Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 4
4|Morgunblaðið
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Það er svo mikilvægt, sér-staklega nú á tímum, aðframhaldsskóla- og há-skólanemar taki þátt í
svona verkefni en með því eru þau að
gefa til samfélagsins og læra að bera
ábyrgð,“ segir Elín Þorgeirsdóttir,
verkefnastjóri mentorverkefnisins
Vinátta. „Fyrir mörg börn er þátt-
taka í verkefninu líflína og ljósi
punkturinn í vikunni. Flestir hafa
kynnst einhverjum á lífsleiðinni sem
hefur komið inn í líf manns á
ákveðnum tíma, skilið eitthvað gott
eftir sig en fer svo og kveður. Það er
því alltaf hægt að horfa til baka til
þessa tíma, til þessa einstaklings sem
gaf þér margar góðar stundir. Nem-
arnir eru slíkar fyrirmyndir í lífi
barnanna og allt eru þetta heil-
steyptir einstaklingar sem eru mikið
í íþróttum og jafnvel félagsmálum.
Það er því aðallega verið að gefa
börnunum góðar stundir, góðar upp-
lifanir og jákvæðar og heilbrigðar
fyrirmyndir í lífi þeirra.“
Mikil forréttindi
Verkefnið Vinátta tengir saman
þrjú skólastig, háskóla-, framhalds-
skóla og grunnskóla. Nemi úr há-
skóla eða framhaldsskóla tekur að
sér grunnskólabarn í eitt skólaár og
er góð fyrirmynd í lífi barnanna. Elín
segir að báðir aðilar læri heilmikið á
þessu verkefni en verkefnið er rekið
af Velferðarsjóði barna á Íslandi og
upphafsmaður þess var Valgerður
Ólafsdóttir. „Vináttuparið hittist
einu sinni í viku út skólaárið, þrjá
tíma í senn og það er svo gaman að
sjá hvað börnin eru stolt af þessum
stóru vinum sínum. Þetta verða svo
mikil forréttindi, bæði fyrir nemann
og barnið. Neminn er þó hvorki
kennari né sálfræðingur heldur bara
hann sjálfur og gefur það sem hann
hefur að gefa. Saman skapa þau svo
samverustundir en það er á þeirra
valdi hvað þau gera. Neminn er þó
alltaf fullorðni, þroskaði aðilinn í
sambandinu og hann á að vita sín
mörk,“ segir Elín og bætir við að ýtt
sé undir að samverustundin sé ódýr.
„Það er skemmtilegra að hafa þetta
hóflegt og vera frumlegur. Það er
ýmislegt sem vinirnir gera saman,
fara á kaffihús, föndra, fara í sund og
margt fleira. Að miklu leyti eru nem-
arnir líka að gera eitthvað sem börn-
in stinga upp á. Þarna er reynslu-
heimur þessa tveggja aðila að
skarast og þau eru að læra hvort af
öðru og kynnast heimi hvort annars.“
Ósköp venjuleg börn
Elín segir að því miður séu fleiri
grunnskólabörn sem sæki um verk-
efnið en nemar til að sinna þeim. „Við
bjóðum ákveðnum árgöngum í
ákveðnum skólum að taka þátt og þá
er öllum boðin þátttaka. Allir sem
taka þátt í verkefninu gera það af
fúsum og frjálsum vilja, það er eng-
inn látinn í verkefnið. Þegar við fáum
fleiri umsóknir en við ráðum við þá
höfum við samband við tengilið okk-
ar í grunnskólanum og í samráði við
hann forgangsröðum við börnin sem
við teljum líklegust til að njóta góðs
af því að taka þátt. Það eru oft börn
sem hafa lent í einelti, börn af erlend-
um uppruna, börn sem eru fé-
lagslega illa stödd en allt er þetta
ósköp venjuleg börn. Einfaldlega eru
þetta bara börn á Íslandi, af íslensk-
um eða erlendum uppruna,“ segir
Elín og bætir við að verkefnið bjóðist
börnum frá 7-12 ára aldri. „Þau börn
sem eru í miklu félagslegu starfi og
mjög upptekin fá ekki eins mikið út
úr þessu og þau nýta verkefnið ekki
eins vel og þau sem eru í litlu fé-
lagslegu starfi. Fyrir þau sem eru í
miklu félagsstarfi verður þetta enn
eitt verkefnið en fyrir börn sem eru í
litlu félagsstarfi er þetta kannski það
eina sem þau geta hlakkað til alla
vikuna.“
Verkefnið virkar
Um þessar mundir er áttunda
starfsár Vináttu að hefjast og Elín
segir verkefnið hafa tekist mjög vel.
„Þetta hefur skilað óskaplega miklu
til barnanna og til nemanna líka.
Þetta eru stórglæsilegar krakkar og
yndisleg börn sem við fáum í verk-
efnið. Verkefnið er líka svo frábært
af því að það virkar. Auðvitað getur
það komið fyrir að sambönd gangi
ekki en við erum með mikið ut-
anumhald um verkefnið, nemana og
börnin. Við fylgjumst grannt með og
erum með einstaklingsviðtöl og
hópaviðtöl. Nemarnir eru allir með
tengilið sem þeir tala við ef eitthvað
kemur upp á og við leysum það um
leið. Í 99 prósentum tilvika er hægt
að leysa vandann. Í meginatriðum
gengur verkefnið frábærlega og
þetta er líflína fyrir mörg börn.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elín Þorgeirsdóttir: „Vináttuparið hittist einu sinni í viku, þrjá tíma í senn og það er svo gaman að sjá hvað börnin
eru stolt af þessum stóru vinum sínum. Þetta verða svo mikil forréttindi, bæði fyrir nemann og barnið.“
Vinir Hrund Erlingsdóttir og John Smith Labandero eyða tíma saman vikulega.
Líflína fyrir mörg börn
Það er mikilvægt að
börn eigi sér góðar fyr-
irmyndir en tugir reyk-
vískra barna eiga sér
framhalds- eða há-
skólanema sem vin í
verkefninu Vinátta.
Þessi jákvæðu tengsl
eru sumum börnum líf-
lína. Þau hlakka til alla
vikuna.
Það er augsýnilega kærleikur á milli John Smith
Labandero, átta ára, og Hrundar Erlingsdóttur,
nítján ára, þegar þau setjast niður til að ræða við
blaðamann. Hrund nemur í Kvennaskólanum í
Reykjavík en þar tekur hún þátt í verkefninu
sem val og fær þrjár einingar fyrir. Hrund segir
verkefnið hafa verið svipað og hún bjóst við.
„Það kom mér eiginlega helst á óvart hvað þetta
var gefandi. Í byrjun hélt ég að þetta væri bara
fyrir mig, að hitta John og gera eitthvað saman
en maður fær svo rosalega mikið til baka. Til
dæmis þakklætið frá foreldrunum sem er rosa-
legt og það jafnast alveg á við einingafjöldann
hvað maður fær rosalega mikið til baka. Svo er
þetta góð afsökun fyrir mig að fara á teikni-
myndir og þrívíddarmyndir í bíó. Maður fær að
vera lítill aftur, fara út í snjókastskeppni og
gleyma sér svolítið.“
Hrund og John eru nú ekki sammála hver vann
í snjókastskeppninni. Hrund bendir á John en
John segir að þau hafi nú bara bæði unnið. „Hann
kastaði mikið lengra en ég,“ segir Hrund en John
segir það bara vera vegna þess að hann æfir fót-
bolta. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og ég
hlakka til þegar Hrund kemur. Ég ætla að halda
áfram að hitta Hrund.“ Aðspurður hvort hann
hafi fengið kartöflu í skóinn um jólin segist John
aldrei fá kartöflu í skóinn þar sem hann sé ekki
óþekkur. Hrund tekur undir það. „John er voða-
lega ljúfur og algjört draumabarn.“
Alltaf skemmtilegt
Það er ýmislegt sem Hrund og John hafa gert
saman, til að mynda farið í húsdýragarðinn,
föndrað jólakort, farið í bíó og svo bjuggu þau til
sína eigin heimasíðu sem John segir að hafi verið
erfitt en skemmtilegt. Hann segist hafa gert fullt
af skemmtilegum hlutum með Hrund og til dæm-
is farið í bíó en hann hafði þá aldrei farið í bíó áð-
ur. „Mitt hlutverk er að efla hann þannig að við
reynum að gera sem mest saman tvö en stundum
hittum við önnur vináttupör líka. Ég á eftir að
sakna hans þegar verkefninu lýkur en ég veit
ekki hvort það sé á hinn bóginn,“ segir Hrund og
hlær. „Ég fer alltaf ánægð frá samvistum okkar.
Stundum getur verið erfitt að púsla þessu inn í
dagskrána en ég er alltaf rosalega ánægð með
daginn þegar ég er búin. Ég myndi hiklaust ráð-
leggja öðrum að gera þetta því þetta á mjög vel
við mig. Ef ég á slæman dag og hitti John þá
verður dagurinn miklu betri. Ég mæli hiklaust
með þessu því þetta gefur manni svo mikið til
baka. Svo hefði ég ekki getað verið heppnari
með barn, það eru engin vandamál.“
Þakklætið er gríðarlegt
Svæðisleiðsögunám um
Reykjavík og nágrenni
Almennt um námið
Námið tekur eina önn og veitir
svæðisleiðsöguréttindi. Kennt er þrjú
kvöld í viku frá mánudegi til miðviku-
dags, auk æfingaferða um helgar.
Kennsla hefst mánudaginn 19. janúar.
Inntökuskilyrði
Umsækjendur þurfa að hafa lokið
stúdentsprófi eða öðru sambærilegu
námi. Æskilegt er að hafa gott vald á
einu erlendu tungumáli.
Nánari upplýsingar á www.mk.is, í síma: 594 4025 eða á netfanginu: lsk@mk.is