Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 52
52 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Þegar hugurinn
hvarflar til Kolbeins
frænda míns verður mér efst í
Kolbeinn Þorgeirsson
✝ Kolbeinn Þor-geirsson fæddist
á Hæringsstöðum í
Stokkseyrarhreppi
24. desember 1923.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu Skjól-
garði sunnudaginn
11. febrúar 2007 og
fór útför hans fram
frá Digraneskirkju í
Kópavogi 19. febr-
úar.
huga hans glaða og
góða geðslag. Þessi
dýrmæti eiginleiki er
því miður allt of fáum
gefinn og fleiri eru
þeir sem alsettir eru
ósýnilegum hnýflum
sem alltaf finna sér
fyrirstöðu. Þannig er
nú gæðum genanna
misskipt hjá mann-
fólkinu.
Nú vill svo til að
miklar bókaðar heim-
ildir eru til af langa-
langafa Kolbeins Þor-
geirssonar, Kolbeini Jónssyni frá
Múla í Aðaldal sem syðra nefndist
Kolbeinn í Ranakoti. Sá var alltaf
svo glaður þrátt fyrir mjög hart
mótlæti í lífinu, og það svo að fólkið
í hinum lágu byggðum Suðurlands
taldi hann sífellt vera að breiða yfir
fátækt sína og andstreymi. Það er
fólki að sjálfsögðu hollt á öllum
tímum að láta ekki fátæktina
smækka sig, en sumum er glað-
værðin jafn eðlileg og að draga
andann. Kolbeinn Þorgeirsson mun
í æsku hafa fengið sína lífstíðar-
bólusetningu gegn áhuga á búhokri
í sveit, eins og svo óskaplega mörg
ungmenni á Íslandi. Það mætti
andstöðu en hann hvorki heyrði
það né sá, vék að öðru og var glað-
ur eins og langalangafinn norð-
lenski. Svo lærði hann til kennara
og kenndi á Akranesi. Síðan lærði
hann múrverk sem hann stundaði
meðan heilsan leyfði.
Orðspor Kolbeins var einstaklega
gott og gildir það bæði um störf
hans hin daglegu svo og félagsmál
og öll kynni. Ýmislegt varð honum
mótdrægt í lífinu eins og gengur.
Hann var þó svo gæfusamur að
dansa aldrei kringum gullkálfinn.
Okkur systkinunum í Skógsnesi
þótti mjög vænt um þennan frænda
okkar, við hittum hann reyndar allt
of sjaldan, en hlýjan og glaðværðin
og það að tala við börn, það er góð
minning og gleymist ekki. Eitt sinn
spurðum við hvort það væri ekki
gaman að eiga afmæli á aðfanga-
dag? Ekki fyrir börn, sagði hann,
þá hverfur afmælið inn í jólin.
Næstkomandi aðfangadag verða
liðin 85 ár frá fæðingu Kolbeins
Þorgeirssonar.
Bestu kveðjur til fjölskyldu Kol-
beins.
Erlingur Kristjánsson.
Á árinu 1998 þegar
ég hóf störf sem
sýslumaður á Akra-
nesi hafði ég fyrst
kynni af Svani Geir-
dal yfirlögregluþjóni.
Hann hafði unnið í lögreglunni á
Akranesi um langt skeið við góðan
orðstír en veiktist alvarlega
nokkru fyrr á árinu þannig að
nema varð af honum annan fótinn
fyrir ofan hné. Fljótlega eftir að
ég hóf störf hringdi hann í mig á
sýsluskrifstofuna og sagði að hann
væri ákveðinn í að koma aftur til
starfa í lögreglunni þrátt fyrir
missinn. Og af einstaklega mikilli
þrautseigju gerði hann það. Með
okkur tókust ágæt og eftirminni-
leg kynni í kjölfarið og ófáar
Svanur Geirdal
✝ Svanur Geirdalfæddist í Grímsey
16. september 1935.
Hann andaðist 12. des-
ember síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akraneskirkju 19.
desember.
stundir ræddum við
saman á sýsluskrif-
stofunni eða á lög-
reglustöðinni um
mál líðandi stundar
eða hvernig mál
voru afgreidd fyrr
og nú, auk óteljandi
sagna af hans lífs-
reynslu. Og hann
hafði frá ýmsu fróð-
legu að segja af upp-
vaxtarárum sínum
úti í Grímsey og í
Skagafirði auk
sagna af sjónum.
Þessi reynsluheimur hans nýttist
vel í starfi sem lögreglumaður á
Akranesi, stað sem tengdur er
sjávarútvegi sterkum böndum.
Svanur kom vel fyrir sig orði og
kom saman skilmerkilegri frásögn
af því sem hann vildi miðla sem
meðal annars endurspeglast í sög-
um eftir hann sem birtar voru í
Lesbók Morgunblaðsins.
Svanur Geirdal var skipaður yf-
irlögregluþjónn á Akranesi fram
til ársins 2002 en þá ákvað hann að
draga sig í hlé. Una og hann höfðu
fest kaup á íbúð í miðbæ Hafn-
arfjarðar tveimur árum áður. Frá
því að þau fluttu til Hafnarfjarðar
og þar til að hann lét af embætti
keyrði hann til vinnu sinnar á
Akranesi á hverjum morgni eða
tók rútuna uppeftir. Mikið þurfti
að ganga á til þess að Svan vantaði
til vinnu að morgni. Þessi seigla og
ákveðni Svans voru einungis hluti
hans mannkosta. Hann var vinnu-
samur, margfróður, vel lesinn og
mannglöggur. Hann vildi allan
vanda leysa fyrir fólk sem til hans
leitaði með jákvæðum hætti og án
sárinda. Hann var þolinmóður og
fús til að aðstoða þegar á reyndi.
Mótlæti tók hann af æðruleysi.
Allt eru þetta kostir í fari manns
sem sinnir löggæslustörfum á Ís-
landi nú sem áður. Skarð er fyrir
skildi, Svanur Geirdal er látinn.
Minning hans lifir meðal okkar
sem kynntumst honum á lífsleið-
inni og nutum góðs af samvistum
við hann.
Ég sendi Unu Guðmundsdóttur,
eiginkonu hans, börnum og ástvin-
um samúðarkveðjur á þessari erf-
iðu stundu. Blessuð sé minning
vinar og góðs starfsfélaga, Svans
Geirdals.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
Ólafur Þ. Hauksson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út-
för hefur farið fram eða grein berst
ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birt-
ingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda
þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju.
Minningargreinar
✝
Elskulegur frændi okkar,
SÆMUNDUR SIGURSTEINSSON,
Seljabraut 68,
Reykjavík,
andaðist 15. desember.
Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, laugar-
daginn 27. desember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sæbjörg Vilmundsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ADOLF ÓSKARSSON
pípulagningameistari,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
sem andaðist mánudaginn 15. desember, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
29. desember kl. 13.00.
Ásta Vigfúsdóttir,
Hörður Adolfsson, Nanna M. Guðmundsdóttir,
Erla Adolfsdóttir, Jóhann Pétur Andersen,
Hilmar Adolfsson, Ólöf S. Sigurðardóttir,
Adolf Adolfsson, Júlía Henningsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Okkar ástkæri
BJÖRGVIN JÓSTEINSSON
kennari,
Grandavegi 45,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn
29. desember kl. 13.00.
Guðrún Steingrímsdóttir,
Dóra Björgvinsdóttir,
Ingi Steinn Björgvinsson, Vera Buus-Nilsen,
Dagný Björgvinsdóttir, Jóhann S. Bogason,
Bryndís Björgvinsdóttir, Brjánn Ingason
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát
og jarðarför elskulegs eiginmanns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
HREIÐARS JÓNSSONAR
klæðskerameistara,
Norðurbrú 5,
Garðabæ.
Guð blessi ykkur öll.
Þórdís Jóna Sigurðardóttir,
Sigurður Arnór Hreiðarsson, Kristín Ragna Pálsdóttir,
Guðrún Erna Hreiðarsdóttir,
Valdimar Hreiðarsson, Thanita Hreiðarsson,
Birna Hreiðarsdóttir, Pétur Gunnar Thorsteinsson,
Guðlaug Dröfn Hreiðarsdóttir, Ásgrímur Skarphéðinsson,
Sólveig Sif Hreiðarsdóttir, Ólafur Arnarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞÓRU SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Neshaga 10,
Reykjavík.
Steinþór Haraldsson, Guðríður Hulda Haraldsdóttir,
Ólafur Haraldsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir,
Ingibjörg Haraldsdóttir, Páll Stefánsson,
Elín Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR
frá Efstadal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kumbaravogs.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún K. Ottesen,
Sigurður Sigurðsson, Lilja Dóra Eyþórsdóttir,
Gunnhildur Sigurðardóttir, Gestur Sæmundsson,
Snæbjörn Sigurðsson, Björg Ingvarsdóttir,
Jórunn Sigurðardóttir, Halldór Rúnar Vilbergsson,
Ásmundur Sigurðsson, Elva Gunnlaugsdóttir,
Ása Björk Sigurðardóttir, Egill Þór Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Kæru vinir!
Ég vil þakka ykkur öllum fyrir hlýhug og stuðning
sem þið sýnduð mér og fjölskyldu minni vegna
andláts og útfarar eiginkonu minnar,
ÓLAFÍU GUÐRÚNAR OTTÓSDÓTTUR,
Klapparbergi 13,
Reykjavík.
Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar um jól og áramót.
Hreinn Ómar Sigtryggsson og fjölskylda.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HULDA STEFÁNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
lést þriðjudaginn 23. desember.
Útför verður auglýst síðar.
Sigurgeir Höskuldsson,
Ragnheiður Clausen, Pétur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.