Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 27

Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 27
Morgunblaðið |27 Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Danskar sjónvarps-þáttaseríur hafa veriðmjög vinsælar hér á landiundanfarin ár og ber þá hæst seríur á við Kroniken, Matador og Örninn. Seríurnar hafa verið vin- sælar víða annars staðar og vilja margir meina að nú sé gullöld í leiknu sjónvarpsefni í Danmörku. Í byrjun mars heldur Endurmenntun Háskóla Íslands námskeið sem ber nafnið Danski sjónvarpsseríugald- urinn en þar verður farið í hug- myndafræðina á bak við dönsku þættina. Sveinbjörn I. Baldvinsson handritshöfundur leiðbeinir á nám- skeiðinu en hann vann að dönsku seríunum Taxa og Forsvar. „Á nám- skeiðunum verður leitast við að svara þeirri spurningu hvað það sé sem gerir það að verkum að dönsku serí- urnar slá í gegn. Það varð ákveðin breyting um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og það má segja að Taxa sé fyrsta serían í þessari ný- bylgju í dönsku sjónvarpi. Það er engin tilviljun hvernig þessi nýbylgja kom til og hvað var gert til þess að svo mætti verða.“ Fundu ákveðin svör Sveinbjörn segir að Danirnir hafi ekkert endilega fundið upp hjólið hvað varðar vinsældir sjónvarps- sería. „Þeir skoðuðu markvisst hvað það væri sem gerði það að verkum að fólk horfði á seríur frá öðrum löndum viku eftir viku og veltu fyrir sér hvernig væri best að skapa eitthvað álíka úr eigin veruleika. Það var sú grundvallarspurning sem þeir lögðu upp með og segja má að þeir hafi fundið ákveðin svör. Námskeiðið heitir sjónvarpsseríugaldur og það er nú oft þannig að á bak við það sem manni finnst vera galdur, að það er engin fjölkynngi á bak við það þegar upp er staðið. Þetta er spurning um vinnu, fagþekkingu og metnað,“ seg- ir Sveinbjörn og bætir við að óhætt sé að segja að það sé gullöld í leiknu sjónvarpsefni hjá Dönum. „Núorðið vinna Danir sjónvarpsseríurnar í samvinnu við önnur lönd og fjár- magna þær að verulegu leyti utan frá því þær eru fyrirfram seldar. En þetta er ekki tilviljun og þetta er ekki heppni. Það er mikil þróunarvinna og miklar pælingar á bak við þetta.“ Á bernskuskeiði Aðspurður af hverju Íslendingar séu svona hrifnir af dönsku þátt- unum segist Sveinbjörn telja að það sé vegna þess að þeir séu nær okkar veruleika en margar aðrar seríur. „Lengst af höfum við heldur ekki haft neitt íslenskt efni af þessu tagi til að horfa á en það virðist sem betur fer vera að vænkast. Íslensk sjón- varpsseríugerð er komin mjög vel af stað en er á bernskuskeiði. Við erum ekki ennþá farin að gera langar serí- ur af þessu danska tagi heldur erum við fyrst og fremst að gera fjögurra eða sex þátta seríur. Það gilda önnur lögmál um þannig seríur,“ segir Sveinbjörn sem hefur skrifað tvær íslenskar sjónvarpsþáttaseríur, Mannaveiðar og Hamarinn sem verður sýndur í haust. „Auðvitað fer ekki hjá því að maður reyni að læra af eigin reynslu af að hafa unnið við langar danskar seríur en þetta er auðvitað ekki alveg það sama.“ Höfundur Önnu Pihl mætir Námskeiðið hefst 11. mars og alls er hist fjórum sinnum. „Það sem er ætlunin að gera þessi kvöld er að skoða brot úr einhverjum af þessum seríum og fjalla um hvað við sjáum, hvað er á bak við þetta og hvað það er sem gerir það að verkum að þetta nær til áhorfenda með þeim hætti sem það hefur gert. Svo fáum við til okkar gest, Dorte W. Høgh, sem hef- ur meðal annars skrifað töluvert af hinni vinsælu seríu um lögreglukon- una Önnu Pihl. Ég geri ráð fyrir því að hún fjalli sérstaklega um þá reynslu.“ Fagþekking og metnaður Morgunblaðið/Ómar Sveinbjörn I. Baldvinsson: „Danir skoðuðu markvisst hvað það væri sem gerir það að verkum að fólk horfir á seríur frá öðrum löndum viku eftir viku og hví skyldu þeir ekki gera slíkt að eigin veruleika.“ Danskar sjónvarps- þáttaseríur hafa verið mjög vinsælar á Ís- landi undanfarin ár og á námskeiði hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands verður farið í saumana á hvað liggur að baki þessari velgengni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.