Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 35
Áhugi er drifkraftur náms
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
ÍKópavogi er verið að leggjalokahönd á leikskólann Að-alþing en hann verður ummargt ólíkur hefðbundnum
leikskólum, að sögn Guðrúnar Öldu
Harðardóttir, leikskólastjóra Að-
alþings. Kópavogsbær byggir skól-
ann en Guðrún Alda ásamt Sigurði
Þór Salvarssyni munu reka leikskól-
ann. „Við ætlum að fara nýjar leiðir í
mörgu og til dæmis ætlum við að hafa
öflugra upplýsingatæknistarf en á
mörgum öðrum stöðum,“ segir Guð-
rún Alda. „Börnin vinna þá á skap-
andi hátt í tölvum, ekki í tölvuleikjum
heldur munu þau nota tölvur sem
verkfæri í starfinu. Í leikskólanum
verður ekki mikið af hefðbundnum
leikföngum en mikið af hlutum og
endurnýtanlegum efnivið til að leika
sér með. Við erum að stíla inn á að
börnin noti ímyndunaraflið. Við verð-
um meðal annars með vísindasmiðju,
listasmiðju og byggingasmiðju og
það verður mjög mikið af efnivið til
að byggja úr og til dæmis tæki og tól
til þess að búa til skugga.“
Innri agi verður ráðandi
Guðrún Alda segir að skólinn verði
í anda Reggio Emilia en það sé þó
ekkert eitt ákveðið. „Við komum til
með að nota fljótandi námskrá sem
er upprunnin frá Reggio-skólanum.
Fljótandi námskrá er námskrá sem
verður til jafnóðum. Skóli sem notar
fljótandi námskrá segir ekki fyr-
irfram hvernig haustið verður heldur
mótast námskráin eftir áhugasviði
viðkomandi barnahóps og for-
eldrahóps. Rannsóknir sem og al-
menn skynsemi benda til þess að
áhugi sé drifkraftur náms og þess
vegna byggjum við námskrána á
áhuga hópsins. Hóparnir í leikskól-
anum verða því ekki fastnegldir og ef
það er val hjá börnunum fá þau að
velja sem þýðir líka að þau verða að
fá að velja að segja nei,“ segir Guð-
rún Alda og bætir við að þetta verði
leiðtogaleikskóli. „Við viljum leggja
meiri áherslu á frumkvöðlastarf og
finna nýjar skapandi leiðir. Aginn
verður öðruvísi en í mörgum öðrum
skólum, við ætlum frekar að efla
innri agann þannig að börnin vita að
eitthvað sé siðferðislega rangt í stað
þess að einhver segi þeim það eða
þau fái rautt spjald. Við leggjum
minni áherslu á ytri aga en meiri á
innri aga. Það tilheyrir líka frum-
kvöðlastarfinu að vera með gagnrýna
hugsun. Börnin gleypa þá ekki við
öllu sem býðst og telst vera mik-
ilvægt í nútímasamfélagi, gleypa ekki
það nýjasta og flottasta og eru fangar
hluta en eru kannski ekki sátt innra
með sér.“
Valdefling
Guðrún Alda talar um að stjórn-
unarformið í leikskólanum verði
brotið upp þannig að valdeflingin
verði meiri. „Það hugtak kemur til
með að lita stjórnunina og starfið
með börnunum. Börnin munu fá að
ráða miklu um starfið og sömuleiðis
foreldrarnir. Foreldrarnir verða því
meiri þátttakendur í lífi barna sinna
sem og munu börnin sjálf hafa meira
að segja um sitt eigið líf og eigið nám
og lýðræðið fer þannig alveg inn í
innsta kjarna,“ segir Guðrún Alda og
tekur fram að leikskólinn verði opn-
aður í byrjun mars. „Við höfum feng-
ið fullt af starfsumsóknum og þær
eru skemmtilega fjölbreyttar, leik-
skólakennarar, grunnskólakennarar,
hönnuðir, listafólk og ljósmyndarar.
Mjög menntaður og spennandi hóp-
ur.“
Staðalímyndir brotnar upp
Í leikskólanum verður kyn-
fræðilegu sjónarhorni haldið á lofti
en Guðrún Alda segir að kynin verði
þó ekki aðskilin. „Við viljum horfa á
einstaklingana og við munum nota
mikið af ljósmyndaskráningum og
segulbandsupptökum til að skoða
starfið og hvernig fullorðna fólkið
kemur fram við börnin, hvort við töl-
um öðruvísi við stúlkur en drengi.
Þannig reynum við að brjóta upp
þessar staðalímyndir. Litir geta stýrt
starfinu ótrúlega mikið og ef það er
til dæmis kominn bleikur litur á eitt-
hvað þá stjórnar það hverjir velja
það. Þannig notum við litina til að
brjóta starfið upp og munum stund-
um rugla litunum. Þannig setjum við
kvenlegt leikefni með efnivið sem
stúlkur velja síður, eins og þrívídd-
arbyggingum. Ef þær velja eitthvað
síður þá aðlögum við námssvæðið
þannig að þær velji það. Þannig finn-
um við áhuga þeirra og hlustum eftir
því í hvaða leikjum þær eru og hvern-
ig við gætum ögrað þeim.“
Morgunblaðið/RAX
Guðrún Alda Harðardóttir Meiri valdefling í leikskólanum Aðalþingi.
Í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi fá börn og for-
eldrar að móta námskrána í samráði við leikskól-
ann enda er áhugi drifkraftur náms. Kynfræðilegu
sjónarhorni verður líka haldið á lofti þar og reynt
verður að brjóta niður staðalímyndir.
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Leikskólastarf Markmiðið með Reggio Emilia stefnunni er að ýta undir gagnrýna hugsun barna.
Morgunblaðið |35
Í Reggio Emila er megináhersla lögð á sjálfsuppgötvunarnám. Barnið
verður að öðlast skilning á því umhverfi sem það býr í og þarf því að fá
að kanna það af eigin raun. Frumkvæðið kemur frá barninu sjálfu en
hlutverk leiðbeinandans felst aðallega í því að skapa aðstæður til þess
að barnið fái tækifæri til að upplifa og kanna. Þess vegna þarf að vekja
forvitni og sjálfstæða hugsun þess. Markmiðið með stefnunni er að ýta
undir gagnrýna hugsun barna. Talið er að börn hafi miklu flóknari
meðfædda hæfileika til þess að lesa umhverfi sitt og afla sér fróðleik en
áður var talið. Börn eiga því að fá að gera mikið af rannsóknum og til-
raunum til þess að lesa umhverfi sitt og verða þau að fá tækifæri til
þess að skynja heiminn út frá sínum eigin forsendum. Það þarf að leyfa
þeim að nýta alla þá hæfileika sem börnin búa yfir og örva þá eftir
bestu getu. Þetta ýtir undir sjálfstæða og gagnrýna hugsun og hjálpar
þeim að taka afstöðu til hluta á sínum eigin forsendum.
Reggio Emilia
AIESEC eru alþjóðleg, ópólítísk
og sjálfstæð samtök sem rekin eru
af stúdentum og nýútskrifuðum
háskólanemum án hagnaðar. Í
boði hjá samtökunum eru 4000
starfsþjálfunartækifæri í 110 lönd-
um en aðildarlöndum fer sífellt
fjölgandi.
Fjögur starfssvið
Lengd starfsþjálfunarinnar er
frá tveimur mánuðum upp í eitt og
hálft ár og skiptast starfssviðin í
stjórnun, tæknistarfsþjálfun,
kennslu og þróunaraðstoð. Stjórn-
un er ætluð þeim sem til dæmis
læra viðskiptafræði eða sálfræði,
tæknisvið þeim sem læra til dæm-
is verkfræði eða tölvunarfræði. Í
mörgum störfum á kennslusviði er
nauðsynlegt að hafa kenn-
aramenntun en þó ekki öllum, í
Suður-Ameríku eru til að mynda
mörg störf við að kenna ensku.
Flest störfin eru launuð fyrir utan
þróunarstarfsþjálfun, en þar fær
fólk mat og húsnæði gegn vinnu,
og miðast launin við lágmarkslaun
í hverju landi fyrir sig.
Þurfa að standast enskupróf
Skilyrði fyrir því að fara í slíka
starfsþjálfun eru að hafa lokið
minnst tveimur árum í háskóla,
nema ef um þróunaraðstoð er að
ræða, og að þátttakendur séu ekki
eldri en þrítugir. Við umsókn er
greitt 40.000 króna gjald en hluti
þess er fyrir greiðslu enskuprófs
sem þátttakendur verða að stand-
ast. Þeir sem nýlega hafa tekið
TOEFL próf eða annað sambæri-
legt próf í ensku eru undanskildir
og lækkar þá gjaldið.
„Maður heyrir á fólki í kringum
sig að það íhugar nú aðra mögu-
leika og hvernig það geti bjargað
sér á meðan ástandið er svona
slæmt. Við búumst því við aukinni
eftirspurn nú á nýju ári en sam-
tökunum hefur tekist vel að fást
við kreppuna erlendis þannig að
tækifærin hafa ekkert minnkað
hjá okkur. Flestir fara héðan til
Evrópu eða Asíu og hafa Þýska-
land, Indland og Kína verið meðal
vinsælustu áfangastaðanna. Við
stílum sérstaklega inn á núna að
fólk geti fengið sumarstörf í gegn-
um AIESIC og hafi þannig kost á
að gera eitthvað,“ segir Freyja
Oddsdóttir hjá samtökunum. mari-
a@mbl.is
Starfsþjálfun erlendis
Fræðandi Það eru 4000 starfsþjálfunartækifæri í boði hjá AIESEC.