Árdís - 01.01.1954, Blaðsíða 82
80
ÁRDÍS
„Melba" Vestur-íslendinga
Frú Sigríður Hall
Fœdd 10. júní 1879 — Dáin 10. maí 1954
Ég varð eitt sinn þeirrar ógleym-
anlegu ánægju aðnjótandi, að
hlusta á áströlsku söngkonuna
„Melbu“, er heillaði mig með radd-
mýkt sinni og næmri tóntúlkun;
frú Sigríður Hall, sem gædd var
óvenju fagurri rödd, minti mig
jafnan á Melbu.
Þessi fáu orð um frú Sigríði,
sem hér verða sögð, eiga í raun-
inni ekkert skylt við venjulega
æfiminningu; hér verða engir
ættarþættir raktir, því svo er rúm
takmarkað sem frekast má verða,
heldur einungis brugðið upp ofur-
lítilli minningamynd af hjartfólg-
inni samferðakonu, er orpið hafði
um langt skeið mildum bjarma á
veg samferðasveitar sinnar og
aukið á tónment hennar og mannsbrag.
Aldrei fann ég til þess, að ég væri gestur á heimili þeirra frú
Sigríðar og manns hennar, Steingríms tónskálds Hall. Ég var þar
heimagangur hvernig, sem ástatt var, eins og sjálfsagður læri-
sveinn, eða hvað maður ætti að kalla það í hljómlistarskóla þessara
ágætu hjóna; þau gáfu það oft í skyn, að þau ættu eitt og annað
að þakka mér, sem þeim þætti nokkurs um vert; þó duldist mér
aldrei, að ég ætti þeim margfalt meira og fleira að þakka; frú
Sigríður var háttprúð kona og svo grandvör í orði, að aldrei heyrði
ég hana mæla stygðaryrði í garð nokkurrar manneskju, hvorki
lifandi né látinnar; trú hennar svipmerktist af ávöxtunum.
Frú Sigríður var ættuð úr Hörðudal í Dalasýslu, en fluttist á