Morgunblaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 34
34|Morgunblaðið
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Samtökin utan um námiðheita International Bacca-laureate Organization(IBO) og eru með höf-
uðstöðvar í Sviss og Bretlandi.
Námið sjálft er tvö ár auk árs
undirbúnings en við lok þess velja
nemendur sér síðan sex greinar til
þess að stunda hin tvö árin.
„Námsgreinum er skipt í flokka
eins og til dæmis tungumál eða
raungreinar og nemendur þurfa
að velja sér eina grein úr hverjum
flokki. Móðurmál er fyrsti flokk-
urinn og er þar kennd bæði ís-
lenska og enska. Íslenskan er að
mörgu leyti sambærileg bók-
menntakennslu í framhaldsskólum
þar sem til að mynda eru lesnar
Njála og Sjálfstætt fólk, auk ljóða
og nútímabókmennta. Þá býðst er-
lendum nemendum að læra sitt
móðurmál í sjálfsnámi og þá reyn-
um við að útvega þeim aðstoðar-
mann, en innan skólans eru hæg
heimatökin ef málið er þýska,
franska, spænska eða danska.
Næsti flokkur er erlent tungumál
sem getur verið enska eða þýska,
franska, danska eða spænska og
krakkarnir sitja þá tíma með öðr-
um MH-nemum. Þriðji flokkur er
félagsgreinar þar sem kennd er
sálfræði og saga, fjórði raun-
greinar þar sem kennd er eðlis-,
efna- og líffræði, fimmti stærð-
fræði á nokkrum stigum en í
sjötta flokknum geta þau síðan
valið annað hvort myndlist eða
annað fag úr flokki tungumála,
raun- eða félagsgreina. Þetta gef-
ur aukinn sveigjanleika til að nem-
endur geti valið eftir áhugasviði,“
segir Soffía Sveinsdóttir, deildar-
stjóri IB-brautarinnar.
Staðlað nám
Hún segir að hingað til hafi er-
lendir nemar sótt mikið í námið
svo og íslenskir krakkar sem búið
hafa erlendis með foreldrum sín-
um, verið í alþjóðlegum skólum
erlendis og ekki fengið markvissa
íslenskukennslu. Einnig sé námið
tilvalið fyrir afburðanámsmenn
sem vilji ljúka stúdentsprófi á
styttri tíma.
Námið sé mjög staðlað og komi
öll lokapróf að utan þangað sem
þau séu síðan send aftur og yfir-
farin, en hluti af einkuninni er
einnig verkefni og ritgerðir.
Hverju fagi er skipt í meðalstig og
hærra stig og þurfa nemendur að
velja þrennt af hvoru. Á hærra
stigi er farið í meira námsefni og
ítarlegar þannig að ekki er sama
þyngd á öllu fyrir alla nemendur.
Góður undirbúningur
Auk greinanna sex þurfa nem-
endur að gera rannsóknarritgerð
sem er í raun eins og BA eða
meistararitgerð í smækkaðri
mynd þar sem rétt uppbygging og
heimildanotkun þarf að vera til
staðar. Þá læra nemendur þekk-
ingarfræði sem er eins konar
heimspeki þar sem tengdar eru
saman mismunandi námsgreinar
og miðað er við að þeir sjái hlut-
ina frá ólíkum sjónarhornum.
Einnig gera nemendur sjálfstæð
verkefni í áfanga sem á ensku
kallast CAS sem stendur fyrir
creativity, action og service. Í
honum stunda nemendur líkams-
rækt, gera eitthvað skapandi eins
og til dæmis að semja ljóð, vera í
hljómsveit eða taka þátt í nem-
endafélaginu og taka að sér sam-
félagsþjónustu eins og vinnu fyrir
Rauða krossinn og Blindraheimilið
sem dæmi.
Mælt með stöðuprófum
Soffía segir aðsóknina aukast
jafnt og þétt og að í náminu séu
nú tæplega 100 nemendur. Soffía
segir námið vera krefjandi en það
veiti góðan undirbúning fyrir há-
skólanám. Umsóknir eru metnar
eftir einkunnum sem þurfa að
vera yfir meðallagi og þarf enska
nemenda að vera mjög góð. Fyrir
námið eru í boði stöðupróf í ensku
og stærðfræði sem Soffía segir að
nemendur séu hvattir til að taka.
Góður grunnur til háskólanáms
Morgunblaðið/Valdís Thor
Soffía Sveinsdóttir deildarstjóri: „IB námið er mjög krefjandi en það veitir góðan undirbúning fyrir háskólanám.“
IB-nám var upphaflega
hugsað sem nám fyrir
diplómatabörn þannig
að þegar þau flyttust á
milli landa ættu þau
þess kost að vera í
sambærilegu námi í
nýju landi. Námið er í
boði í mörgum löndum
en hefur verið hér á
landi í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð
síðan árið 1997.
Morgunblaðið/Kristinn
Stúdentar Svokallað IB-nám hefur verið kennt hér á landi í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð síðan árið 1997 en námið er tilvalið fyrir afburða
námsmenn sem vilja ljúka stúdentsprófi á styttri tíma.
Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar
þannig að betri námsárangri.
Vönduð blanda fiski- og
kvöldvorrósarolíu sem
eflir og styrkir:
• Hugsun
• Einbeitingu
• Sjón
• Hormónajafnvægi
Einstakt gegn
lesblindu og
ofvirkni.
Hentar fólki á öllum aldri.
Fæst í fljótandi formi
og hylkjum í lyfja- og
heilsuverslunum.
Efalex er einstök samsetning úr hreinni
kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár
mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt
tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni
og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi
lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum.
Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla
að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem
eykur færni okkar til þess að læra.
Það getur verið erfitt að setjast nið-
ur eftir ágætis jólafrí og byrja að
læra aftur. Sérstaklega getur það
verið erfitt ef fríið hefur verið mik-
ið lengra en það og jafnvel mörg ár.
Hins vegar er nauðsynlegt að halda
áætlun í námi svo ekki sé verið að
frumlesa efnið fyrir próf. Hér eru
nokkrar hugmyndir um góðar
námsvenjur:
Afslappaðar axlir
Komdu í veg fyrir allan sársauka
í höndum eða öxlum. Margir nem-
endur nota hendurnar meira og
minna allan daginn, í tölvum, við að
fletta bækur eða jafnvel að senda
vinum smáskilaboð. Að sama skapi
getur álag aukið líkur á vöðva-
bólgu. Það er því mikilvægt að sitja
rétt við tölvuna og passa að stilla
skjá, stól og borð í rétta hæð.
Góður svefn
Það er mikilvægt að koma sér
upp góðum svefnvenjum því hugur-
inn þarf að vera vel hvíldur og tilbú-
inn í átök dagsins. Það er erfitt að
lesa bækur fræðilegs efnis ef lítið
var sofið. Gott er að venja sig á að
fara alltaf á svipuðum tíma að sofa
og hafa hæfilegan hita í herberginu.
Hollari og betri matur
Þeir nemendur sem finna oft fyr-
ir þreytu ættu að skoða mat-
arvenjur sínar. Með því að velja
hollan mat má auka orkustigið
verulega. Til að mynda getur einn
banani á erfiðri stund gert gæfu-
muninn.
Ekki fresta verkefnum
Nemendur eiga það til að finna
upp á ótrúlegustu hlutum til að gera
einmitt þegar tími er til að læra, til
dæmis að fara út með hundinn,
þrífa baðherbergið eða hringja í
gamlan vin. Oft finnst okkur sem
við yrðum sáttari við að læra ef við
gerðum eitthvað skemmtilegt fyrst
en sjaldnast er það rétt. Lærðu
núna, leiktu þér síðar.
Bættu minnið
Það eru til ótal margar leiðir til
að bæta minnið og gera æfingar því
tengdar og margar slíkar má finna
á veraldarvefnum. svanhvit@mbl.is
Lærðu vel og mikið
Rétt staða Það er mikilvægt að sitja rétt við lærdóm til að minnka líkur á
vöðvabólgu auk þess sem þá er mögulegt að læra lengur án óþæginda.