Árdís - 01.01.1938, Side 7

Árdís - 01.01.1938, Side 7
 getur myndast. Jafnvel margar jurtir sem l'ullkomin blóm hafa ínynda ekki fræ eður ávexti utan þær fái blómaduft frá annari jurt af sömu tegund. Þessvegna hengja trén út blóm sín snemina áSur en laufin byrja að vaxa, í þeirri von að vorvindarnir, fiðrildi og flugur beri vor- kveðju sína, frjó-duftið, til fjarlægra vina. Vorvindarnir eru stopulir og dutlungafullir þjónar: mörg fiðrildi eru enn ekki vöknuð af vetr- arblundi sínum. Áreiðanlegustu sendiboðarnir eru býflugurnar. Hlómin senda út hunangsilm og laða þær til sin. Þær svífa sem nokkurskonar ástarguðir frá einu tré til annars og hvísla Ijúfum blíðuorðum að hverju blómi, er i þakklætisskyni lyftir þeim bikar sinn fyltan hinum sætasta svaladrykk. Um leið og þær teyga djúpt hina ljúffengu veig stráir blómið yfir þær frjóduftinu. Þar eð bý- flugan er öll þakin hárum, festist frjóduftið við hana og berst með henni til næstu jurtar sem er ætið af sömu tegund, því hún flögrar aldrei frá fífli til fjólu, heldur heimsækir aðeins eina tegund jurta i hverri ferð. Sumt al' frjóduftinu taka býflugurnar heim með sér og nota sem fæðu fyrir börn sin. Bera þær það í þar til gjörðum körfum á afturfótunum. Þegar trjáblómin þrjóta taka við fiflarnir, er vér fyrirlítum svo mjög. Býflugurnar fagna komu þeirra. Þeir þekja grundirnar er mest liggur á gnægtum hunangs og blómadufts, til að ala upp ungar býflugur svo að heimilið hafi nógan vinnukraft er aðal sumar-vinnan byrjar. f miðjum júní byrja býflugurnar fyrir alvöru að safna vetrar- l'orða sínum. Aðal hunangsuppsprettan i Manitoba er frá hinum ýinsu tegundum smára. Er ánægjulegt að sitja á smáravelli á heituin suinardegi og heyra býflugna-samsönginn, fagurlega stiltan, rólegan, látlausan, eitthvað svo einkennilega samgróinn náttúrunni og ná- tengdan umhverfinu. Og þó ekki svo einkennilegt: í þúshundruð ár hafa þær sungið smáranum ástaróð f'yrir hunang hans. Veröldin hefir breyzt, mannlífið hefir breyzt stórkostlega, en býl'lugurnar eru hinar sömu. Hunang það er þær búa til í dag er bið sama og Jakoh sendi Jósef til Egyptalands og Jóhannes skirari lifði á i eyðimörk- inni. Maðurinn hefir, aðeins með því að athuga nákvæmlega háttu þeirra, getað aukið gagnsemi þeirra; en þær eru honum ekki undir- gefnar, heldur haga sér eltir eigin geðþótta og maðurinn getur svo aðeins haft gagn af þeim, að hann hagi sér eftir þeirra geðþótta. Og svo þegar haustið kemur, kastar hann eign sinni á hina gullnu fjár- sjóðu þeirra. En eigi dugar að tarast um það; slíkt er lögmál lífsins. Þær hafa haft ánægjuna af baráttunni, lagt fram sina krafta lil að eyðileggja mátt vetrarins með því að safna vl og blómailm suinars- ins. Þeim “hefir orðið alt að hunangi.” Það verður ekki lengra komist. 5

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.