Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 59

Morgunblaðið - 24.12.2008, Side 59
Velvakandi 59 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ER ÞETTA EKKI FRÁBÆRT, GRETTIR ÆÐISLEGT VIÐ ERUM KOMNIR AFTUR Í SVEITINA JÍ...HA... ÉG ÆTLA AÐ FAÐMA BELJU HANN HEFUR EKKI HITT LÍSU LENGI ÉG KEMST EKKI Í SKÓLANN... ÉG ER VEIKUR SEGÐU FRÚ RÓSU AÐ KENNA ÁN MÍN! SEGÐU HENNI AÐ MÉR ÞYKI LEITT AÐ ÉG SKULI EKKI KOMAST! SEGÐU HENNI AÐ LÍFIÐ SÉ EKKI DANS Á RÓSUM! NEI, ÉG VIL EKKI TAKA MYND AF ÞÉR FYRR EÐA SÍÐAR, ÞEGAR ÞÚ ERT UPPTEKIN, GÆTIR ÞÚ FREISTAST TIL ÞESS AÐ BIÐJA MANNINN ÞINN AÐ FARA ÚT Í BÚÐ FYRIR ÞIG, TIL AÐ KAUPA Í MATINN... SLEPPTU ÞVÍ! AFSAKIÐ... ÉG HELD ÉG ÆTTI AÐ SVARA ÞESSU ÉG SPURÐI SIGGA HVORT HANN OG MAJA VILDU EKKI KOMA MEÐ OKKUR Á TÓNLEIKANA... OG ÞAU SÖGÐU „JÁ“ HVAÐ?!? AF HVERJU SPURÐIR ÞÚ MIG EKKI FYRST? ÉG VISSI EKKI AÐ ÉG ÞYRFTI AÐ GERA ÞAÐ ÉG BAUÐ GUNNA OG LÍSU AF HVERJU SPURÐIR ÞÚ MIG EKKI FYRST? ÉG SEGI JAMESON ALDREI AÐ ÉG SÉ KÓNGULÓARMAÐURINN, SAMA HVAÐ ÉG FÆ MIKINN PENING ÞETTA VAR BARA UPPÁSTUNGA ÉG SET BARA BÚNINGINN MINN INN Í SKÁP Í NOKKRA DAGA TILBOÐIÐ MITT HEFUR ÖRUGGLEGA SENT KÓNGULÓAR- MANNINN Í FELUR... HANN KEMUR EKKI NÁLÆGT MARÍU LOPEZ Í BRÁÐ FRIÐARSÚLA Yoko Ono var tendruð 9. október síðastliðinn í Viðey. Af því tilefni var tveim óskatrjám komið fyrir í Reykjavík, öðru í Viðeyjarstofu og hinu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Við trén eru litlir miðar sem rita má á sína heitustu ósk og hengja síðan á trén. Óhætt er að segja að tréð á Upplýsingamiðstöðinni veki mikinn áhuga. Óskirnar sem hengdar hafa verið á tréð eru komnar yfir eitt þúsund og eru eins ólíkar og þær eru margar. Óskir um frið á jörð, að finna ástina, eiga heilbrigð börn, verða fræg og rík eru fjölmargar en einnig má finna margar óskir um velferð Ís- lendinga – og Íslands á þessum erfiðu tímum sem blasa við þjóðinni. Inn á milli má svo líka finna skondnar óskir eins og þá um betri vegi á Íslandi, meiri snjó – eða óskina um að allir gangi í hreinum nærfötum … Tréð stendur í Ingólfsnausti (Aðalstræti 2) og mun standa þar eins lengi og frið- arsúlan logar – eða fram til áramóta. Yoko Ono hefur komið upp slíkum óskatrjám víðsvegar í heiminum og fjöldi óska á heimsvísu nálgast milljón. Óskatréð í Aðalstræti Hjálpsemi FÖSTUDAGINN 12. desember vorum við hjónin að koma úr Þjóðleikhúsinu, sáum leikritið Hart í bak, frábæra leiksýningu þar sem Gunnar Eyj- ólfsson, vinur okkar, lék frábærlega vel. Þegar við keyrðum frá Þjóðleikhúsinu fannst okkur skrítið hljóð í bílnum og hann lét ekki vel að stjórn. Við stöðvuðum því bíl- inn við gamla Kola- portið, fórum út til að athuga málið og þá kom í ljós að sprungið var á hægra framhjólinu. Nú voru góð ráð dýr, við vorum að hugsa um að hringja í son okkar, tengdasyni eða lögregluna. En þá stöðvar bíll hjá okkur og út spretta tveir ungir menn sem spyrja: Er eitthvað að? Já, það er sprungið hjá okkur, ekkert mál, sögðu þeir. Við björgum þessu. Á örskammri stundu voru þeir búnir að skipta um dekk. Þetta voru tveir ungir sjómenn frá Grundarfirði og Stykkishólmi, því miður tókum við ekki niður nöfn þeirra. Við sendum þeim okkar bestu þakkir fyrir hjálpina og við hugsuðum: Guði sé lof að enn eru til ungir og hraustir riddarar sem hjálpa fólki í neyð. Við keyrðum svo heim, glöð eftir vel heppnað kvöld, sem ekki var síst þessum ungu mönnum að þakka. Soffía Stefánsdóttir og Páll Gíslason. Prentum heima SAMSTAÐA er orð sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið. Við hvetjum til samstöðu, bendum á mikilvægi hennar og krefjumst hennar af sjálfum okkur. Ég vil í þessu bréfi taka undir þetta. Ís- lenskur iðnaður stendur frammi fyr- ir miklum erfiðleikum vegna efna- hagsástandsins og horfur eru dökkar. Uppsagnir hafa verið miklar og útlit er fyrir að þær muni aukast á nýju ári. Þetta á meðal annarra greina við um prentiðnaðinn, sem stendur mér nærri. Undanfarin ár höfum við horft á mörg prentverk flutt úr landi. Það er, íslensk fyr- irtæki hafa fengið erlendar prent- smiðjur til að prenta afurðir sínar. Þetta hefur átt við um prentun bóka, fiskkassa og umbúðir lyfjafyr- irtækja svo eitthvað sé nefnt. Í flest- um tilvikum hefur þetta ráðist af verði. Ýmist hefur hátt gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum ráðið því eða hreinlega að betra tilboð hefur fengist. Á Íslandi starfa prentsmiðjur sem búa yfir fyrsta flokks tækjabúnaði og faglegri þekkingu í prentiðnaði. Prentarar og annað starfsfólk prentsmiðjanna er vel menntað og viljugt til góðra verka. Þetta get ég sjálfur vottað af eig- in reynslu eftir hafa unnið sem prentari um skeið í Dan- mörku. Íslenskar prentsmiðjur standast erlendum fyllilega snúning hvað varðar gæði og fagmennsku. Aðsteðjandi erfiðleikar fela í sér miklar áskoranir og stórar spurn- ingar um ábyrgð og samstöðu. Hvernig fer okkur best að vinna okkur leið út úr vandanum? Hvað getum við gert í sameiningu? Hvað skiptir mestu máli? Eitt af því sem við getum gert er að styrkja okkar eigin innviði – okkar eigin fram- leiðslu. Íslenskar fjölskyldur eiga allt undir því að íslensk fyrirtæki haldi velli og standi sterk. Ég hvet öll íslensk fyrirtæki til að láta prenta sínar afurðir hér heima á Íslandi ef þess er nokkur kostur. Það skiptir okkur máli. Lars Erik Johansen prentari. Mótmælendur – kosningar LIFANDIS ósköp finnst mér þessir „mótmælendur sem hylja andlit sitt lummulegir og lítilmótlegir. Er hægt að sýna meiri heigulsskap en að þenja sig í mótmælum og þora ekki að leggja nafn og andlit við? Finnst þessu fólki þetta „cool eða hvað gengur því til? Minni svo bara aftur á tilmæli mín til minna kæru landa, sem ég sendi út fyrir síðustu kosningar: „Ekki kjósa þetta yfir okkur aftur“. Átti þá við Sjálfstæðisflokkinn og sér í lagi Árna Mathiesen, þá hlustuðu víst fá- ir, skyldi verða sama sagan í næstu kosningum, að fólk bara kjósi flokk- inn sinn hvaða afglöp sem hann hef- ur framið á kjörtímabilinu? Ása Vilhjálmsdóttir.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félagsheimilið Gjábakki | Lokað í dag, aðfangadag, opnum aftur mánudaginn 29. des kl. 9. – Starfsfólk félagsheimilisins Gjábakka óskar öllum gestum sínum og velunnurum gleðilegra jóla. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Aðfangadagur jóla, opið í Jónshúsi frá kl. 10-12. Heitt súkkulaði og sætabrauð fyrir gesti. Starfsfólk Jónshúss og heimaþjón- ustu Garðabæjar óskar öllum eldri borg- urum, þjónustuþegum og gestum Jóns- húss, gleðilegrar jólahátíðar. Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á líðandi ári. Hvassaleiti 56-58 | Starfsmenn Fé- lagsmiðstöðvarinnar Hvassaleiti 56-58 óska notendum öllum og öðrum velunn- urum gleðilegra jóla og farsæls nýs ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.