Árdís - 01.01.1954, Blaðsíða 29

Árdís - 01.01.1954, Blaðsíða 29
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 27 var í Walker leikhúsinu í Winnipeg og þótti góð skemtun. Var það háð upp á þáverandi stjórn er Premier Roblin var leiðtogi fyrir. Var talað um að aefa og leika þetta leikrit í Argyle, en hvort af því varð veit ég ekki. Árið 1915 verða stjórnarskipti í Manitoba og Liberals komast að völdum undir leiðsögn I. C. Morris og Thos. H. Johnson. Á fundi 5. maí er skýrt frá því, að nú sé sigur fenginn, því þá hafði konum verið veittur atkvæðisréttur í Manitoba, og lýsir forseti gleði sinni og þakklæti yfir því. Samþykti fundurinn að kaupa bók og senda ásamt peningagjöf til Margrétar Benediktsson og þakka henni fyrir vel unnið starf. — Á þessum fundi var samþykt að félagið breyti nafni sínu og stefnu og gjörist grein af Hvítabandinu (The Women’s Christian Temperance Union). Þá legg ég þessa gömlu bók frá mér með öllum sínum endur- minningum. En til hvers er að rifja upp alt þetta, sem gjörðist fyrir nærri hálfri öld? Það er máske bara vottur þess að ég er að verða gömul. En á meðan ég var að lesa bókina, varð ég aftur ung; lífið brosti við mér og ég gleymdi stund og stað. Hún minti líka á ástvini, sem við störfuðum með og nú eru löngu horfnir. “That I have loved long since and lost awhile.” — En er það ekki gott að nema staðar um stund í hraða og flýtir nútímans og hugsa um þessar fátæku bændakonur, með stór heimili, barnahóp og ótal annir, sem voru þó svo ríkar af göfugum hugsjónum að þær höfðu tíma til að leggja fram krafta sína þessu máli til stuðnings. Jú, þær dreymdi um betri hús, rafurmagnsljós og vatnsleiðslu og margar þeirra lifðu til að sjá þá drauma rætast. En hvort sem það er atkvæðisrétti kvenna að þakka eða ekki, þá eru nú víða komin ágæt sjúkrahús í smábæi og þorp í Manitoba; einnig sjúkrastyrkur, ellistyrkur og margt fleira, sem bætir kjör manna og kvenna, en þrátt fyrir það alt vofir yfir stríðshætta og þau voðalegu vopn, sem því fylgja, og alt stafar þetta af valdafýkn og fégirnd fárra manna. En svo er mikið hægt að gjöra, ef viljinn er sterkur og samvinna góð. Við erum hér samankomnar á þingi lúterskra kvenna. Guð gefi okkur háar hugsjónir og göfugar. Hann gefi okkur krafta til að ávaxta það pund, sem hann hefur trúað okkur fyrir. — Svo ætla ég rétt að skreppa vestur á strönd í huga mínum, þar sem öldruð kona situr í mjúkum stól í herbergi sínu á Stafholti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.