Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 37

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 37
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Það er talað um að frumkvöðlar verði ekki sístmikilvægir í að leiða Ísland út úr kreppunnienda hefur sjaldan verið mikilvægara að ný ogbetri fyrirtæki verði til á Íslandi. Við- skiptasmiðja Klaks, Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífs- ins, býður upp á Hraðbraut nýrra fyrirtækja sem er frumkvöðlastuðningskerfi, að sögn Eyþórs Ívars Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Klak. „Hugmyndin á bak við þetta nám var sú að við vildum búa til námsefni og þekk- ingarmiðstöð sem myndi auka veg frumkvöðlakennslu og ýta undir þekkingu. Þegar talað er um frumkvöðla er alltaf talað um fjármagn, sem vissulega er nauðsynlegt en það gleymist oft að tala um þekkingu. Af rannsóknum um frumkvöðla vitum við að ástæða þess að félög ná ekki þeim árangri sem ætlað var og jafnvel engum árangri er að þau hafa ekki þá þekkingu sem til þarf. Sú við- skiptaþekking er af skornum skammti því viðskipta- þekkingin sem oftast er talað um er sérsmíðuð fyrir stór- fyrirtæki og flestar okkar kenningar eru byggðar á rekstri stórfyrirtækja en ekki rekstri sprotafyrirtækja.“ Besta þekking sem möguleg er Eyþór talar um að það sem Klak vildi gera væri að tryggja að frumkvöðlar fengju bestu þekkingu sem möguleg væri. „Við fórum því og töluðum við áhættu- fjárfestingarsjóðina sem sáu að kjörið væri að vera sam- ferða okkur því þeir setja fjármagn í svona fyrirtæki en hafa ekki bolmagn til að veita þeim þessa þekkingu. Með fjármagni og þekkingu eru miklu meiri líkur á að fyr- irtæki nái árangri,“ segir Eyþór og bætir við að á fyrstu önn námsins hafi reyndir frumkvöðlar sótt námið og fengið svo mikið út úr því að í raun mætti tala þar um viðsnúning. „Önnur önn námsins hefst núna í janúar en sérkenni Viðskiptasmiðjunnar er til dæmis það tengsla- net sem frumkvöðlar komast í. Hér eru helstu fræði- menn og frumkvöðlar sem við vitum um og þeir leiðbeina í þessu námi. Auk þess er hér hægt að vera í beinum samskiptum við reynda og nýja frumkvöðla. Við tengj- umst síðan öllu sprotaumhverfinu og erum með aðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki þannig að við erum nokkurn veginn með fingurinn á púlsinum.“ Hentugt fyrir hópa Það er ekki nauðsynlegt að skrá sig í allt námið heldur er líka mögulegt að taka eina önn eða jafnvel einstök námskeið en allt miðar þetta að því að gera frumkvöðlum kleift að sækja nauðsynlega þekkingu til þess að gera viðskiptahugmynd að veruleika og hjálpa sprota- fyrirtækjum að vaxa og dafna. „Við erum með 25-30 stutt námskeið sem við köllum örnámskeið en þau miðast við tíu tíma í kennslu. Námskeiðin eru helst á fimm sviðum; fjármálum, markaðsmálum, stefnumótun, stjórnun og nýsköpun. Námskeiðin eru á kvöldin og um helgar því námið er sniðið þannig að fólk geti verið í einhverju öðru með en miðast þó fyrst og fremst við að fólk eyði dag- vinnunni í það að búa til fyrirtæki,“ segir Eyþór og bend- ir á að hópar geti sótt um námið sem og einstaklingar. „Það er oft þannig að einstaklingar eru með hugmyndina en við höfum ýtt á að fá hópa inn vegna þess að það eru meiri líkur á að það sé hægt að gera slíka hugmynd að veruleika því það þarf oft mikið til. Þess vegna höfum við í rauninni boðið þeim einstaklingum sem skrá sig inn að fá 2 fyrir 1 þannig að þeir geti boðið einhverjum ókeypis með sér.“ Ráðgjafastjórn með reynslu Hraðbraut nýrra fyrirtækja er þriggja anna nám og fyrsta önnin fer í að vinna í viðskiptahugmyndinni og fara vel í gegnum hana því yfirleitt er eytt alltof litlum tíma í það, að sögn Eyþórs. „Nemendurnir skrifa þá eða endurskrifa viðskiptaáætlun. Á annarri önninni er hug- myndin prófuð á markaði, prótótýpan, frumgerðin, er útbúin og hún kláruð. Á þriðju önninni gerum við kröfu um að fyrirtæki sé farið að selja. Þá eru fyrirtækin líka komin með ráðgjafastjórn sem er skipuð fólki úr at- vinnulífinu en í hana hef ég fengið forstjóra og aðra toppa í fyrirtækjum. Þá fá fyrirtækin hugmyndafræði til lengri tíma og hvernig megi búa fyrirtæki inn í framtíð- ina. Ég hef rannsakað ráðgjafastjórnir við Viðskiptahá- skólann í Kaupmannahöfn og þar hef ég séð gríðarlegan árangur þegar ráðgjafastjórnir eru útbúnar fyrir sprota- fyrirtæki. Um leið og fyrirtæki eru komin í rekstur þá eru líka komnar upplýsingar um hversu líklegt það er til árangurs og þá kemur ráðgjafarstjórnin sterk inn,“ segir Eyþór og leggur áherslu á það að þetta sé ekki síst gott tækifæri fyrir fyrirtæki sem hafa þurft að svelta ein- hverjar góðar hugmyndir. „Núna væri tækifæri að bjóða nokkrum starfsmönnum svona tækifæri, að fara í nám með einhverja hugmynd úr fyrirtækinu sem gæti sann- arlega skapað meiri verðmæti.“ Photos Nám fyrir frumkvöðla Hraðbraut nýrra fyrirtækja er nám sem Viðskiptasmiðja Klaks býður upp á og segja má að námið sé nokkurs konar frumkvöðlastuðningskerfi sem getur komið sér vel. Með þekkingu og fjármagni geta fyrirtæki náð árangri Eyþór Ívar Jónsson Framkvæmdastjóri Klaks, Ný- sköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins. Það þarf bæði fjármagn og mikla þekkingu til að frumkvöðlafyrirtæki nái að vaxa og dafna en oft hefur verið skortur á því síðarnefnda. Í viðskiptasmiðju Klaks er boðið upp á einstakt nám sem nýtist frum- kvöðlum vel. Morgunblaðið |37 smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.