Árdís - 01.01.1938, Side 34

Árdís - 01.01.1938, Side 34
••!>«—*--------------**------------------------*"--------*------ ingju allra þjóða fyrir augum. Látum oss draga úr hinni miskunn- arlausu samkepni og eigingirni, sem æi'inlega leiðir af sér beizkju og afbrýðissemi, en látum oss hvetja lil samvinnu, því benni fvlgir vinsemd og góðvild.. Látum oss hjálpa öðrum til þess að hjálpa sjálfum sér og finna sjálfa sig. ATHS.—Rit, sem til hliðsjónar hafa verið höfð: 1. Greinar eftir Helen Marsh. 2. Greinar og fyrirlestrar eftir Peter Mannicke. 3. The Year Book of Education (London). 4. The Danish Foreign Office Journal. Vilborcj Eyjólfsson MINSTA KIRKJA í HEIMI stendur í Guernsey á Channeleyjum. Hún hefir verið í smíðum í 40 ár og aðeins einn munkur unnið að byggingunni. Nú er kirkjan fullger að kalla, og munkurinn orðinn sjötugur. Vesturheimsmaður bauð nær 30,000 kr. fyrir kirkjuna, og ætlaði að flytja hana vestur um haf í heilu lagi. En hoði hans var hafnað. Veggir kirkjunnar og loft eru prýdd myndum úr skeljum og smá postulínsbrotum. En postulínsbrotin fékk munkurinn frá bæjar- búum. Sumir, sem sóttu kirkjuna heim, gáfu hcnni litil líkneski. Kirkjan rúmar aðeins sex menn. Altarið er fagurt og yfir því mynd af Mariu mey, hvorttveggja úr hrotnu postulíni. Undir er kröptur og annað altari þar. Munkurinn hefir einnig gcrt fagran helli niðri við kirkjuna; þangað fer fólk daglega til bænahalds.— (Kirkjuritið). Stórmerkileg eru ummæli hins hrezka spekings, Bertrand Russells. Hann segir meðal annars: “Ef hagnýtt væri þekking mannanna og beitt reyndum aðferðum, gætum vér á einum manus- aldri framleitt mannkyn næstum laust við sjúkdóma, illvilja og heimsku. Á einum mannsaldri gætum vér innleitt þúsundára-ríkið. ef vér vildum. En ekkerl af þessu er unt, án kærleika! Þekkingin er fyrir hendi, en kærleiksskortur veldur því, að ekki er unt að beita henni.” 32

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.