Árdís - 01.01.1954, Blaðsíða 37

Árdís - 01.01.1954, Blaðsíða 37
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 35 brjóstum manna hugsunin um frelsið tapaða, og minningin um „Gullöld“ hins frjálsa tímabils. „Frelsi hertók hugi unga, hörmum sínum gleymir enginn“. Kom þá vakningatímabil í sögu þjóðarinnar, og ennþá eru það ljóðin og sögurnar, sem vekja þjóðina og gefa henni nýja krafta, nýja sál; og er hinn göfugi stjórnmálaleiðtogi, Jón Sigurðs- son, kemur fram á sjónarsviðið, er þjóðin farin að trúa á „mátt sinn og megin“ og að sjá möguleika á að fá aftur frelsi sitt. Fyrsta desember 1918 er ísland lýst fullvalda konungsríki, í konungssambandi einu við Danmörku. Frá þeim degi fer nú efna- hagur þjóðarinnar að smábatna og stórbreytingar að eiga sér stað. 17. júní 1944 er takmarkinu loksins náð, og á Alþingi á Þingvöllum við öxará fór formlega fram gildistaka lýðveldisstjórnarskrárinnar, og kaus þingið Svein Björnsson sem fyrsta forseta lýðveldisins. Það eru liðin 10 ár frá þeim mikla degi og hefir það verið mikið framfaraskeið í sögu þjóðarinnar. Þeir sem þektu aðeins landið, sem Matthías Jochumsson bað fyrir, er hann kvað: „Yertu oss fáum, fátækum smáum, líkn í lífsstríði alda“, geta varla gjört sér í hugarlund þær breytingar, sem átt hafa sér stað síðan þjóðin fékk frelsi sitt aftur. Nú eru íslend- ingar ekki lengur „fátækir, smáir“. Nú eru komnar hallir í stað hreysa. Fólk er ekki lengur einangrað; það ferðast ekki aðeins um landið þvert og endilangt á fáeinum klukkustundum, heldur til annara heimsálfa. Nú er hungur og kuldi aðeins orð í orðabók, en ekki raunveruleiki. Jafnvel hafís og eldgos með allri sinni eyði- leggingu geta ekki stemmt stigu fyrir framförum þjóðarinnar. í dag sitja synir íslands á þingum stórþjóða og eiga sinn þátt í sköpun örlaganna, sem okkar bíða á þessum breytilegu tímum. Þessar hröðu framfarir og hin mikla breyting á efnahag fjöld- ans, einnig afstaða landsins við umheiminn, setja marga erfiðleika á herðar leiðtogum þjóðarinnar. „Vandi fylgir vegsemd hverri“. Þarf nú þjóðin að standa sem einn maður og greiða úr sínum mörgu vandamálum, og getur baráttan orðið hörð. Með harmsögu landsins að baki og „Gullardar“-merkið fyrir augum efumst við ekki um útkomuna, því:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.