Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 26
26|Morgunblaðið
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
joinhanna@gmail.com
Ætli sviðsskrekkurinnhafi ekki verið versturí upphafi, en svo hefurleiðin bara legið upp á
við því þetta er svo skemmtilegt. Það
var bara erfitt að standa fyrir framan
fólk til að byrja með. Svo hvarf hnút-
urinn í maganum eins og dögg fyrir
sólu mjög fljótlega,“ segir Ísak Ernir
Róbertsson, 13 ára nemandi í Smára-
skóla, sem er á sínu fjórða ári í söng-
og leiklistarskólanum Sönglist.
„Þetta byrjaði allt með því að
mamma mín plataði mig á sum-
arnámskeið hjá Sönglist af því að ég
hékk bara heima án þess að hafa neitt
fyrir stafni á sumrin. Mér leist ekkert
á þetta í byrjun og þverneitaði að
fara, en lét til leiðast til að gleðja
mömmu mína. En ég sé sko ekki eftir
því að hafa farið að ráðum mömmu
þetta sumar. Mér fannst námskeiðið
svo svakalega skemmtilegt, ákvað að
halda áfram og nú er ég harðákveð-
inn í því að verða leikari þegar ég
verð stærri. Þetta var sem sagt allt
henni mömmu að kenna,“ bætir Ísak
Ernir við og brosir. Ísak er í Smára-
skóla í Kópavogi og á að fermast í
vor. Áður en hann fór í Sönglist var
hann að læra á trommur hjá Skóla-
hljómsveit Kópavogs en segist hafa
orðið að leggja kjuðana á hilluna þar
sem allt í einu hafi verið allt of mikið
að gera hjá sér. „En ég stefni að því
að fara í trommunám að nýju. Ég
stefni líka að því að gerast leikari
þegar ég verð stærri og líka snjó-
brettakappi því það er svo skemmti-
legt.“
Skemmtilegur félagsskapur
„Ég hef alltaf verið harðákveðin í
því að gerast leikkona og hef vitað
það mjög lengi,“ segir Auður Finn-
bogadóttir, sem er í 10. bekk í Árbæj-
arskóla. „Ég byrjaði í Sönglist 11 ára
gömul þegar ég fluttist heim frá Dan-
mörku. Þetta er reynsluríkur heimur
og góð undirstaða ef maður á annað
borð hyggst leggja leiklistina fyrir sig
og í Sönglist lærir maður leiklist,
söng og dans og eignast fullt af
skemmtilegum vinum.“ Þau Auður
og Ísak eru sammála um að erfiðast
sé að stíga fram á sviðið í fyrsta skipt-
ið, en svo sé það ekkert mál. Sviðs-
skrekkurinn venjist bæði fljótt og vel.
„Og nú er svo komið að þegar maður
fær tækifæri til að fara á svið, þá bara
grípur maður það tækifæri með bros
á vör og eins og ekkert sé sjálfsagð-
ara,“ segir Auður, sem hefur líkt og
Ísak fengið sín tækifæri í jólasýn-
ingum Borgarbarna og í nem-
endasýningum Sönglistar sem haldn-
ar eru tvisvar á ári, í lok haust- og
vormissera.
Saxað á biðlistann
„„Nemendafjöldi Sönglistar telur
nú ríflega 420 krakka á aldrinum 7 til
20 ára sem þýðir að við erum með
fleiri nemendur en margur grunn-
skólinn,“ segja þær Erla Ruth Harð-
ardóttir og Ragnheiður Hall, skóla-
stýrur Sönglistar, sem hefur sitt
aðsetur í Borgarleikhúsinu. Þær Erla
Ruth og Ragnheiður kynntust sjálfar
á unglingsárum í Verslunarskóla Ís-
lands. Haustið 1998 ákváðu vinkon-
urnar að snúa bökum saman og
stofna söng- og leiklistarskóla fyrir
börn og unglinga sem notið hefur sí-
vaxandi vinsælda þessi tíu ár sem
hann hefur verið starfandi. Þá var
Erla orðin sprenglærð leikkona frá
The Guildford School of Acting and
Dance og Ragnheiður búin með söng-
kennaranám frá Söngskólanum í
Reykjavík auk þess sem hún bætti
síðar við sig kennaranámi frá Kenn-
araháskóla Íslands. „Í nokkur und-
anfarin ár höfum við ekki getað ann-
að eftirspurn svo við brugðum á það
ráð síðastliðið haust að opna und-
irbúningsdeild í Borgartúninu og
fjölga listhópum um tæpan helming
eða úr fjórum í sjö til að saxa eilítið á
biðlistann því það voru svo margir
frábærir nemendur, sem áttu auðvit-
að rétt á því að tilheyra listhópi. List-
hóparnir eru svo uppistaðan í Borg-
arbörnum, barna- og
unglingaleikhúsi Sönglistar. Borg-
arbörn stóðu meðal annars að jóla-
sýningunni „Rétta leiðin“ í Iðnó á ný-
liðinni aðventu, en jólasýningar
Borgarbarna eru árlegur viðburður
fyrir hver jól auk þess sem ein-
staklega metnaðarfullar nem-
endasýningar eru haldnar tvisvar á
ári. Einnig eru Borgarbörn með sýn-
ingar á forvarnarleikritinu Alsæla,
sem er jafningjafræðsla um skaðsemi
fíkniefna. Þegar skólastýrur eru innt-
ar eftir því hvort von sé á einhverjum
viðbætum við skólann segja þær að
stofnun verði sérstök söngleikjadeild
í byrjun árs, ásamt því að Sönglist fer
í samstarf við kennsluprógrammið
„Virkir þáttakendur“. Þar er um að
ræða nám fyrir börn, tveggja ára og
upp úr sem byggist á því að nem-
endur taki virkan þátt í gegnum
hljóðfæraleik, söng og dans. Kenn-
arar í „Virkir þáttakendur“ eru þær
stöllur Hildur Guðný Þórhallsdóttir
og Þórdís Heiða Kristjánsdóttir. Þær
hafa farið með þessa kennslu víða í
leik-, grunn- og tónlistarskóla og
hlotið mikið lof fyrir.“
Morgunblaðið/Golli
Sönglist Erla Ruth Harðardóttir og Ragnheiður Hall eru skólastýrur Sönglistar.
Sviðsskrekkurinn
hverfur mjög fljótt
Upprennandi stjörnur Auður Finnbogadóttir, 16 ára, og Ísak Ernir Róberts-
son, 13 ára, eru sammála um að erfiðast sé að stíga á sviðið í fyrsta skiptið.
Þau stíga sín fyrstu
spor á sviði hjá Sönglist
og eftir fyrsta sviðs-
skrekkinn er námið
bara gefandi og einkar
skemmtilegt, segja
upprennandi stór-
stjörnur á Íslandi.
• TUNGUMÁL
• ÍSLENSKA FYRIR
ÚTLENDINGA
Islandzki dla audzoziemców
Icelandic as a second language
• HANDVERK OG LISTIR
• HEILSA OG ÚTLIT
• TÖLVUR OG REKSTUR
• TÓNLIST
• SÖNGNÁM OG LEIKLIST
• NÁMSAÐSTOÐ
• MATUR OG NÆRING
• FJARNÁM VIÐ
HÁSKÓLANN Á AKUREYRI
• DAGFORELDRANÁMSKEIÐ
Nánari upplýsingar og innritun í síma 585-5860.
Ný námskrá kemur út um miðjan janúar og verður
aðgengileg á netinu: www.nhms.is
STARFSENDURHÆFING HAFNARFJARÐAR
Kennsla í grunnnámi og einingabæru námi hefst 12. janúar.
Námskeið á vorönn 2009
hefjast 26. janúar!
MÍMIR
símenntun
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
4
.2
52
Stuttar námsleiðir
fyrir fólk á
vinnumarkaði
Grunnmenntaskólinn
Er fyrir flá sem hafa stutta skólagöngu a› baki og vilja styrkja
stö›u sína í almennum greinum.
Almennar námsgreinar á framhaldsskólastigi
Stær›fræ›i, íslenska, enska og danska. Námskrá er á
framhaldsskólastigi en kennslua›fer›ir og námskrá mi›ast
vi› flarfir og reynslu fullor›inna einstaklinga.
Öryggisvar›anám
Öryggisvar›anám er fyrir starfandi öryggisver›i.
Aftur í nám
Er fyrir fólk sem á vi› lestrarör›ugleika e›a lesblindu a›
strí›a.
Færni í fer›afljónustu
Er fyrir flá sem starfa vi› fer›afljónustu e›a stefna a› starfi
í atvinnugreininni. Námi› er ætla› 20 ára og eldri.
Mi›a› er vi› a› hægt sé a› stunda námi› me› vinnu
og áhersla er á a› fla› sé sni›i› a› flörfum og reynslu
fullor›inna einstaklinga.
Kostna›ur vegna námsins er a› mestu greiddur af
Fræ›slumi›stö› atvinnulífsins. Einnig eiga margir
rétt í starfsmenntasjó›um verkal‡›sfélaga.
Uppl‡singar og innritun í síma 580-1800 www.mimir.is
VORÖNN
2009