Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 12

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 12
12|Morgunblaðið Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Munurinn á þessu námi og frum-kvöðlanáminu er fyrst ogfremst sá að fólk þarf ekkiendilega að leggja fram fast- mótaða hugmynd heldur er einblínt á að nemendur geti unnið að hugmyndum sínum eða annarra síðar meir. Ramminn utan um námið er sá að við viljum gjarnan reyna að kenna til dæmis þau fjármála- og markaðs- fræðifög sem kennd hafa verið í frum- kvöðlanáminu en með, má segja, tækjum og tólum listaskólans. Námið er hugsað sem tveggja ára diplómanám en verður fléttað saman við frumkvöðlanámið þannig að nem- endur þaðan geta komið inn í námið á öðru ári. Síðan stefnum við að því að búa til þriðja árið líka, þannig að fólk geti útskrif- ast með BA gráðu. Við undirbúning náms- ins höfum við átt í samræðum við Listahá- skólann, Hönnunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og alls staðar hefur verið tekið vel í það að taka þátt í hugmyndalegum undirbúningi,“ segir Magnús Árni Magnússon, fram- kvæmdastjóri skóla skapandi greina. Hlustað á listamanninn Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, er einn þeirra sem komið hafa að undirbúningsferli námsins. „Ég fékk eiginlega í fyrsta skipti að upplifa að vera listamaðurinn sem hlustað er á út frá þeirri reynslu sem ég hef verið að miðla á námskeiðum og fyrirlestrum. Þetta nám er fersk tilraun til þess að skapa nýjar for- sendur í viðskipta- og listnámi sem gengur í raun út á að afhjúpa samhengið milli oft gjörólíkra hluta og hvernig þeir mætast í hverjum og einum einstaklingi. Námið litast verulega af trausti á þá eiginleika sem hverjum og einum eru gefnir og birtast í innsæi, tengihæfni og sköpunareiginleikum af ýmsu tagi sem eiga rætur í svo mörgu. Ég held það sé ekki eldfimt að tala um við- skiptalist þar sem tímabært er orðið að slaka á þeim ótta að viðskipti séu hin miklu spillingaröfl því þau eru í raun samskipti og af minni reynslu er listsköpun það líka þar sem hún snýst í raun og veru fyrst og fremst ekki um það að sanna sig heldur eiga samspil við umhverfi sitt og næsta mann. Þess vegna þarf þetta ekki að vera feimnismál og ég hef undrast í mörg ár hvað við eigum gríðarlega mikið af ónýttum tækifærum í fólki,“ segir Þorvaldur. Grunnur að nýjum forsendum Þá segir Þorvaldur praktíska hlið náms- ins mjög nytsamlega og í raun sé þar verið að leggja grunn að nýjum forsendum í list og menningu. Menn fái verkfæri til að vera mótandi og í raun frumkvöðlar í verkefnum í sköpun sem kannski byggist á að tengja ólíka aðila án þess að þurfa til þess eina hugmynd sem menn þurfa að verja frekar. Frekar sé byggt á forvitni og að fólk fái sýn til að tengja saman glóandi rafmagnsvírana sem liggi fyrir framan það. „Það er gríð- arlega praktískt að fólk ljúki námi sem gengur út á að það verði þeir aðilar sem þora að hafa þessa sýn og fylgja henni eftir. Þannig verða nemendurnir draumaframleið- andinn sem bíður ekki eftir listvörunni og ætlar svo að markaðssetja hana heldur er jafnvel upphafsmaðurinn sjálfur, en leyfir síðan öðrum að framkalla sínar hugmyndir í gegnum þann vettvang sem skapaður er,“ segir Þorvaldur sem einnig mun koma að kennslu í náminu. Glóandi vírar tengdir saman Morgunblaðið/RAX Gott samstarf Magnús og Þorvaldur þróa nýtt nám í viðskiptalist. Í skóla skapandi greina innan Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, hefur nú verið sett saman nýstárlegt nám. Um er að ræða tveggja ára diplómanám í viðskiptalist, sem má segja að sé sprottið út frá frumkvöðlanámi skólans sem hófst síðastliðið haust. Ekki finnst öllum allar náms- greinar jafn skemmtilegar og stundum getur verið erfitt að halda athygli yngstu nemendanna. Í stærðfræði getur verið sniðugt að setja upp smá leik eða jafnvel keppni í kringum námsefnið. Börnin geta þá til dæmis keppt um hver er fljótastur að klára tíu dæmi rétt og fær sá sem er sneggstur eitthvert smáræði í verðlaun, eins og epli eða annan ávöxt. Eftir á er síðan hægt að gefa öllum eitthvað smávegis að narta í, enda skiptir jú ekki öllu máli að vinna, frekar að taka þátt og læra. Ýmiss konar leikir eru einnig til í kringum tölur sem sniðugt er að nota til að auðvelda yngri kynslóðinni lærdóm og heimanám. Leikur að tölum gítar skóli ólafs gauks Gítargaman Innritun hefst á morgun, mánudag Sláið á þráðinn í síma 588 3730, sendið tölvupóst, ol-gaukur@islandia.is eða komið við í skólanum Síðumúla 17, kl. 14-17 virka daga Kennsla hefst 26. janúar FRÍSTUNDAKORT Í FULLU GILDI • Skemmtilegt tónlistarnám, gulli betra • Ævilöng inneign sem aldrei rýrnar • Áratuga reynsla, þekking, fyrsta flokks kennsla og einstaklega hlýlegt húsnæði • Gítarar á staðnum, allt kennsluefni innifalið, þar á meðal nýr geisladiskur með undirleik við vinsælustu, íslensku sönglögin • Lauflétt og lifandi gítarnám fyrir alla, yngri sem eldri, byrjendur eða lengra komna Lögum okkur tímabundið að aðstæðum og LÆKKUM VERÐIÐ VERULEGA hjá þeim sem innritast og ganga frá greiðslu fyrir 15. janúar • Lánum gítara til heimaæfinga endurgjaldlaust meðan birgðir endast • Ekki seinna vænna að undirbúa útileguna í sumar með því að geta spilað svolítið á vinsælasta hljóðfærið í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.