Árdís - 01.01.1954, Page 29
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
27
var í Walker leikhúsinu í Winnipeg og þótti góð skemtun. Var
það háð upp á þáverandi stjórn er Premier Roblin var leiðtogi
fyrir. Var talað um að aefa og leika þetta leikrit í Argyle, en hvort
af því varð veit ég ekki.
Árið 1915 verða stjórnarskipti í Manitoba og Liberals komast
að völdum undir leiðsögn I. C. Morris og Thos. H. Johnson. Á fundi
5. maí er skýrt frá því, að nú sé sigur fenginn, því þá hafði konum
verið veittur atkvæðisréttur í Manitoba, og lýsir forseti gleði sinni
og þakklæti yfir því. Samþykti fundurinn að kaupa bók og senda
ásamt peningagjöf til Margrétar Benediktsson og þakka henni
fyrir vel unnið starf. — Á þessum fundi var samþykt að félagið
breyti nafni sínu og stefnu og gjörist grein af Hvítabandinu (The
Women’s Christian Temperance Union).
Þá legg ég þessa gömlu bók frá mér með öllum sínum endur-
minningum. En til hvers er að rifja upp alt þetta, sem gjörðist
fyrir nærri hálfri öld? Það er máske bara vottur þess að ég er að
verða gömul. En á meðan ég var að lesa bókina, varð ég aftur ung;
lífið brosti við mér og ég gleymdi stund og stað. Hún minti líka á
ástvini, sem við störfuðum með og nú eru löngu horfnir. “That I
have loved long since and lost awhile.” — En er það ekki gott að
nema staðar um stund í hraða og flýtir nútímans og hugsa um
þessar fátæku bændakonur, með stór heimili, barnahóp og ótal
annir, sem voru þó svo ríkar af göfugum hugsjónum að þær höfðu
tíma til að leggja fram krafta sína þessu máli til stuðnings. Jú,
þær dreymdi um betri hús, rafurmagnsljós og vatnsleiðslu og
margar þeirra lifðu til að sjá þá drauma rætast.
En hvort sem það er atkvæðisrétti kvenna að þakka eða ekki,
þá eru nú víða komin ágæt sjúkrahús í smábæi og þorp í Manitoba;
einnig sjúkrastyrkur, ellistyrkur og margt fleira, sem bætir kjör
manna og kvenna, en þrátt fyrir það alt vofir yfir stríðshætta og
þau voðalegu vopn, sem því fylgja, og alt stafar þetta af valdafýkn
og fégirnd fárra manna. En svo er mikið hægt að gjöra, ef viljinn
er sterkur og samvinna góð.
Við erum hér samankomnar á þingi lúterskra kvenna. Guð
gefi okkur háar hugsjónir og göfugar. Hann gefi okkur krafta til að
ávaxta það pund, sem hann hefur trúað okkur fyrir. —
Svo ætla ég rétt að skreppa vestur á strönd í huga mínum,
þar sem öldruð kona situr í mjúkum stól í herbergi sínu á Stafholti,