Árdís - 01.01.1954, Blaðsíða 83
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
81
barnsaldri vestur um haf; hún aflaði sér víðtækrar söngmentunar
og var um langt skeið einsöngvari í Fyrstu lútersku kirkju; hún
var söngkona af guðs náð; að sjálfsögðu þótti okkur samferða-
mönnum hennar vænt um hana sem söngkonu, en vænna þótti
okkur þó um hana sjálfa, vegna hennar sjálfrar.
Frú Sigríður lézt á St. Pauls sjúkrahúsinu í Saskatoon á mánu-
daginn þann 10. maí síðastliðinn, en útför hennar var gerð frá
fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg fimtudaginn næstan á eftir undir
forustu Dr. Valdimars J. Eylands; var þar mannfjöldi mikill saman
kominn og athöfnin hin virðulegasta um alt.
Auk manns síns, Steingríms prófessors, sem búsettur er í
Wynyrad í Saskatchewanfylki, lætur frú Sigríður eftir sig tvær
dætur, Sylvíu og Evelyn í Washington, D.C., og einn bróðir, Jón
Hördal að Lundar.
Hvar, sem frú Sigríður fór, stafaði frá henni ljósi og yl.
E. P. J.
Þegar hún Sigríður söng
I ómfræði ekkert ég skil
— það aldrei ég hyl eða dyl. —
Ég hlusta með ótömdu eyra.
En eitthvað þó fanst mér ég heyra
þegar hún Sigríður söng.
Já, eitthvað, sem huga minn hreif
og hátt yfir dagþrasið sveif
og hungraða sálina saddi
og samtímis hresti og gladdi
þegar hún Sigríður söng.
Þá klökknuðu konur og menn;
þær kvöldstundir munum við enn:
Það var eins og lífsstraumur liði
um loftið með himneskum friði
þegar hún Sigríður söng.
Sig. Júl. Jóhannesson