Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 43

Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 43
Morgunblaðið |43 Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Ég hugsa að það sé ólýs-anlegt að spila á gítarsem maður hefur smíð-að sjálfur,“ segir Gunn- ar Örn Sigurðsson gítarsmiður sem leiðbeinir á gítarsmíð- anámskeiði hjá Tækniskólanum. „Námskeiðið er haldið í þriðja sinn núna en eftir eitt námskeið er hver nemandi búinn að smíða sinn gítar. Ég er með tvær týpur sem hægt er að smíða, Telecaster og Stratocaster. Námskeiðið fer þannig fram að það er ekki mikið um glósur heldur er kennslan fremur í formi spjalls um gítara og hvernig þetta er gert,“ segir Gunnar Örn og bætir því við að það fari svo eftir viðkomandi nem- anda hvort hann geti smíðað ann- an gítar eftir námskeiðið. „Það fer eftir því hvort nemandinn tekur vel eftir og hvað hann punktar mikið hjá sér.“ Getur verið flókið Gunnar talar um að það séu helst karlmenn sem sækja nám- skeiðið en þó hafi ein kona setið fyrsta námskeiðið. „Hún hafði enga reynslu af smíðum en smíð- aði frábæran gítar. Það er nefni- lega ekki nauðsynlegt að hafa reynslu af smíðum til að koma á námskeiðið. Reyndar getur smíðin verið flókin en oft er það þannig að það sem maður kann ekki er flókið. Þetta getur því vafist fyrir sumum en það er misjafnt hvernig svona leikur í höndunum á fólki. Í raun er þetta svipað því að spila á gítar, það virkar ekkert flókið þegar menn kunna það en þegar menn eru að læra á gítar getur það verið flókið,“ segir Gunnar og bætir við að námskeiðið sé í rúm- lega tvo mánuði eða um 100 klukkustundir. „Það tekur þann tíma að smíða einn gítar frá grunni því við smíðum allt. Nem- endur fá fjórar spýtur og úr því verður gítar, tvær spýtur í búkinn og tvær í háls. Allt tréefni er inni- falið í námskeiðinu en nemendur þurfa að kaupa „hardware“ og „pickup“ sem eru stilliskrúfur, raf- kerfið, hljóðboxið og fleira.“ Fínn hljómur Námskeiðið er tvisvar sinnum í viku og kennt er frá klukkan fimm til tíu að kvöldi. „Þetta eru mjög frambærilegir gítarar og meira en það. Menn hafa því verið mjög ánægðir með sína gripi en oft eru nemendurnir spilarar í einhverri hljómsveit eða að byrja að spila. Hljómurinn er fínn í gítarnum en það veltur líka á því hvað er keypt í gítarinn. Fyrst og fremst þarf viðurinn að hljóma, hann þarf að hljóma til að geta framlengt yfir í magnara úr „pickup“. En þetta hefur komið vel út og vissulega endurspeglar gítarinn viðkomandi smið því menn eru misjafnlega vandvirkir. Sama hvernig getan er þá eru menn alltaf jafn ánægðir þegar verkinu er lokið og gítarinn tilbúinn. Það er mjög skemmtilegt að upplifa það að hafa smíðað gít- ar sem er hægt að nota og allt virkar vel. Flestir fá mun meira út úr því en að fara út og kaupa sér gítar.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður: „Það er ekki nauðsynlegt að hafa reynslu af smíðum til að koma á námskeiðið.“ Viðurinn þarf að hljóma Nemendur á gítarsmíðanámskeiði Gunnars Arnar Sig- urðssonar eru himinlif- andi þegar þeir fá gít- arinn sinn í hendurnar enda er ólýsanlegt að spila á gítar sem maður hefur smíðað sjálfur. Að smíða gítar Allir þáttakendur á námskeiðinu smíða sinn gítar. Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda - framhalds – og talæfingaflokkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA Íslenska fyrir útlendinga I - IV 10 vikna námskeið 60 kennslustundir Icelandic for foreigners I - IV 10 weeks courses 60 class hours Kurs jezyka islandzkiego dla obcokrajowcow I - IV Kurs10-tygodniowy 60 godzin lekcyjnych Verklegar greinar Bókband Frístundamálun Glerbrennsla Silfursmíði Skrautritun Trésmíði Útskurður Innritun í síma 564 1507 á vef skólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla við Furugrund Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 2009 Saumanámskeið Að endursauma föt og hanna að nýju Crazy quilt Fatasaumur/ Barnafatasaumur Skrautsaumur Baldering Skattering Þjóðbúningur - saumaður Tölvunámskeið Fingrasetning Tölvugrunnur Tölvugrunnur II Word Ritvinnsla EXCEL Förðunarnámskeið Förðunarnámskeið Að farða sig og aðra Matreiðslunámskeið Bökur Fríðubökur Gómsætir bauna – pasta – og grænmetisréttir Gómsætir hollir suðrænir réttir frá Miðjarðarhafslöndunum Hráfæði Ítölsk matargerð Matarmiklar súpur og heimabakað brauð Matargerð fyrir karlmenn I Grunnnámskeið Matargerð fyrir karlmenn II Framhaldsnámskeið Garðyrkjunámskeið Garðurinn allt árið Trjáklippingar Trjárækt í sumarbústaðalandinu ÍSLENSKUR IÐNAÐUR ÁRIÐ 2011 óskar eftir... bhs.is bifrost.is fa.is fb.is fg.is fiv.is fnv.is frae.is fsh.is fss.is fsu.is fva.is hi.is hr.is idan.is idnskolinn.is klak.is misa.is mk.is simey.is tskoli.is unak.is va.is vma.is Samtök iðnaðarins - www.si.is vel menntuðu fólki til starfa. Í boði eru spennandi og vel launuð störf í áliðnaði, byggingariðnaði, listiðnaði, líftækni, matvæla- iðnaði, málm- og véltækni, prentiðnaði og upplýsingatækni. Iðn-, verk- eða tæknimenntun er skilyrði. Reynsla af framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og markaðssetningu er kostur. Íslenskir verkmenntaskólar, háskólar og fræðslustofnanir bjóða metnaðarfullt nám sem veitir aðgang að þessum störfum. Mótum eigin framtíð – Núna er rétti tíminn! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.