Árdís - 01.01.1964, Blaðsíða 66
64
ÁRDÍ S
„Þú varst athvarf mitt á æsku árum
eins þá gleði og sorg að höndum bar.“
Ekki var líf hennar alveg laust við mótlæti. Þegar mamma
mín var sjö ára, dó faðir hennar og amma mín stóð uppi allslaus
og ráðalaus með sjö lítil börn. Þá þekktist hvorki ekkjustyrkur né
„family allowance." Börnin voru tekin til fósturs sitt í hvora áttina
og hún fór í vinnumensku með yngsta barnið. Eftir nokkur ár
drukknaði eini sonur hennar ofan um ís og þar með hvarf öll von
um að fjölskyldan næði til að búa saman.
Einhverntíma las ég í bók, sem misnefnd er „íslenzk Fyndni,“
að prestur átti að hafa sagt í ræðu: „Já, þeir eiga bágt sem engan
eiga að nema Guð:“ Mér fannst svíða undir þessum orðum, því ég
vissi að það var einmitt trúin á Guð og hans varðveizlu, sem hef-
ur, fyrr og síðar, bjargað svo mörgum frá örvínglun. Ég læt hér
fylgja tvö kvæði úr þessari syrpu eftir Guðbjörgu Björnsdóttir:
Bæn
„Þrautirnar þjá,
það veistu Drottinn að mér liggur á
lífsins í margföldu mæðum
miskunn af hæðum.
Gleðin burt flýr,
Guð minn einn veit hvað í hjartanu býr.
Sorg þegar líð ég í leinum
hann léttir af meinum.
Þú ert mín hlíf,
þú, eini Drottinn mitt viðhald og líf
meðan að hrekkst ég í heimi
harmanna geimi.
Lifnar mín lund,
lít ég í anda þann sælunar fund
sem útvaldir una við líðir
um eilífar tíðir.