Morgunblaðið - 24.12.2008, Síða 64
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÍSeljahverfinu í Reykjavík er lítið ogvinalegt bókasafn. Þar er bara opið tvoeftirmiðdaga í viku, en þá taka vinaleg-ir starfsmenn við börnum úr hverfinu
og fullorðnum líka; fólk blaðar í tímaritum,
börn fylla út getraunamiða og einhverjir fá
alltaf lánaðar bækur. Á veggjum eru myndir
af kettinum Brandi og Línu langsokk, eins og
vera ber, en þar hangir líka yfir rauðum ný-
móðins sófa eitt af þessum myndverkum sem
ég dregst alltaf að; þetta er fínt abstrakt
málverk eftir Guðmundu Andrésdóttur. Verk
sem á afskaplega vel heima þarna á bóka-
safninu.
Guðmunda var verslunarskólagengin en ár-
ið 1946 var Svavar Guðnason kominn heim
frá Danmörku og opnaði fræga sýningu í
Listamannaskálanum.
„Ég hreinlega ruglaðist þegar ég sá þá
sýningu,“ sagði Guðmunda við mig fyrir 12
árum, en þá heimsótti ég hana vegna vænt-
anlegrar sýningar í Sólon Íslandusi. Sýning
Svavars hafði afgerandi áhrif á ungu konuna;
hún ákvað að helga sig listinni.
„Þegar ég kom heim spurði móðir mín
hvort ég væri orðin veik! Hún heillaði mig
svo, alveg hreint. Og þá fór ég að hugsa um
að byrja að mála. Það var eins og rothögg.“
Guðmunda hélt til náms í Svíþjóð, þarsem hún teiknaði módel, og síðan fórhún til Parísar þar sem hún fór að
fást við abstraktmálverkið. Hún aðhylltist
þar þá stefnu sem kennd hefur verið við geó-
metríu, eða strangflatarlist, og eftir heim-
komuna árið 1952 var hún í framvarðarsveit
þeirra málara sem unnu í þeim anda.
Hér starfaði Guðmunda að list sinni í hálfa
öld. Hún sýndi á síðustu sýningu Sept-
emberhópsins og hélt síðan einkasýningar á
nokkurra ára fresti og sýndi reglulega með
Septem-hópnum.
Guðmunda sagði að það hefði verið erfitt
að ryðja nýjum listhugmyndum braut hér á
landi. Hún sagði viðbrögðin við abstraktinu
hafa verið rosaleg á stundum. „Þetta var
bara sjúklegt ástand, sagði hún. „Við vorum
hötuð. Þetta unga fólk sem nú er að mála og
koma með nýjar stefnur veit ekki hverju við
þurftum að standa í. Við urðum fyrir líkams-
meiðingum og öllu mögulegu. Þetta voru
furðulegir tímar.“
List Guðmundu tók reglulegum breyt-ingum þótt hún væri abtsraktinu ætíðtrú. Guðmunda sagði að í kjölfar allra
einkasýninga sinna hefðu einhverjar breyt-
ingar komið inn í verkin. Upp úr 1970 sagði
hún skilið við myndgerð sem byggðist á
þéttri grind úr fínum línum. Í staðinn fór hún
að vinna úr frá hringforminu eins og hér
sést. Sagt hefur verið um þessi verk að þar
verði útgangspunkturinn hreyfigildi hrings-
ins. Umhverfis hringina setur Guðmunda
gjarnan kvikar og óværar línur, sem eins og
koma hringjunum á enn meiri hreyfingu.
Þetta eru oft litsterkar myndir, og Guð-
munda slyngur kóloristi, en sjálf sagðist hún
vera að „rannsaka hreyfinguna á myndflet-
inum.“
Þótt samtíðarmönnum Guðmundu hafi á
stundum þótt hún standa í skugga karlkyns
kollega, hefur vegur hennar farið vaxandi og
listunnendur hafa áttað sig betur á því hvað
hún var alla tíð einbeitt og trú skoðunum sín-
um um málverkið, og heil í glímu sinni við
það. Enda er ævistarf hennar heillandi –
Guðmunda er einhver áhugaverðasti mynd-
listarmaður okkar á seinni hluta 20. aldar.
Þegar Guðmunda lést fyrir sex árumánafnaði hún nær 200 verk ListasafniÍslands, Listasafni Reykjavíkur og
Listasafni Háskóla. Það var rausnarlegur
gjörningur en Guðmunda lét ekki þar staðar
numið, heldur var einnig stofnaður sjóður,
með tugum millljóna króna, sem styrkja á
unga myndlistarmenn til náms. Hún vissi að
skapandi fólk þarf iðulega á stuðningi að
halda – sjálf þurfti hún löngum að vera í
hálfu starfi úti í bæ samhliða listinni.
Nokkrum árum eftir að Guðmunda málaði
Heiðin jól tóku bylgjur í ólíkum línum að
dansa lárétt í nokkrum lögum eftir mynd-
flötum hennar. Kollegi hennar í málverkinu,
Georg Guðni, sagði mér einhvern tímann að
hann vissi alveg hvaðan bylgjurnar kæmu.
Þau unnu nefnilega samtímis á Orkustofnun
og bylgjurnar væru alveg eins og dans lín-
anna sem síritar mælitækjanna sendu frá sér.
Hvaðan hringirnir í verkunum frá 1972 koma
upphaflega veit ég hinsvegar ekki.
Þetta voru furðulegir tímar
MYNDVERKIÐ
64 Menning
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
V
elgengni Sigurbjörns
Bernharðssonar fiðlu-
leikara á árinu er ótví-
rætt sú mesta sem ís-
lenskum fiðluleikara
hefur hlotnast á erlendri grund. Sig-
urbjörn er einn fjórmenninganna í
Pacifica-strengjakvartettinum sem
starfræktur er í Bandaríkjunum.
Í haust var Pacifica útnefndur tón-
listarhópur ársins 2009 af stærsta
tónlistartímariti Bandaríkjanna,
Musical America og um sama leyti
var kvartettinum boðið að taka við af
rómuðum og heimsfrægum strengja-
kvartett, Guarneri-kvartettinum,
sem staðarhópur Metropolitan-
safnsins í New York og yfirtaka tón-
leikahald Guarneri þar, þar sem sá
hópur væri að láta af störfum. „Þar
með hefst lífstíðarsamstarf okkar við
safnið,“ sagði Sigurbjörn í viðtali við
Morgunblaðið í haust, um leið og
hann spaugaði með það að nú væri
Pacifica orðinn fullorðinn kvartett –
verðlaun og viðurkenningar til þess
dags hefðu fyrst og fremst verið fyrir
það að vera ungur og efnilegur
kammerhópur.
Nú fyrir skömmu bættist svo enn
ein rósin í hnappagat Pacifica þegar
kvartettinn var tilnefndur til
Grammy-verðlauna fyrir plötu með
verkum eftir bandaríska tónskáldið
Elliott Carter, sem fagnaði ald-
arafmæli sínu fyrir fáum dögum, og
er enn að semja.
Tónlistin er það
sem skiptir máli
Jú, vissulega er þetta allt mikill
heiður og vegsemdin mikil en um leið
og ég sest niður með Sigurbirni til að
ræða velgengnina nefnir hann ekkert
af þessu. Heiðurinn er auðvitað góður
en hann byrjar á því að segja mér
hvað það hafi verið stórkostlegt að
geta spilað alla kvartetta Beethovens
á árinu. Þetta segir mér að það sé
tónlistin sem eigi hug Sigurbjörns all-
an – og að hún sé meira verð en við-
urkenningar. Kannski að hvort
tveggja sé mikilvægt en eitt er ljóst,
þegar hann talar um tónlist er það af
miklu meiri ákefð og innlifun en þeg-
ar hann talar um það sem í kringum
hana er.
„Árið er búið að vera mjög gott og
við höfum verið heppin, en samt
breytist það ekki að vinnan hefur ver-
ið sú sama. Við höldum okkar föstu
æfingarútínu og það er okkar starf.
Núna erum við að spila um 90 tón-
leika á ári og lífernið er þess vegna
óreglulegt. Til þess að við getum átt
okkur venjulegt líf skipuleggjum við
okkur mjög vel og æfingatímana al-
veg átta mánuði fram í tímann. Þess
vegna hefur daglegur rekstur kvart-
ettsins ekkert breyst í sjálfu sér og
tónleikarnir breytast ekki heldur
þrátt fyrir heiðurinn. Þetta er árið
sem við spiluðum fyrst alla Beetho-
ven-kvartettana, og við gerðum það
fjórum sinnum. Það eru ákveðin
vegamót fyrir kvartett. Ég held að
það hljóti að eiga við um alla þá sem
leggja það fyrir sig að spila í kvartett
að það að spila Beethoven er stóri
draumurinn, rétt eins og það er fyrir
leikara að fást við Shakespeare. Þetta
var ofboðslega erfitt verkefni en við
lærðum mikið af því. Nú mun Beetho-
ven fylgja okkur það sem eftir er,“
segir Sigurbjörn.
„Við kláruðum líka upptökurnar á
verkum Elliotts Carters en hann er
Bandaríkjamönnum það í tónlistinni
sem Halldór Laxness er okkur í bók-
menntum. Við unnum mikið og náið
með honum og það verður það eft-
irminnilega frá árinu. Elliott Carter
er ótrúlegur snillingur og gaman að
vera í návígi við svo mikinn gáfumann
og snilling. En hann er líka af-
skaplega hlý manneskja og með góða
kímnigáfu. Hann er með svo tjáning-
arríkt andlit að þegar við vorum að
spila fyrir hann fengum við mjög
sjónræna mynd af því sem hann var
að hugsa um spilamennskuna hjá
okkur. Því verður ekki hægt að
gleyma.“
Hvað fær fólk til að spila saman í
kvartett? Væri ekki miklu auðveldara
að vera annaðhvort einleikari og ráða
sér sjálfur eða í stórri hljómsveit, þar
sem auðveldara er að hverfa í
fjöldann? Sigurbjörn rifjar upp það
sem sagt er um kvartettleikara – að
það sé eins og að vera giftur þremur
manneskjum. Hvað togaði Sig-
urbjörn inn í þennan heim?
Morgunblaðið/Golli
Sigurbjörn Bernharðsson „Ég hef alltaf elskað fiðluna og alltaf elskað tónlist,“ segir fiðluleikarinn.
Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari
hefur náð langt á alþjóðlegum vett-
vangi tónlistarinnar með félögum sín-
um í Pacifica-strengjakvartettinum
Að vera sannfærður um