Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 66
66 Menning MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 2008 Eftir Jónas Ragnarsson jr@jr.is Séra Bjarni Þorsteinsson vartæplega 38 ára þegar Há-tíðasöngvar hans vorugefnir út í Kaupmannahöfn sumarið 1899 – á kostnað höfundar. Þá voru kórar farnir að syngja lögin hans, enda þótt fá þeirra hefðu birst á prenti, og hann var orðinn þekktur fyrir áhuga sinn á söfnun þjóðlaga. Ritið var 40 blaðsíður og hét fullu nafni „Íslenskur hátíðasöngur eða víxlsöngur prests og safnaðar á þremur stórhátíðum og nýársdag, á jólanótt, nýársnótt og föstudaginn langa; einnig nýtt tónlag presta ásamt svörum safnaðarins. Samið hefur B. Þorsteinsson, prestur í Siglufirði.“ Bjarni varð prestur á Hvanneyri í Siglufirði haustið 1888, en á skóla- árunum í Reykjavík hafði hann tekið virkan þátt í tónlistarlífi höfuðstað- arins og var farinn að semja lög. Fannst kirkjan stækka Í ævisögu séra Bjarna, Ómar frá tónskáldsævi, segir að Hátíðasöngv- arnir hafi verið fluttir í Siglufjarð- arkirkju áður en þeir voru gefnir út, en ekki er vitað hvaða ár það var. Ekki er ólíklegt að það hafi verið um jólin 1898. Sagt var að sérstaklega hefði verið vandað til æfinga kórs- ins. Það var prestsfrúin, Sigríður Lárusdóttir Blöndal, sem hafði tekið við stjórn kirkjusöngsins, bæði sem organleikari og forsöngvari, þegar hún fluttist til Siglufjarðar haust- ið1892. „Rödd hennar hefur gefið orðunum líf og sent þau inn í hjarta og sál,“ var sagt um Sigríði. „Hún söng orð drottins inn í sálir safn- aðarins, jafnframt og maður hennar prédikaði það,“ sagði í minningar- grein um hana í Siglfirðingi 1929. Ekki er víst að lýsing Jóns Jó- hannessonar í bókinni um Siglu- fjarðarpresta eigi við frumflutning- inn í litlu timburkirkjunni á Siglufjarðareyri, en áhrifin gætu hafa verið svipuð. Hann sagði: „Mér eru enn í fersku minni áhrif Hátíða- söngvanna á mig í fyrsta sinn er ég heyrði þá sungna í Siglufjarðar- kirkju, og sungna ágætavel, bæði af presti og söfnuði. Mér fannst kirkj- an stækka og verða að dýrðlegu musteri, þar sem var óendanlega hátt til lofts og vítt til veggja. Og mér fannst ég færast nær himninum og að hið mikla tónaflóð endurómaði einnig þaðan. Og eflaust var ég ekki einn um þessar tilfinningar. En af- burðamenn einir á sviði listarinnar megna að lokka þær fram.“ Jón var fiskimatsmaður og fræðimaður. Hann mun hafa kynnst Bjarna fljót- lega eftir að hann tók við embætti en foreldrar Jóns voru vinir prests- hjónanna. Til að bæta kirkjusönginn Vorið 1899 fór Bjarni til útlanda með stuðningi stjórnvalda, einkum til að rannsaka gömul íslensk nótna- handrit. Hann dvaldi lengst í Kaup- mannahöfn, m.a. í tæpa þrjá mánuði í safni Árna Magnússonar, en fór auk þess til Svíþjóðar og víðar. En Bjarni átti einnig annað erindi. Í Kaupmannahöfn lét hann prenta tvær bækur. Það voru „Íslenskur hátíðasöngur“ og „Sex sönglög“ eftir hann sjálfan. Prentunin mun hafa kostað 700 krónur. Bjarni kom til Reykjavíkur frá út- löndum með póstgufuskipinu Botníu 8. ágúst 1899, en farþegar voru um þrjátíu. Skömmu síðar voru bæk- urnar tvær auglýstar til sölu hjá Steingrími Johnsen, söngkennara og kaupmanni í Reykjavík, sú fyrr- nefnda á 1 krónu og 50 aura, hin á 75 aura. Á leiðinni með skipinu austur og norður fyrir land kom Bjarni við á Seyðisfirði. Nokkrum dögum síðar birtust auglýsingar um bækurnar í bæjarblöðunum Bjarka og Austra. „Það er satt að þessi hátíðasöngur heimtar miklu betri söng en nú ger- ist almennt í kirkjum, en þess vegna ætti einmitt að taka hann sem fyrst upp við messugjörðina því það væri einmitt vissasti vegurinn til þess að bæta kirkjusönginn,“ sagði í ritdómi í Bjarka, en ritstjóri hans var Þor- steinn Erlingsson skáld. „Bjarni er óefað sá maður sem nú er best að sér hér á landi í öllu sem að söng lýtur.“ Þjóðin í þakkarskuld við Bjarna Elstu heimildir um flutning Há- tíðasöngvanna annars staðar en í Siglufjarðarkirkju voru í tímaritinu Verði ljós, sem kom út í febrúar 1900. Þar sagði Jón Helgason, síðar biskup, að söngvarnir hefðu verið fluttir í Dómkirkjunni í Reykjavík á aðfangadagskvöld og gamlársdags- kvöld 1899. Safnaðarsvörin voru þó „sungin einrödduð vegna þess að ekki var fyrr en á elleftu stundu af- ráðið að reyna þetta og varð því eigi nægum undirbúningi við komið í þetta sinn.“ Greinarhöfundur sagð- ist treysta því „að dómkirkjusöfn- uðurinn fái á næstu jólum að heyra þennan hátíðasöng allan“. Í sögu Dómkirkjunnar sagði um Hátíða- söngvana: „Þeir hafa sett svip sinn á messur á öllum stórhátíðum þar síð- an.“ Í grein Jóns Helgasonar var sagt frá því að Hátíðasöngvarnir hefðu einnig verið fluttir í Árnessýslu um jólin 1899. „Það höfum vér heyrt söngnæman mann og greindan segja, er í vetur var við hátíðaguðs- þjónustu í Eyrarbakka- og Stokks- eyrarkirkju, að aldrei hafi hann ver- ið við jafn hátíðlegar guðsþjónustugjörðir enda hafi org- anistinn og söngflokkur hans leyst sitt hlutverk prýðisvel af hendi. Get- um vér þessa organistanum, Jóni verslunarmanni Pálssyni (frá Götu) til maklegs heiðurs.“ Jón þessi var verslunarmaður, kennari og org- anisti á Eyrarbakka og síðar að- alféhirðir Landsbankans. Í grein eftir Valtý Stefánsson rit- stjóra í Morgunblaðinu um jólin 1943 sagði um Húsið á Eyrarbakka: „Þar voru sungnir í fyrsta sinn Há- tíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteins- sonar og stjórnaði Jón Pálsson þeim söng.“ Þetta er ekki í samræmi við frásögnina frá aldamótaárinu. Jón Helgason sagði í áðurnefndri grein frá 1900 að séra Bjarni Þor- steinsson ætti bestu þakkir skildar fyrir verk sitt, sem væri vandlega af hendi leyst og höfundinum til sóma. „Hann hefur gefið kirkju lands vors góða gjöf og er hún í þakkarskuld við hann fyrir gjöfina. En þá þakk- arskuld fær hann aldrei betur borg- aða með öðru en því að tónlögum hans verði vel tekið af prestum og söfnuðum og að þau verði umfram allt til þess að gera guðsþjónustuna enn meir aðlaðandi söfnuðunum og þannig til að glæða kirkjurækni og með henni kirkjulegt líf í landinu.“ Stefán M. Jónsson, prestur á Auð- kúlu í Austur-Húnavatnssýslu, sem var orðlagður söngmaður, skrifaði langan ritdóm um Hátíðasöngvana í Þjóðólf í apríl 1900. Hann hældi Bjarna fyrir sönglögin en sagði síð- an: „Þegar ég hafði farið í gegnum hátíðasönginn hans varð ég fyrst sannfærður um að hann er sann- arlegt skáld sem vér Íslendingar megum vera hreyknir af. Já, Hátíða- söngvarnir hafa hrifið mig svo að ég tel þá með hinni fegurstu kirkju- músík er ég hefi heyrt,“ sagði séra Stefán. „Með söng þessum höfum vér Íslendingar eignast fagran og fágaðan gimstein sem setja má á tig- inn stað meðal bókmennta vorra.“ Sama ár, 1900, skrifaði Árni Thor- steinsson tónskáld ritdóm í Eimreið- ina: „Um Hátíðasöngvana er það skjótast að segja að þeir eru sérlega vel og prýðilega samdir. Má af þeim undireins sjá að séra Bjarni er smekkmaður hinn mesti og að því skapi vandvirkur. Það er sannarlega ekki á hvers manns meðfæri að eiga við kirkjusöng svo að rétt snið verði á. Það er ekki nóg að samhljómurinn verði lýtalaus og fagur, nei, það verður líka að vera stíll í því öllu – og kirkjubraginn má ekki vanta. Það er einmitt þessi stíll í kirkjusöngnum sem hrífur hjörtun og – að svo miklu leyti sem söngur og hljóðfærasláttur geta – vekur guðrækilegar hugsanir og tilfinningar í sálum manna. Að því er séð verður hefur séra Bjarna tekist þetta allt mæta vel, og mega því Íslendingar vel kunna honum þakkir fyrir þessa Hátíðasöngva, eins og annars allt annað frá hans hendi.“ Wennerberg dáðist að söngvunum Valtýr Guðmundsson, alþing- ismaður og ritstjóri Eimreiðarinnar, skrifaði grein um Bjarna í blað sitt árið 1901. Þar fjallaði hann um feril Bjarna og gat þess að hann hefði samið fyrstu sönglögin árið 1883. Síðan minntist hann á Hátíðasöngv- ana. „Þótti hinu fræga tónskáldi Dana, prófessor Hartmann, er höf- undur hafði sent handritið til yf- irlestrar, það furðu gegna að maður sem notið hefði jafn lítillar söng- legrar menntunar skyldi geta gert það svo vel úr garði.“ Síðar í grein- inni sagði Valtýr: „Hið fræga sænska tónskáld Gunnar Wenner- berg kvað og hafa lokið lofsorði á Hátíðasöngvana.“ Séra Friðrik Friðriksson hitti þetta sænska tónskáld, sem meðal annars er þekkt fyrir glúntana, árið 1901 og sagði að hann hefði mjög dáðst að Hátíðasöngvum Bjarna og lögum yfirleitt. Halldór Jónsson, bankagjaldkeri og bæjarfulltrúi, skrifaði um Bjarna í tímaritið Óðin í nóvember 1913. Hann sagði að Bjarni ætti þakkir skildar af kirkju og kristindómi fyrir Hátíðasöngva sína. „Það er óhætt að fullyrða að allir sem unna fögrum söng og fagurri músík telja Hátíða- söngvana hið ágætasta snilldarverk og þeir munu geyma nafn hans í þakklátum hjörtum fyrir slíka alda- mótagjöf til kristindómsins og hinn- ar íslensku kirkju.“ Á aðfangadag jóla árið 1913 birtist eftirfarandi klausa í blaðinu Norður- landi á Akureyri: „Jóla-tónskáldið. Enginn efi leikur á um það að sá Ís- lendingur og sá maður sem flestum mönnum á þessu landi kemur í hug í kvöld er höfundur Hátíðasöngvanna – séra Bjarni Þorsteinsson á Siglu- firði. Og öllum mun koma hann í hug á einn veg: Með aðdáun. Menn geta ekki annað en undrast það og dáðst að því að prestur norður á einum nyrsta tanga Íslands skyldi verða til þess að yrkja slík tónljóð.“ Senni- lega er þetta álit Jóns Stefánssonar, ritstjóra blaðsins, síðar versl- unarstjóra. Í maí 1915 birtist í Nýju kirkju- blaði, sem Þórhallur Bjarnarson biskup gaf út, umsögn um Hátíða- söngvana: „Hefur söngur þessi unn- ið sér mikla og einróma hylli hvar- vetna þar sem hann hefur verið notaður, en það er nú orðið allvíða, enda er bókin því nær uppseld.“ Áhrifin hvorki mæld né vegin Á sjötugsafmæli Bjarna, í október 1931, sagði Sigfús Einarsson tón- skáld í afmælisgrein í Morg- unblaðinu: „Sennilega eru Hátíða- söngvarnir það verk séra Bjarna er hefur aflað honum mestra vinsælda. Þeir hafa nú verið sungnir á stórhá- tíðum í fjölmörg ár, hvarvetna þar sem efni stóðu til. Verða þau áhrif hvorki vegin né mæld sem þeir hafa haft til góðs á viðkvæmum stundum óteljandi kirkjugesta.“ Baldur Andrésson, guðfræðingur og tónlistargagnrýnandi, sagði í blaðinu Siglfirðingi 1935 um Hátíða- söngvana: „Eru þeir í huga kirkju- rækinna manna sá þáttur guðsþjón- ustunnar sem gerir hana með þeim helgiblæ er þeir óska. Hljómarnir í Hátíðasöngvunum eru fagrir og há- tíðlegir. Hallelúja á jólanótt er há- mark guðsþjónustunnar að því er tekur til söngsins.“ Svipaða skoðun setti hann fram í minningargrein um Bjarna árið 1938. Í bókinni Ómar frá tónskáldsævi sagði Baldur að í Há- tíðasöngvunum væri „lyfting og sér- kennilegur helgiblær, sem hefur sett svip á stórhátíðir kirkjunnar hjá okkur“. Í minningargreinum um Bjarna, sem lést sumarið 1938, var Hátíða- söngvanna víða getið og meðal ann- ars sagt að þeir lyfti huganum „í til- beiðslu og lofgjörð yfir ys hversdagslífsins“. Þegar áttatíu ár voru liðin frá fæðingu Bjarna, haustið 1941, sagði Sigurgeir Sigurðsson biskup í Les- bók Morgunblaðsins: „Kirkja Ís- lands á honum mikið að þakka fyrir tónana sem hann gaf henni. Hátíða- söngvar hans munu um ókomin ár snerta mjúklega hjörtu Íslendinga á helgum stundum og lyfta anda þeirra í hæðir.“ Hátíðasöngvarnir voru endur- útgefnir árið 1926, óbreyttir að mestu, og komu síðan út ljósprent- aðir árin 1949, 1965, 1979 og 1992. En hver er afstaða Íslendinga nú til þessa verks séra Bjarna? Í svo- nefndri kirkjutónlistarstefnu þjóð- kirkjunnar, sem birt er á vefsíðu þjóðkirkjunnar, segir: „Hátíða- söngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar eru í huga margra Íslendinga ómiss- andi þáttur helgihalds á hátíðum. Svo mun verða áfram.“ Ómissandi þáttur helgihalds Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar hafa verið fluttir í meira en eina öld Séra Bjarni Þorsteinsson Siglufjarðarkirkja Ný kirkja var vígð í ágúst 1932. Hátíðasöngvarnir Samdir af séra Bjarna og eru enn sungnir hver jól. Höfundur er ritstjóri og hefur tekið sam- an efni í Daga Íslands og fleiri bækur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.