Árdís - 01.01.1964, Blaðsíða 63
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
61
íslenzkt lýðveldi tuttugu óra
HRUND SKULASON
1 dag eru liðin 20 ár síðan Island endurheimtaði lýðveldi sitt.
Allir íslendingar, hvar sem þeir búa fagna yfir sigri þjóðar sinnar.
Ekki sízt Vestur-íslendingar, sem ætíð hafa borið hag hennar
fyrir brjósti, og fylgst með baráttu hennar í blíðu og stríðu. Á
þessum miklu tíma mótum vill „Árdís“ rétta hönd yfir hafið og
óska íslandi og íslenzku þjóðinni allrar blessunar í framtíðinni.
í dag lítum við fljótt yfir söguna, sem flestum Islendingum
er kunn, og hugsum um stund um liðna farsæld og liðnar hörm-
ungar, sem hefur verið hlutskifti þjóðar vorrar um aldirnar. Það
er ekki holt að dvelja lengi við það sem liðið er og ekki er hægt
að breyta, og nú horfir þjóðin aðeins fram á við. Á þúsund ára
hátíð íslands, yrkir þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
til þjóðar sinnar:
„I þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga.
Mót þrautum sínum gekk hún, djörf og sterk.
1 hennar kirkju helgar stjörnur loga,
og hennar líf er eilíft kraftaverk.“
Á okkar kaldhæðnis öld er orðið „kraftaverk“ ekki í hávegum
haft, en gengur ekki kraftaverki næst öll sú framför og velmegun,
sem nú á sér stað í landinu. Framför og velmegun, sem sýnir hvers
virði það er fyrir allar þjóðir að vera frjálsar að efla hag sinn, og
íslenzka þjóðin er að sýna að hún sé því starfi vaxin. Er þetta til-
viljun ein, eða hverjum ber að þakka? í dag langar mig til að krýna
lárviðarsveig alla þá andans menn, sem stuðlað hafa að því að
ísland er að minnast endurheimtað sjálfstæðis.
„Þú mikli, eilífi andi,
sem í öllu og allstaðar býrð,
þinn er mátturinn, þitt er valdið,
þín er öll heimsins dýrð.“