Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 40

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 40
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Hugsunin er sú að ungmennin renni íraun saman við innfædda, geristhluti af því samfélagi sem þau flytj-ast til. Þar búa þau hjá fjölskyldu, stunda sitt nám, og taka þátt í lífinu eins og þau hefðu fæðst á staðnum. Mikil áhersla er svo á að skiptinemarnir læri málið enda er það lykill- inn að samfélaginu,“ segir Eyrún Eyþórs- dóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Göfug markmið AFS eru alþjóðleg sjálfboðaliða- og skipti- nemasamtök sem stofnuð voru af bandarískum sjúkraflutningamönnum í fyrri heimsstyrjöld- inni. „Markmiðið með AFS var að auka skiln- ing milli þjóða með nemendaskiptum og þannig mögulega koma í veg fyrir styrjaldir,“ segir Eyrún en samtökin hafa starfað á Íslandi í um hálfa öld. „Fyrst var eingöngu skiptinám í Bandaríkjunum í boði en starfsemin hefur vax- ið í áranna rás og nú er AFS með skrifstofur í 50 löndum og hægt að stunda skiptinám í enn fleiri löndum.“ Ekki bara skiptinám Þó AFS sé best þekkt fyrir skiptinám skipu- leggja samtökin einnig ferðir sjálfboðaliða til að sinna samfélagslegum verkefnum út um all- an heim: „Sjálfboðaliðar á okkar vegum eru til dæmis að vinna með fátækum börnum, kenna meðal annars ensku í skólum eða starfa á mun- aðarleysingjahælum. Aðrir taka að sér verk- efni á sviði umhverfisverndar og enn aðrir vinna að innflytjendamálum, í raun gera þeir allt milli himins og jarðar,“ segir Eyrún en sjálfboðaliðastarfið er opið fólki frá 18 ára aldri. AFS býður einnig upp á það sem kallað er sumardvöl; styttri dvalir í um 1-2 mánuði þar sem áherslan er þá aðallega á tungumálanám. „En fjölbreytnin er samt til staðar og til dæmis bjóðum við nú upp á dvöl við fornleifauppgröft í Túnis undir leiðsögn fagfólks og vonandi að við sendum þangað íslensk ungmenni næsta sum- ar,“ segir Eyrún. Aðalburðurinn í starfinu er þó skiptinámið og hafa samtökin sent yfir 3.000 Íslendinga í skiptinám þann tíma sem þau hafa starfað og á síðasta ári einu fóru 146 íslensk ungmenni í AFS skiptinám og íslenskar fjölskyldur tóku á móti 46 nemendum frá öðrum löndum. Frá hálfu og upp í heilt ár Skiptinámið er opið ungmennum á aldurs- bilinu frá 15 til 19 ára. „Við bjóðum upp á hálfs árs vist, en langflestir velja heils- ársprógrammið. Þannig fæst miklu meira úr dvölinni enda tekur það yfirleitt 3-4 mánuði bara að komast almennilega inn í tungumálið og menninguna,“ segir Eyrún. Eins og fyrr sagði búa skiptinemar AFS endurgjaldslaust hjá fjölskyldum. „Þetta er fólk sem hefur bæði húsrúm og hjartarými til að taka við aukameðlimi í fjölskylduna. Nem- inn verður hluti af fjölskyldunni, ef fjölskyldan fer út að borða fer hann með og ef heim- ilisfólkið fer í frí slæst skiptineminn með í för. Fjölskyldan veitir honum það sama og öðrum börnum á heimilinu, en til að vera ekki fjár- hagsleg byrði þarf nemandinn sjálfur að skaffa sér vasapeninga,“ segir Eyrún en skólagjöld, tryggingar og ferðakostnaður eru innifalin í þáttökugjöldum. Til mikils ætlast Ríkar kröfur eru gerðar til umsækjanda og ekki getur hver sem er orðið AFS skiptinemi. „Umfram allt þurfa umsækjendur að vera víð- sýnir og vera andlega tilbúnir til að takast á við þau umskipti sem felast í því að flytja á fram- andi slóðir. Það er alls ekkert auðvelt og ekki fyrir hvern sem er að takast á við,“ segir Ey- rún. „Umsækjendur þurfa líka að hafa staðið sig í skóla og fengið góð ummæli frá kennara. Sum námslönd samþykkja til dæmis ekki um- sækjendur sem hafa fallið í einhverju fagi ein- hvern tíma á námsleiðinni.“ Umsóknarferlið fer þannig fram að sótt er um rafrænt á heimasíðu AFS og umsækjandi tekinn í viðtal í kjölfarið. Gangi allt að óskum tekur þá við framhaldsumsókn sem felur meðal annars í sér heilsufarsskoðun, að umsækjandi skrifi ritgerð um sjálfan sig og foreldrar hans sömuleiðis. Þeir sem svo eru samþykktir til skiptinámsdvalar geta síðan valið sér 1-5 lönd þar sem þeir vilja læra en það veldur loks á gistilandinu að samþykkja hvaða umsækj- endum er tekið við. Áður en farið er út í heim þurfa skiptinemarnir að sitja námskeið sem ætlað er að auðvelda þeim umskiptin og aðlög- unina. Eftir heimkomuna eru svo haldin fram- haldsnámskeið til að byggja ofan á þá reynslu og þekkingu sem skapaðist. Efni í leiðtoga „Við ræðum það oft okkar á milli hjá AFS að það færi kannski betur á því að kalla þetta leið- togaþjálfun, því ávinningurinn er slíkur fyrir flesta skiptinema. Að fara út í heim 16-17 ára gamall og ómótaður og takast á við það sem fylgir vistaskiptunum krefst mikils hugrekkis og seiglu. Skiptinemarnir eflast mikið við þá reynslu sem þeir hljóta og snúa til baka með aukið sjálfstraust og mikilvæga þekkingu í far- teskinu,“ segir Eyrún. „Rannsóknir AFS hafa sýnt að þessir nemendur mennta sig iðulega vel og verða framarlega í því sem þeir taka sér fyrir hendur seinna á lífsleiðinni.“ Leggja heiminn að fótum sér Morgunblaðið/Valdís Thor Eyrún Eyþórsdóttir, framkvæmdastjóri AFS: „Umfram allt þurfa umsækjendur að vera víðsýnir og vera andlega tilbúnir til að takast á við þau umskipti sem felast í því að flytja á framandi slóðir.“ AFS á Íslandi hefur starfað í rösklega hálfa öld og sent yfir 3.000 skiptinema út um allan heim www.afs.is Það er ómögulegt að sitja svangur við lærdóminn og gott að hafa eitthvað við höndina til að narta í. Eins er nauðsynlegt að fá sér sopa af vatni reglulega til að maður verði ekki þreyttur og fái höf- uðverk. Ýmiss konar næringarefni eru þekkt fyrir að vera afar góð fyrir heilastarfsemina, c-vítamín er til dæmis sagt geta aukið snerpu hugans en brómber eru til að mynda stútfull af því vítamíni. Handfylli af graskersfræjum á dag eru einnig sögð uppfylla daglega sinkþörf líkamans en það er nauð- synlegt til að skerpa á minni og hugsanastarfsemi heilans. Næring fyrir hugann 40|Morgunblaðið ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100 Viltu læra táknmál? Almenn táknmálsnámskeið hefjast 12. janúar nk. Bjóðum einnig upp á sérsniðin námskeið fyrir hópa og skóla. Skráning og nánari upplýsingar í síma 562-7702 eða anney@shh.is Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra www.shh.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.