Árdís - 01.01.1938, Side 9

Árdís - 01.01.1938, Side 9
 Fjóruni árum síðar kemur til Kaupmannahafnar hópur íslend- inga, sem Tyrkir höfðu rænt níu árum áður. Höfðu loks verið keyptir úr ánauð. í Kaupmannahöfn dvöldu þeir vetrarlangt, þar sem lerðir til íslands urðu ekki fyr en næsta vor. Þav sem margt af þessu fólki hafði skift um trú, virtist ráðlegt að láta kenna því kristindóm. Samkvæmt meðmælum háskólaráðsins var Hall- grímur til þess ráðinn. f þessum hóp er kona ein, Guðríður Símonardóttir. Feldi Hall- grimur ástarhug til hennar. Vorið eftir (1(537) þegar hið hertekna fólk fer heim til fslands yfirgefur Hallgrímur uám og fer með Guð- ríði heim til ættlands þeirra. Nú vil eg ekki dvelja nákvæmlega við atburði hinna næstu ára. Saga þeirra er saga sorga, misskilnings, dóma og fátæktar. Eftir að Hallgrímur hafði gifst Guðriði búa þau um nokkur ár við mikla fátækt, einmana og vinafá á Suðurnesjum. Árið 1(>44 er hann loks vígður til prests lil Hvalsness. Starfaði hann þar í 7 ár; átti þar við mótstöðu og ýmsa erfiðleika að striða. Árið 1651 fékk hann Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þjónaði hann þar sem prestur þar til 1669, að hann lét af prestsskap sökum sjúkleika. Naut hann þar mikilla vinsælda. Hann andaðist árið 1674 úr likþrá. í stuttu ináli eru hér dregnir fram nokkrir aðaldrættir úr æfi- sögu þessa mikla manns, þó margt sé eftir skilið er varpað gæti ljósi á hin erfiðu æfikjör hans og á hina óvægu dóma er hann og kona hans hlutu af ýmsum samtiðarmönnum þeirra. Áður en eg fer lengra, langar mig að minnast á Guðríði konu hans með nokkruin orðum. Vmsar munnmælasögur eru til um Guðríði Símonardóttur, í flestum þeirra er mikill lítilsvirðingarhreimur. Ol'tast mun lnin hafa verið nelnd “Tyrkja-Gudda” og óhætt er að fullvrða að heill heimur af fordómum og lítilsvirðingu komi í Ijós i flestu af því, sem um hana hefir vcrið talað. Víðar en hjá íslendingum á það sér stað að konum þeirra manna, sem eru i hávegum hafðir sé hallmælt. Þær eru liklega huldar í skugganum, til að auka birtuna í kringum þá. Þykist eg þess því fullviss, að Guðriður eigi ekki skilið nema sumt af því misjafna, sem um hana hefir verið sagt. Einhver hefir hent á að ekki sé líklegt að liún, þroskuð kona, cg hinn örlyndi skólapiltur, hal'i átt mikið sameiginlegt. Einmana eru þau bæði er þau kynnast; hann er henni boðberi landsins, sem hún þráði i útlegðinni, og flytur henni á ný kenningar þeirrar kirkju seni hún hafði unnað. Hún, fögur, örlynd og tilkomumikil hrifur að eðlilegleikum hina einmana sál hans. Erfiðleikarnir, fátiektin og dómarnir, sem tóku á móti þeim á íslandi, hefir eðlilega hert og kælt þessa skapstóru konu. Til dæmis orð Brynjólfs biskups er fundum hans og Hallgríms bar saman æði löngu eftir að þau komu til íslands, er hann kvað “það vera dýra ást, sem breytti liáskóla- kandídat i hestasvein,” og margt fleira, er til mætti greina. 7

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.