Árdís - 01.01.1938, Síða 25

Árdís - 01.01.1938, Síða 25
stutt; stjúpburnum, er áttu sinn hlut að máli, vinum er studdu í einni eða annari merkingu, og sem með sannið og skilningi hafa með henni séð draumsjónir er við augum blöstu, þótt að stundum væri dimt á hversdagsvegum lifsins.— Ásta málari á atburðarika og fágæta sögu, svo enga slika getur að líta í samtið vorri. Áræði hennar er fágætt, þar sem hún um aldamót — er konum voru allar leiðir lokaðar — þá ung mær á fermingaraldri gekk óruddar hrautir — að erfiðustu vinnu — til hjálpar móður og systkinum; en aldrei dó listaþráin, og þótl æfi- leiðin hafi oft verið torsótt, samfagna allir vinir hennar og manns hennar þeim yl'ir því að listahæfilegleikar hennar eru þektir og viður- kendir og má mikils af henni vænta. íslenzkar konur standa í stórri þakklætisskuld við Ástu málara, og dæmið er hún hel’ir systrum sínum í Vesturheimi eftir látið, er einstætt, svo að af því lýsir. Þrátt fyrir ærið stórt og hrevtilegt dagsverlc er fórnfærsla og þjónusta hefir einkent, þrátt fyrir stór- virki dagsins, á hún enn sín draumalönd og hugðarefni. Á henni sannast orð skáldsins Jakobs ,1. Smára: “Barnstraustið eitt og barnsins hjartalag beini þér veg um höfin, nótt og dag.” En listaþráin og listarkendin göfgvar sálina, lyftir huga og liefur liann til Guðs í tilbeiðslu og trú. Ásta málari dvelur á hinni fögru Ivyrrahafsströnd, þar sem að sólglituð sund, hávaxnir skógar, grænir akrar og hafið dimmhlátt mynda eftirminnilegt útsýni. Þó stefnir hugur hennar óskiftur heim til ættlandsins, heim til fegursta staðar sunnanlands, heim til Reykja- víkur, þar sem svo margar minningar eru við tengdar — og margir kærir ástvinir dvelja. Þannig eru oft örlög íslendinga er dvelja á erlendum slóðum. Þeir þrá stöðugt heim! Myndu ekki vestur-íslenzkar konur geta greilt henni för heim til ættlandsins er hún svo heitt þráir? 23

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.