Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 42
42|Morgunblaðið Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur joinhanna@gmail.com Nú sem aldrei fyrr ríður áað hlúa vel að ungu kyn-slóðinni svo hún megidafna og þroskast í heil- brigt hugsandi manneskjur. Því mið- ur hefur mér lengi fundist skorta á alla gleði í íslenskum ungdómi. Hverju sem um er að kenna er brýnt að búa börnin okkar undir lífið sjálft með því að kenna þeim dyggðir á borð við sjálfsöryggi, kurteisi, virð- ingu og gleði. Það er ekki nóg að henda bara ungunum úr hreiðrinu um tvítugsaldurinn og ætlast svo til þess að þau fljúgi sjálf ef þau hafa hvorki fengið tilsögn né tíma foreldr- anna á uppvaxtarárum. Líklegt er að slíka einstaklinga skorti sjálfstraust á fluginu til að standa keikir á eigin fót- um og lifa af,“ segir náttúrulæknirinn Birgitta Jónsdóttir Klasen sem nú er að sérhanna námskeið sem ætlað er unglingum í þremur efstu bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum fram- haldsskóla. Birgitta hefur hug á að bjóða námskeið þessi í samstarfi við skólayfirvöld og aðra samstarfs- og styrktaraðila, sem kunna að hafa áhuga á því að taka þátt í þessu „gleði“-átaki, sem ná má til allra staða á landinu, eftir efnum og ástæð- um. „Ég ætla að koma víða við í þess- ari fræðslu, sem ég tel geta orðið gott framlag í því kreppuástandi, sem nú ríkir á Íslandi. Fylgifiskar kreppu eru fjölmargir og koma misjafnlega niður á börnum og ungmennum. Ég vil leggja mitt af mörkum til að efla hamingjuna, sporna gegn vanlíðan og efla velferð unglinga og fjölskyldna almennt,“ segir Birgitta. Mótunaráhrif í æsku Birgitta er búsett í Reykjanesbæ þar sem hún starfar sem nátt- úrulæknir með aðstöðu á Flughót- elinu. Hún hefur fjölþætta reynslu af meðferðarstörfum og námskeiðahaldi vítt og breitt um landið auk þess sem hún hefur skrifað bók um svæða- meðferð. Birgitta, sem á íslenskan föður, er fædd árið 1952 og uppalin í Þýskalandi. Hún fluttist til Íslands árið 2000, en hafði á unglingsárum gengið í Gagnfræðaskóla Keflavíkur í tvo vetur. Sjálf segist hún hafa upp- lifað litla gleði á sínum uppvaxt- arárum sem hafi haft mótandi áhrif á hana. „En svo kom að því að ég fékk mín tækifæri síðar,“ segir Birgitta og brosir. Hún útskrifaðist sem nátt- úrulæknir frá þýskum háskóla árið 1973 og er auk þess menntuð í sál- fræðilegri ráðgjöf og félagsráðgjöf fyrir konur. Hún hefur unnið í sex ár með klínískum sálfræðingi. Birgitta er með kennsluréttindi og hefur með- al annars kennt svæðameðferð og öndunarmeðferð við ýmsa þýska há- skóla. Hún var með sjálfstæðan rekstur í Þýskalandi á árunum 1973- 2000, meðal annars á sviði nátt- úrulæknisfræði, sálfræðilegrar ráð- gjafar, veitingarekstrar og fé- lagsráðgjafar HIV-smitaðra. Birgitta segir bæði forvitni og for- dóma ríkja hér á landi í garð nátt- úrulæknisins. Staðreyndin sé hins vegar sú að náttúrulæknirinn gangi í gegnum sömu fög og almennir læknar, meðal annars lífeðlisfræði, líkamsfræði, læknisfræði, vefjafræði og sjúkdómafræði, á þremur árum. Að því búnu geti hann svo bætt við sig grasalækningum, næringarfræði, hómópatíu og fleiri greinum, sem komið geta að gagni við lækningu meina af ýmsum toga. Börnin eru fljót að vaxa „Hugur minn stefndi alltaf í heil- brigðisgeirann. Náttúrulækningar og sálfræðiráðgjöf eru einkar skemmti- leg blanda að vinna með. Mikil fá- fræði virðist þó ríkja um störf nátt- úrulækna hér á landi, en í Þýskalandi vinna náttúrulæknar og heim- ilislæknar gjarnan saman og vísa hvorir á aðra. Ég hef kosið að nota hendurnar mínar til að vinna með fólk og meðhöndla í samræmi við sjúk- dómsgreiningu, en vil í lengstu lög forðast lyf og pilluát við ólíklegustu kvillum. Grípa má til margra annarra úrræða til að hjálpa fólki,“ segir Birg- itta og bætir við. „Fólk þarf auðvitað að finna hamingjuna í sjálfu sér til að hafa dug, þor og frumkvæði til að byggja sig upp og takast á við lífið. En nú vil ég fyrst og fremst einbeita mér að því að kenna unga fólkinu okkar ýmislegt um gleðina og ham- ingjuna og síðast en ekki síst vil ég leiðbeina því í átt til réttrar næringar, sem er undirstaða vellíðunar. Það er alltof mikil neikvæðni í gangi í sam- félaginu og það er alltaf mjög aðkall- andi að halda rétt á málum er snerta ungmenni. Og þrátt fyrir vinnuálag mega mömmur og pabbar ekki falla í þá gryfju að missa af bestu árum barna sinna því þau eru fljót að vaxa úr grasi,“ segir Birgitta að lokum. Birgitta Jónsdóttir Klasen: „Nú vil ég fyrst og fremst einbeita mér að því að kenna unga fólkinu okkar ýmislegt um gleðina og haimingjuna og síðast en ekki síst vil ég leiðbeina því í átt til réttrar næringar.“ Brýnt er að búa börnin undir lífið Dyggðir á borð við sjálfstraust, kurteisi, virðingu og gleði verða í hávegum hafðar á námskeiði fyrir unglinga sem náttúrulæknirinn Birgitta Jónsdóttir Klasen stefnir á að bjóða íslenskum ungdómi upp á. Ensk könnun hefur leitt í ljós að karlkyns kennarar bera meg- inþungann af yfirgangi og árás- arhneigð nemenda. Svarað fullum hálsi Könnunin sýnir að nemendur eru líklegri til að svara karlkyns kenn- urum fullum hálsi í kennslustund og valda þannig ónæði. Á sama tíma hefur dregið úr slíkri hegðun við kvenkyns kennara, þó þeir fái frekar yfir sig skammarræður óánægðra foreldra. Könnunin var framkvæmd af háskólanum í War- wick í umboði bandalags enskra kennara. Niðurstöður hennar koma heim og saman við tölur sem birtar voru nýlega og segja að 200.000 nemendum hafi verið vikið tíma- bundið úr skóla árið 2007, en í ein- hverjum tilfellum leiddi slíkt til varanlegrar brottvísunar. Tveggja ára niðurstöður Þykir könnunin sýna að nem- endum finnist auðveldara að ögra karlkyns kennurum og láta reyna á þolrif þeirra. Í könnuninni var litið á árin 2001 og 2008 og var álíka mikið ónæði af slíku bæði árin. Úr- tak könnunarinnar var 1.500 kenn- arar en þar af sögðu 80 prósent karlkyns kennara að í hverri viku væri þeim svarað fullum hálsi af nemendum sínum, en á móti höfðu 70,8 prósent kvenkyns kennara upplifað slíkt. maria@mbl.is Óþekkt Nemendur svara frekar karlkyns kennurum fullum hálsi. Kennarar fá á baukinn Búvísindi framtíðarinnar Búvísindadeild Lbhí veitir góðan undirbúning fyrir margvísleg störf sem tengjast landbúnaði, matvælaframleiðslu, kennslu og rannsóknir. Nám í búvísindum til BS-prófs skiptist í þrjá meginhluta:                           Kynntu þér nám í búvísindum á heimasíðu skólans: www.lbhi.is A U Ð L IN D A D E IL D Meistaranám og einstök námskeið Meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun býr nemendur undir að takast á við eitt af mest knýjandi viðfangsefnum framtíðarinnar, nýtingu og stjórnun auðlinda. Tökum á móti umsóknum fyrir skólaárið 2009 – 2010 til 15. apríl 2009. Einnig opið fyrir skráningu í einstök námskeið meistaranámsins á vor- og sumarönn 2009. Tilvalið sem endurmenntun fyrir fólk sem starfar á sviði skipulagsmála, auðlindanýtingar, umhvefismats eða á öðrum tengdum vettvangi. Nánari upplýsingar: www.hsvest.is Lj ós m yn d: Ag ne s G ei rd al Í samstarfi við:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.