Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 29
Morgunblaðið |29
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Ígildi eru um 300 til 400 samningar viðskóla víðs vegar um heiminn og árlegasendum við rúmlega 200 skiptistúdentatil annarra landa. Einnig eru nú hér 800
erlendir stúdentar og þar af er helmingur
skiptistúdentar sem koma á vegum samstarfs-
samninga við HÍ. Alþjóðaskrifstofan hefur
umsjón með Nordplus, menntaáætlun nor-
rænu ráðherranefndarinnar, sem nær til allra
skólastiga og fullorðinsfræðslu. Þátttakendur í
Nordplus eru Norðurlöndin auk Eystrasalts-
landanna. Einnig annast alþjóðaskrifstofan í
samstarfi við Rannsóknarþjónustu HÍ og í
samræmi við samning við menntamálaráðu-
neytið rekstur landsskrifstofu mennta-
áætlunar Evrópusambandsins. Sú áætlun nær
til allra skólastiga, meðal annars Erasmus,
sem nær til háskólastigsins, auk fullorð-
insfræðslu og starfsmenntunar. Auk þess rek-
ur Alþjóðaskrifstofan upplýsingastofu um nám
erlendis sem er opin almenningi en þangað
leita aðallega þeir sem huga að háskólanámi
erlendis,“ segir Karítas Kvaran, forstöðumað-
ur Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands.
Hægt að sækja til ótal landa
Karítas segir að kennaraskipti milli landa fari
vaxandi svo og starfsmannaskipti innan háskóla
þar sem starfsmenn í stjórnsýslum háskólanna
heimsæki erlenda háskóla til að læra af koll-
egum sínum. Langflestir fari til Norður-
landanna í stúdentaskipti svo og Evrópulanda
eins og Spánar, Þýskalands og Ítalíu. Einnig sé
töluvert um skiptinám til Bandaríkjanna og
Kanada. Á undanförnum tveimur árum, eftir að
farið var að kenna kínversku við Háskóla Ís-
lands og við hann stofnað Konfúsíusarsetur, kín-
verskt menningarsetur, hefur samstarf við kín-
verska háskóla einnig verið aukið. Þannig fór
rektor nýverið til Kína og gerði samning við tvo
nýja skóla. Sömu sögu er að segja um Japan en
samstarf hefur aukist við japanska háskóla síðan
japönskukennsla var tekin upp fyrir nokkrum
árum og fara nú um 10 manns á ári til Japans.
Fleiri fjarlæga staði má nefna sem Alþjóðaskrif-
stofan hefur samninga við, til að mynda Ástralíu,
Nýja-Sjáland og Suður-Ameríku.
Samþykkt námsáætlun
„Til að geta sótt um skiptinám þurfa nem-
endur að hafa lokið í það minnsta einu námsári
hér heima og semja námsáætlun sem deildin
þeirra þarf að samþykkja til að hún teljist gild.
Við tökum síðan við umsókninni, en ef margir
vilja fara og námspláss eru fá þurfum við að
forgangsraða en oftast kemst fólk þangað sem
það vill. Við sjáum síðan um að koma umsókn-
unum áfram út og tökum einnig við umsóknum
frá skiptinemum frá okkar samstarfsskólum.
Það segir sig sjálft að þeir sem eru í tungu-
málanámi fara mikið út en annars eru nemend-
urnir úr flestum námsgreinum. Þó er vissulega
misjafnt hversu mikið deildirnar hvetja nem-
endur til að stunda nám erlendis. Sumt meist-
aranám er til dæmis þannig að það er kennt í
litlum hópum þar sem ekki er hægt að bjóða
mjög fjölbreytt úrval námskeiða og mögu-
leikar á slíku því meiri í stórum skólum erlend-
is. Í raun tökum við núorðið á móti miklu fleiri
erlendum nemendum en við sendum en í upp-
hafi var þetta á hinn veginn. Þá komu færri
þar sem tungumálið var mikil fyrirstaða en nú
er í boði fjölbreytt úrval námskeiða á ensku
sem hefur auðveldað þeim að koma,“ segir
Karítas.
Aldrei að vita um framhaldið
Karítas segist enn ekki vita hvernig þetta ár
verði með breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu
en skrifstofunni hafi borist heilmargar fyr-
irspurnir. Framhaldið fari síðan eftir því
hvernig fyrirgreiðsla hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna verður og hversu háir styrkir frá
Nordplus og Erasmus verða. Um leið segir
Karítas að það sé aldrei að vita nema áhuginn
aukist þar sem margir sæki nú aftur í nám.
Vissulega mætti vera miklu meira um styrki
fyrir nemendur, til dæmis þá sem fara til
Bandaríkjanna, en í langflestum skólum þar
hefur þó tekist að semja um niðurfellingu á
skólagjöldum, svokallaða gagnkvæma nið-
urfellingu. Annars þurfi nemendur að borga
sitt uppihald sjálfir sem gæti orðið erfiðara í ár.
Bætt kunnátta í tungumálum
Hjá skrifstofunni geta kennarar einnig sótt
um styrki í Erasmus til að setja upp hrað-
námskeið í samstarfi við erlenda samtarfs-
aðila. Þá hafa grunn- og framhaldsskólar tekið
þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum við
önnur lönd.
Landslagið heillaði
„Mér fannst mjög spennandi að koma til Ís-
lands þar sem ég er að læra umhverfis-
landafræði. Umhverfi landsins, jarðfræði þess
og fallegt landslagið heillaði mig, en það var
einmitt eftir að hafa horft á heimildarmynd um
hverfandi jökul á Íslandi sem ég ákvað að velja
þetta nám,“ segir Rachel Mathieu, skipt-
istúdent frá University of Montreal í Kanada.
Hún segir aðalmuninn á námi sínu hér og
heima að einkunnagjöf sé gjörólík. Í Montreal-
háskólanum sé meira um regluleg próf og
skýrslugerð en hérlendis virðist meira um slíkt
við lok annar. Þannig hafi hún aldrei áður farið
í próf sem gilti heil 100 prósent áður en hún
kom til Íslands.
Æ fleiri erlendir stúdentar
Morgunblaðið/Valdís Thor
Karítas Kvaran Flestir fara til Norðurlandanna en aðrir halda mun lengra í stúdentaskipti.
Alþjóðaskrifstofa Háskóla
Íslands annast meðal annars
stúdenta- og kennaraskipti
Háskóla Íslands og gerð
samstarfssamninga við er-
lenda háskóla fyrir hönd há-
skólans. Auk þess sér skrif-
stofan um ýmis önnur erlend
samstarfsverkefni fyrir
menntastigið á landsvísu.
Í nýjum heildstæðum lögum um
leik-, grunn- og framhaldsskóla
skapast ný tækifæri til eflingar
menntunar á Íslandi og hefur að-
koma foreldra um leið verið stór-
aukin.
Fagna breytingunum
Sjöfn Þórðardóttir, formaður
Heimilis og skóla, landssamtaka
foreldra, segir samtökin fagna sér-
staklega breytingum sem lúta að
auknum sveigjanleika milli skóla-
stiga, meira sjálfstæði skóla og að
efla eigi aðkomu foreldra að skóla-
starfi barna sinna. Í nýjum lögum
eru nemendur og þarfir þeirra sett-
ar í forgrunn og fræðsluskylda til
18 ára aldurs tryggir jafnræði allra
barna til náms. Heimili og skóli,
landssamtök foreldra, sjá ótvíræð
tækifæri til eflingar menntunar á
Íslandi með nýju lögunum með
sjálfstæðari skólum, aukinni fagvit-
und kennara og virkari aðkoma
foreldra að skólastarfi barna sinna.
Sveigjanlegur framtíðarskóli
Heimili og skóli áttu fulltrúa í
nefndunum þremur sem sáu um
endurskoðun, á leik-, grunn- og
framhaldsskólastigi og unnu sem
hagsmunaðilar foreldra að gerð
nýju menntastefnunnar sem nú hef-
ur litið dagsins ljós. Í vinnu við end-
urskoðunina lögðu Heimili og skóli
áherslu á að skapa framtíðarskóla
sem væri sveigjanlegur og veitti öll-
um börnum jöfn tækifæri til náms.
Ný heildstæð löggjöf er ótvíræður
vísir að slíkum framtíðarskóla sem
samtökin styðja heilshugar.
Lengi býr að fyrstu gerð
Sjöfn segir foreldra skipta sköp-
um fyrir árangur barna sinna í
námi, eins og máltækið segir; Lengi
býr að fyrstu gerð. Ný löggjöf skapi
foreldrum ný tækifæri til aukinnar
þátttöku í skólastarfinu, en leggi
um leið ríkari skyldur á herðar
þeirra að styðja við nám barnanna.
Á leikskólastigi felist meginbreyt-
ingin í sérstöku foreldraráði við
hvern leikskóla sem lögfest sé í
fyrsta sinn. Á grunnskólastigi sé
meginbreytingin fólgin í nýju
skólaráði sem meðal annars komi í
stað núverandi foreldra- og kenn-
araráða og foreldrafélög sem nú
eru lögbundin en áður var starf-
semi þeirra valkvæð. Á framhalds-
skólastigi skuli skipa foreldraráð
við hvern framhaldsskóla og for-
eldrar fái áheyrnarfulltrúa í skóla-
nefnd.
Dugnaður Aðkoma foreldra að námi hefur góð áhrif á börnin.
Aukin aðkoma foreldra