Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 23
Morgunblaðið |23
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
Háskólinn á Bifröst og ListaháskóliÍslands bjóða upp á þverfaglegtdiplómanám sem er fyrsta sinnartegundir á Íslandi. Námið, sem
kallast Prisma, byggist á skapandi og gagnrýn-
inni hugsun og burðarfögin tvö eru heimspeki
og fræðigreinar lista. Hrund Gunnsteinsdóttir,
forstöðumaður Prisma, segir námið í raun vera
búið til sem viðbrögð við ástandinu sem hefur
skapast hérlendis síðustu mánuði. „Ég hafði
sett saman námskeið sem byggist á skapandi
gagnrýninni hugsun í alþjóðlegu samhengi og
sé svo viðtal við Hjálmar Ragnarsson í Morg-
unblaðinu þar sem hann talar um að það þurfi
að bjóða fólki upp á nám sem veitir því tækifæri
til að öðlast nýja færni og víkka út svið sitt. Ég
setti mig í samband við hann og fer síðan á fund
með Jóni Ólafssyni hjá Bifröst. Í kjölfar þess
byrja ég að setja saman nám sem uppfyllir
ákveðnar kröfur, þverfaglegt nám sem byggist
á skapandi og gagnrýninni hugsun.“
Þurfum að vera meðvituð
Námið er byggt þannig upp að það varir í
átta vikur og það er metið í 16 einingar á há-
skólastigi. Hrund segist búast við um 80-120
manns víðsvegar að úr samfélaginu. „Skráning
hófst um miðjan desember og viðbrögðin eru
mjög góð. Þessi tegund af námi er eitthvað sem
mér finnst alltaf eiga vel við en fólk er ein-
staklega móttækilegt fyrir núna. Sennilega
hefur námið sterka tilvísun í okkar samfélag
því við sjáum núna að við þurfum á því að halda
að vera meðvituð, gagnrýnin og skapandi.
Grunnskilyrði er stúdentspróf en fólk sem
sækir námið er líka með meistaragráðu og
doktorsgráðu. Okkur langaði að bjóða nám-
skeiðið ókeypis fyrir fólk en það er erfitt að
biðja um styrki og nú er búið að skera niður
framlög til menntamála. Hins vegar fór ég á
fund með stéttarfélögum og fagfélögum til að
kanna hvort hægt væri að niðurgreiða námið
fyrir félagsmann. Þetta er ekki lánshæft nám
en margir hjá stéttarfélögunum eru mjög
spenntir fyrir því og til dæmis ætlar Blaða-
mannafélag Íslands að niðurgreiða námið að
fullu fyrir félagsmenn sem hafa nýverið misst
vinnuna. Það mikilvægasta sem við höfum er að
halda áfram að virkja þessa auðlind sem við
höfum í fólki sem er að missa vinnuna.“
Fjölmargir sérfræðingar
Námið er kennt í Reykjavík og að sögn
Hrundar verður því skipt upp í þrjár lotur.
„Einu sinni í hverri lotu eyðum við deginum í
Háskólanum á Bifröst og þar er námið brotið
upp. Annars er námið alla daga vikunnar og
einu sinni í viku kemur gestafyrirlesari eftir
hádegi. Það er þá einhver sem segir okkur eitt-
hvað skemmtilegt sem er að gerast á ólíkum
sviðum í samfélaginu, eitthvað nýtt og spenn-
andi sem dýpkar innsýn okkar í eitthvað sem
við höfum alltaf vitað af en höfum ekkert pælt í.
Svo eru fastir hópavinnutímar fjóra tíma í viku
en svo bætast alls kyns vinnufundir ofan á það,
segir Hrund og bætir við að það séu yfir 50 sér-
fræðingar sem koma að náminu. „Námið er
byggt upp þannig að sérfræðingarnir koma inn
í klukkutíma eða tvo. Þetta eru aðilar sem eru
að deila með okkur því sem þeim liggur á
hjarta eða því sem þeir hafa sérhæft sig í. Allir
sem við höfum leitað til um að koma að kennsl-
unni hafa tekið ofsalega vel í þetta og það er
mikill velvilji.“
Skapandi og gagnrýnin hugsun mikilvæg
Morgunblaðið/Valdís Thor
Hrund Gunnsteinsdóttir: „Sennilega hefur námið sterka tilvísun í okkar samfélag því við sjáum núna að við þurfum á því að halda að vera með-
vituð, gagnrýnin og skapandi. Grunnskilyrði er stúdentspróf en fólk sem sækir námið er líka með meistaragráðu og doktorsgráðu.“
Atburðir síðustu mánuði sýna
að öll þurfum við að vera
gagnrýnin og meðvituð en
nýtt diplómanám í Háskól-
anum á Bifröst og Listahá-
skóla Íslands byggist einmitt
á skapandi og gagnrýninni
hugsun. Námið var í raun búið
til sem viðbrögð við ástandinu
hérlendis undanfarna mánuði.
Franskan
er
freistandi !
Alliance Française í Reykjavík
Frönskuskóli – menningarmiðstöð - bókasafn
Tryggvagötu 8 · S: 552 3870
alliance@af.is · www.af.is
Innritun hefst 5. janúar 2009.
Franska „à la carte“ í Alliance Française:
Almenn frönskunámskeið · Samtalsnámskeið · Einkatímar · Fjarnám · Námskeið fyrir börn · Námskeið fyrir unglinga