunverulega snúast um. Þú getur tekið um það ákvörðun í dag að þiggja það að fá að verða að jarðneskum engli sem gengur um með þarfir og velferð samferða- manna þinna að leiðarljósi. Engils sem brosir og hlustar, umvefur og faðmar. Lífið dansar við okkur hvert og eitt með sínum hætti. Spurningin er bara hvort við leyfum því að bjóða okkur upp. Guð gefi okkur öllum náð til að dansa lífsdansinn saman, í takt. Góð- ur Guð styrki okkur þannig hvert og eitt til góðra verka og leiði þau öll sem það vilja til að verða farvegur fyrir engils-sprettu. Jarðneskir englar Sigurbjörn Þorkels- son fjallar um guðs orð og kærleikann » Boðberar kærleik- ans eru jarðneskir englar. Manneskjur af holdi og blóði sem kall- aðar eru til að veita um- hyggju og skjól, sýna samstöðu og miðla ást. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarnes- kirkju. STÓRIÐJUSINN- AR á Íslandi hafa með síendurteknum hætti fengið því framgengt að starfs- menn í þessari at- vinnugrein séu í fyr- irsögnum fjölmiðla ævinlega taldir þre- falt fleiri en þeir raunverulega eru. Þetta hefur verið gert með að bæta ævinlega við starfsmannatöl- una svonefndum „afleiddum störf- um“. Afleidd störf geta verið marg- vísleg. Starfsmenn í verksmiðjum þurfa til dæmis að mennta börn sín, fá verslunar- og heilbrigð- isþjónustu og nota samgöngukerfi og samgöngutæki. Í stað þess að segja að starfsmenn við stóriðju á Íslandi séu 1.600 er sagt í fyr- irsögnum að þeir séu hátt í 5.000. Með því að endurtaka þetta nógu oft fær stóriðjan þrefalt betri út- komu hlutfallslega en aðrar at- vinnugreinar þar sem ekki er sí- fellt verið að tönnlast á svona talnaleik. Það blasir við að þetta er ótæk aðferð við að bera saman vægi mis- munandi atvinnugreina vegna þess að ef talsmenn allra hinna atvinnu- greinanna fengju birtar fyrirsagnir sama daginn um starfsmannafjölda í viðkomandi greinum kæmi í ljós að vinnandi menn á Íslandi væru líkast til allt að 600 þúsund! Æv- inlega er gefið í skyn að með stór- iðjunni bætist við störf, rétt eins og að þeir sem þar starfa hafi allir verið atvinnulausir áður en stór- iðjan kom. Aldrei er gert ráð fyrir að hægt hefði verið að skapa betri og arðbærari störf. Ævinlega er gefið upp hvað útflutningur stór- iðjunnar bætir miklu við í gjaldeyrisbókhaldi landsins en aldrei hvað mikið þarf að flytja inn af hráefni sem breytt er í annað hráefni í verksmiðjunum. Mun- urinn á stóriðjunni og sjávarútvegnum er sá að hráefnið til hins síð- arnefnda kemur beint upp úr auðlindalögsögu lands- manna en hráefnið í stóriðjuna þarf að kaupa að utan og flytja yfir þveran hnöttinn. Ragnar Árnason og fleiri vís- indamenn hafa fundið út að stór- iðjan skapar næstum þrefalt minni virðisauka inn í þjóðfélagið en til dæmis sjávarútvegur og ferðaþjón- usta. Í nýjustu fréttum er gefið upp að um 17% starfsfólks í stór- iðjunni sé háskólamenntað fólk. Það breytir því ekki að um yf- irgnæfandi meirihluta starfa í ál- verum gildir það sem auglýst var æ ofan í æ þegar reynt var að ráða fólk í álverið á Reyðarfirði: „Engr- ar sérstakrar menntunar er kraf- ist.“ Rangar fyrirsagnir Ómar Ragnarsson skrifar um fjölda starfa Ómar Ragnarsson »Ef talsmenn allra at- vinnugreina á Ís- landi fengju birtar frétt- ir með svipuðum fyrirsögnum og stór- iðjusinnarnir væru vinn- andi menn á Íslandi 600 þúsund. Höfundur er formaður Íslandshreyf- ingarinnar – lifandi lands. Fáðu úrslitin send í símann þinn Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík mbl.is smáauglýsingar Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Starfsfólk Eignamiðlunar S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s Þverholti 2 · S . 5 8 6 8 0 8 0 · w w w . f a s t m o s . i s Sími 575 8585 FASTEIGNASALAN ÞÍN www.fmg.is Spöngin 37, 2. hæð. 112 Reykjavík Sími 575 8585. Fax 575 8586 Sigrún Stella Einarsdóttir Lögggiltur fasteignasali GSM 824-0610 Ég óska viðskiptavinum mínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Ég þakka fyrir viðskiptin á liðnu ári og óska ykkur farsældar á árinu 2009. Sigrún Stella Einarsdóttir, löggiltur fasteignasali, Fasteignamiðlun Grafarvogs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.