Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 8
8|Morgunblaðið
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Starfshættir skóla eruákvarðaðir af skólunumsjálfum og leggur mennta-málaráðuneytið tiltölulega
almennar línur á grundvelli nám-
skrár. Þannig boðar ráðuneytið
ekki aðferðafræði hvorki kennslu
né mats en hefur orðið þess
áskynja og lagt sig fram um að
styðja við fjölbreytni í námsmati.
Þar á meðal símatinu sem er al-
mennt í kennslufræði samtímans
talinn eðlilegri þáttur í skólastarfi
heldur en mjög mikið prófamiðað
mat,“ segir Þórir Ólafsson, sér-
fræðingur hjá menntamálaráðu-
neytinu.
Á könnu skólanna
Þórir segir þær línur sem lagðar
séu í gegnum námskrár yfirleitt
ekki mjög ákvarðandi eða sund-
urgreinandi um framkvæmd skóla-
starfs heldur fyrst og fremst
rammi utan um það. Útfærslan svo
sem val á kennsluefni, kennsluhátt-
um og námsmati á könnu og
ábyrgð sé síðan skólanna. Íslenskir
skólar séu almennt prófastýrðir ef
svo megi segja þar sem skrifleg
próf eru í mörgum tilvikum loka-
áfanginn í matinu en umræða um
símat hafi nú færst í aukana. Því til
stuðnings sé vert að halda til haga
að ný löggjöf um framhaldsskóla,
sem tók gildi síðastliðið sumar,
leggi nokkra áherslu á slíkt. Sam-
kvæmt löggjöfinni er skólaárinu
ekki skipt í kennsludaga og próf-
adaga, eins og lögin frá árinu 1996
kváðu á um, sem endurspegli með-
vitaða afstöðu til fjölbreyttara
námsmats.
Annarprófum slaufað
Menntaskóli Borgarfjarðar í
Borgarnesi starfar nánast eingöngu
eftir hinum nýju lögum, enda hug-
myndafræði hans mótuð á sama
tíma. Einungis símat er notað til að
meta námsárangur, en nemendur
útskrifast með stúdentspróf af fé-
lagsfræði- eða náttúrufræðibraut
að loknu þriggja ára námi. „Nú lif-
um við í upplýsingatækniþjóðfélagi
þar sem mögulegt er að ná sér í
fróðleik og fylgjast með allan sólar-
hringinn. Það er því engin þörf á
því að eyða svo stórum hluta af
hverju skólaári í að láta nemendur
svara spurningum sem framhaldslíf
þeirra er dæmt eftir. Skólinn er
vinnustaður og vinnan er unnin
jafnt allt skólaárið með því að meta
nemendur regulega. Þetta er gert
með skriflegum prófum eða verk-
efnaskilum í formi ritgerða, leik-
rita, myndböndum eða öðru slíku
formi þar sem allir nemendur hafa
fartölvu til afnota. Á fimm vikna
fresti fá nemendur síðan endurgjöf
og einkunn á skalanum ófullnægj-
andi, í lagi eða mjög gott, kenn-
arinn skrifar leiðbeinandi at-
hugasemdir eftir atvikum og
þannig fá nemendur svokallað leið-
sagnarmat út árið. Í lok annar fá
nemendur einnig einkunn á bilinu
einn til tíu í hverri námsgrein en
hugmyndin er á næsta ári að hafa
ekki annir heldur einfaldlega skóla-
ár,“ segir Ársæll Guðmundsson,
skólameistari menntaskólans.
Formfast prófakerfi
Ársæll segir að kannanir meðal
nemenda hafi sýnt að þeir séu
mjög ánægðir með fyrirkomulagið.
Þeir fari vissulega í próf en mun-
urinn sé sá að þau séu ekki sett
upp í formföstu prófakerfi þar sem
trúað er að tveggja tíma próf í lok
annar sýni færni nemandans í til-
tekinni námsgrein. Hann segir um-
hugsunarefni að þeir nemendur
sem nú séu við að hefja mennta-
skólanám séu fæddir inn í upplýs-
ingatækniþjóðfélag. Því eigi að
nýta styrkleika þeirra á því sviði og
leyfa þeim að nota tölvur, msn, far-
síma og iPod í náminu. Þá var
einnig gerð tilraun í skólanum til
að nota svokallaðan „open source“
hugbúnað í námi og kennslu. Með
honum má nálgast ritvinnslu og
töflureikni ókeypis, en hið opinbera
setur háar fjárhæðir í leyfisgjöld til
slíkra kaupa á ári hverju. Ársæll
segir að þessi tilraun hafi ekki leitt
til neinna vandræða og þannig hafi
sparast gífurlegar fjárhæðir.
Vinna jafnar yfir veturinn
Í Kvennaskólanum í Reykjavík
hefur símat farið vaxandi en er þó
enn mest notað á lokaári. Algengt
er að nemendur á lokaári séu í
fimm eða sex fögum á önn og fari í
tvö lokapróf, en þó allt í upp fjögur
eftir því hvaða valgreinar þau velja
sér. „Það hefur orðið meira um sí-
mat, bæði í framhaldsskólum og á
háskólastiginu, á undanförnum ár-
um. Okkur finnst krakkarnir vinna
jafnar yfir veturinn með þessum
hætti og með auknu símati mætti
líka nýta veturinn betur þar sem
mikill tími fer í það að halda próf,“
segir Oddný Hafberg, aðstoð-
arskólameistari Kvennaskólans.
Oddný segir einnig að með aukinni
upplýsingatækni hafi orðið auðveld-
ara að taka upp símat og þeir sem
hafi kynnst því, bæði nemendur og
kennarar, verði hrifnir af slíku.
Með nýrri löggjöf sé búið að auð-
velda notkun símats þar sem áður
hafi verið meiri reglur um fjölda
kennslu- og prófdaga. Nú sé hugs-
unin jafnvel að símat verði í aukn-
um mæli notað í stað prófa.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Oddný Hafberg „Okkur finnst krakkarnir vinna jafnar yfir veturinn með þessum hætti.“
Stutt við fjölbreytni
í námsmati
Þegar jólin nálgast og eins þegar fyrstu geislar vorsólarinnar fara að skína
sitja framhaldsskólanemar, líkt og fleiri, sveittir við próflestur. Jóla- og vor-
próf hafa hingað til verið órjúfanlegur hluti af skólastarfi, en síðastliðin ár
hefur símat verið tekið upp í auknum mæli í framhaldsskólum landsins.
Morgunblaðið/RAX
Ánægja Ársæll Guðmundsson segir kannanir hafa sýnt að nemendur séu
ánægðir með fyrirkomulagið.
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar
!
"#$% &'() *
+ ! ,
- + +
.
! ,
/
.
+,
+ 0 1 +