Árdís - 01.01.1954, Blaðsíða 28

Árdís - 01.01.1954, Blaðsíða 28
26 ÁRDÍS Ég held áfram að lesa, þá er komið fram á árið 1911 og félagið telur 26 meðlimi, sem enn starfa af krafti. Margrét Benediktsson kom oftar en einu sinni og flutti erindi á samkomum, sem félagið stóð fyrir. Á einum fundi er einn prestur kirkjufélagsins gest- komandi; álítur hann að verkahringur konunnar sé svo stór að varla þurfi við að bæta; en eftir nákvæma athugun segist hann álíta, að kröfur konunnar um jafnrétti séu réttmætar, því eitt af hennar störfum sé að hjálpa bágstöddum. Þá talaði Sigríður Helgason og þakkaði ræðumanni fyrir, en gat þess að það væri ástandið í heiminum, sem hefði drifið konur út á stríðsvöll að heimta atkvæðisrétt. Með atkvæðisrétti gætu þær máske bætt úr þjáningum þeirra, sem bágt ættu. Sagði hún, að mörg móðir bæði til Guðs nótt og dag fyrir börnum sínum, að þau viltust ekki á glæpastig, en altaf héldi móðirin áfram að biðja, en á meðan héldu karlmennirnir áfram að selja vín og eyðileggja þannig velferð barna sinna, eiginkvenna og sjálfra sín. Þetta væri gert samkvæmt lögum, sem þeir einir bjuggu til. Þakkaði prestur þessa útskýringu og taldi þennan fund hafa farið svo vel fram, að kallast mætti fyrirmynd. Nokkru seinna eru konur hvattar til að biðja bændur sína að skrifa sig fyrir þriðjung eigna sinna og gera það á löglegan hátt. Á fundi í maí 1912 er samþykt að biðja forseta kirkjufélagsins að leyfa umræður um kvenfrelsi á kirkjuþingi, sem halda átti í Argyle í júní, en því var neitað. Vil ég í því sambandi minnast þess að í júní 1909 sat kona í fyrsta sinn sem erindreki á kirkju- þingi í Winnipeg; var sú kona móðir mín, Sigríður Helgason frá Argyle. Félagið hefir aftur samkomu 15. okt. 1913; aðalatriðið á skemti- skránni er ferðasaga til íslands, flutt af Sigríði Swanson frá Winni- peg; einnig flutti Jónas Þorbergsson kvæði, sem hann hafði ort; og Alla Johnson las upp sögu. Nú á Jónas heima í Reykjavík, en Alla býr- á Hvoli í Aðalvík í Suður-Þingeyjarsýslu. I apríl 1914 er minst á hinn nýja ritstjóra Lögbergs og hans ágætu greinar um kvenfrelsi, var það Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Hann var einlægur stuðningsmaður þess frá því fyrsta og lét ýmislegt frá sér heyra því viðvíkjandi. Hann var staddur á sam- komu félagsins 14. okt 1914 og flytur þar erindi. — Sagt er frá leikriti, er Nellie McClung samdi „Women’s Parliament11, er sýnt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.