Árdís - 01.01.1966, Blaðsíða 67

Árdís - 01.01.1966, Blaðsíða 67
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 65 1.0. G.T. INGIBJÖRG S. GOODRIDGE Saga íslenzka þjóðarbrotsins vestan hafs, frá frumbýlingsárun- um fram að miðri tuttugustu öld, væri ekki fullsögð, ef starfsemi þess í þágu bindindismálefnisins væri ekki minnzt. Blómaöld þessa félagsskapar mætti telja árin um og rétt fyrir aldamótin og nokkur ár þar á eftir. Þá tilheyrðu langflestir íslendingar Good-Templara- reglunni lengri eða skemmri tíma. Athugunarvert er það, að þótt íslendingar væru alls ekki sam- taka hvað trúmál snerti, þá var allur skoðanamunur settur til síðu, er gengið var inn í stúkurnar. Þessi einingarstefna einkenndi þenn- an félagsskap alla hans starfstíð, og margir voru þeir áhugamenn og konur, sem unnu af elju og mætti reglunni til stuðnings. Hvernig stóð á því, að þessi stefna festi svo djúpar rætur meðal svo margra íslendinga? Var það samfélagsþrá, sem olli því? Eða var það einhver önnur ástæða, sem stóð þar að baki? Þetta litla þjóðarbrot var að eðlisfari mjög félagslynt, og hér, í nærri óþekktu landi, svo fjarri ættlandinu, var það brýn nauðsyn að taka saman höndum og stofna sinn eigin félagsskap. Vegna fámennis og féskorts varð að leita til þess, sem uppflytti kröfur samtíðarinnar. Tíminn reyndist ofur langur þeim, sem voru ný- komnir. Heimþrá og leiðindi, jafnvel efasemdir læddust stundum inn í meðvitundina, og þá leituðu flestir til samfunda við aðra íslendinga. En, því miður, leituðu sumir til annarra kunningja á öðrum slóðum. Þeir, sem urðu fyrir vonbrigðum í atvinnuleit eða áttu erfitt og ef til vill voru ekki mjög sterkir fyrir, voru stundum leiddir afvega. Það var ævinlega einhver við hendina til að bjóða samferðamanni inn með sér til að neyta áfengis. Þar var glatt á hjalla, hlýtt og bjart inni fyrir, menn kátir og vingjarnlegir, og þar mátti gleyma áhyggjum og fátækt stundarkorn. Þar fannst gervikjarkur, sem uppörfaði mann. Oftar og oftar lá leiðin þangað, en ekki í atvinnuleit....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.