Árdís - 01.01.1938, Qupperneq 27
•••>«•
--------------„---
og bændurnir hafa sama hagnað af samtökum sínum og iðnaðar-
mennirnir.
Framfarirnar í Danmörku í þjóðfélagslöggjöf og umbótum eru
mest og bezt iðnfélögunum að þakka.
Nýlega hei'ir verið stofnað verkamannaráð fyrir alt landið; eru
í því ráði fulltrúar allra iðnfélaganna og allra samvinnufélaganna.
Fimm fulltrúar þessa ráðs eru þingmenn úr jafnaðarmannaflokkn-
um, sem þar kallast “Social demokratar”; en verkamannahreyfingin
danska er öflugasti styrkur þess flokks, og hefir hann selið að völd-
um síðan 1929.
Kaupmannahöfn er stærsli bærinn í Danmörku, og er helmingur
allra iðnaðarmanna búsettur þar. Þekkjast þar engin fátækráþorp,
eins og tíðkast í stórborgum annara landa.
Alment á fólk við betri kjör að búa í Danmörku en i flestum
öðrum löndum; atvinnuleysi hefir stöðugt i'arið minkandi hröðum
skrefum á síðari árum. Alls voru atvinnuleysingjar 200,000 árið
1933, en ekki nema 60,000 árið 193ö, og hel’ir þeim stöðugt farið
fækkandi síðan.
Þessu hel'ir verið komið til leiðar með því að ráðast í hvert
nytsemdar fyrirtækið á fætur öðru af háll'u stjórnarinnar; fengu
menn vinnu við þau og voru þeim goldin fullkomin vinnulaun. í
Danmörku er bæði heilsuábyrgð og vinnuleysisábyrgð; i'ólk þarf því
engar áhyggjur að liafa l'yrir elli né atvinnuleysi. Sjálft leggur
fólkið ákveðið gjald lil allra ábyrgða meðan heilsa og atvinna leyl'a.
í lieilsuábyrgð er innifalin læknishjálp, sjúkrahúsvera með öllu, sem
þar er nauðsynlegt, meðul, uppskurðir o. s. frv. Allir verða að
leggja til atvinnuleysisábyrgðar; ríkið greiðir sem svarar 75% af
þeirri upphæð, sem fólkið borgar. Allir danskir borgarar njóta
þessara hlunninda; sömuleiðis eru þeir allir verndaðir með verka-
mála löggjöf í öllum greinum: lögin segja i'yrir um lengd og til-
högun vinnutíma og vinnulaun. Eítir þvi, sem Helen Marsh segir
frá, eru samt í Danmörku fjórir flokkar, sem ekki njóta borgara-
réttar; það eru vændiskonur, flakkarar, drykkjumenn og foreldrar,
sein vanrælcja uppeldi barna sinna.
Skaltar eru lagðir á fólk með hinni mestu nákvæmni þannig að
þeir borgi mest, sem um það eru færastir. óbeinir skattar eru lang-
hæstir, það er að segja skattar á munaðarvöru, svo sem: álengi,
tóbaki, skemtunum, bifreiðum og gasolíu. Það er eftirtektarvert
að helmingurinn af öllum opinberum útgjöldum er kostnaður við
menlun og þjóðheillamál.
Nú skal vikið aftur að ]>vi, hvernig á þessum heillahögum
stendur. Hvað veldur því, að dönsku þjóðinni hefir heppnast að
skapa sér slíka hamingju og bæta þannig kjör sín með innbyrðis
l'riði og samvinnu? Hvernig stendur á því að Dönum líður svona
25