Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 45

Morgunblaðið - 04.01.2009, Síða 45
Morgunblaðið |45 Allir hafa gagn og gaman að því að læra eitthvað nýtt, jafnt ungir sem aldnir. Ætlir þú að sækja námskeið sem krefst heimalærdóms skaltu skapa þér þægilegan stað heima fyrir til að læra. Taktu til á gamla, góða skrifborðinu og komdu skipu- lagi á hlutina með möppum og hirslum ef þörf er á. Mörgum finnst líka notalegt að læra við kertaljós og þá er mikilvægt að opna reglu- lega gluggann til að ferskt loft sé í herberginu. Farðu síðan reglulega með óhreint leirtau inn í eldhús til að það safnist ekki upp. Röð og regla Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Það virðast margir Íslend-ingar stefna til Noregs íkreppunni og freista þessað fá vinnu þar. Í tilefni af því ætlar málaskólinn Lingva að bjóða upp á ókeypis námskeið í norsku og einungis þarf að greiða innritunargjald í skólann sem er 5.000 krónur. Paolo Turchi, skóla- stjóri málaskólans, segist með þessu vera að endurgjalda Íslend- ingum greiðann. „Ég hef verið inn- flytjandi hér í 20 ár og mér hefur alltaf verið tekið opnum örmum. Ís- lendingar hafa verið yndislegir við mig í öll þessi ár og mér líður illa þegar Íslendingar eru atvinnulausir og þurfa að flytja af landi brott. Mér hefur alltaf liðið vel á Íslandi. Ég vil því nota skólann til að sýna þakklæti og býð því alla Íslendinga sem vilja læra norskt talmál vel- komna.“ Mikil eftirspurn Þetta verður í fyrsta sinn sem skólinn býður upp á námskeið í norsku en það kemur í stað dönskunámskeiða sem skólinn hef- ur boðið upp á. Paolo segir að eft- irspurnin eftir norskunámskeiði hafi verið mikil. „Fólk er að hugsa um að flytja út en öfugt við það sem hefur gerst síðustu ár er Dan- mörk ekki efst á lista. Íslendingar eru með mikla verkkunnáttu og þeir eru eftirsóttir í Noregi. Við höfum því ákveðið að kenna norskt talmál og æfingar í talmáli en mið- að er við að nemendur hafi grunn- þekkingu í dönsku, sænsku eða norsku úr grunnskóla eða annars staðar frá. Námskeiðið verður tvisvar sinnum í viku í fjórar vikur og leiðbeinandinn fer yfir lestur dagblaða og kennir fólki það sem skiptir máli ef fólk er að flytja til Noregs, hvað þarf að vita um sam- félagið og hvaða orðaforða er nauð- synlegt að hafa.“ Kenna talmál Lingva var stofnaður árið 2004 og er því rúmlega fjögurra ára gamall. Paolo segir að í skólanum séu alltaf kennd að minnsta kosti tíu tungumál í einu. „Við erum til að mynda með íslensku fyrir út- lendinga sem hefur verið mjög vin- sælt síðustu árin. Við kennum að- allega íslenskt talmál og kennum fólki að tala áður en það lærir mál- fræðina. Við erum líka með fram- andi mál, eins og japönsku, arab- ísku, grísku og kínversku. Við kenndum arabísku í fyrsta sinn fyr- ir áramót og því var vel tekið, við erum því að kenna hana í annað sinn núna. Svo erum við að bjóða upp á grísku í fyrsta sinn. Við kennum námskeiðin þannig að nemendur byrja að tjá sig á tungu- málinu strax í fyrsta tíma. Við kennum því stafrófið ekki strax heldur lærir fólk fyrst að bjarga sér á tungumálinu og svo restina. Það þarf engan grunn til þess, bara að mæta í tíma, vera opinn og þora. Hjá okkur eru heldur engin próf.“ Enskan vinsæl Námskeið Lingvu eru kennd seinnipartinn eða á kvöldin og flest námskeiðin vara í um fjórar vikur en kennt er tvisvar sinnum í viku. Paolo segir námið vera mjög mark- visst. „Við gerum ráð fyrir að fólk þurfi ekki að læra heima heldur er mjög mikið gert í tímum og þar fer enginn tími til spillis,“ segir Paolo og bætir við að spænskan og ítalsk- an séu vinsælustu tungumálin í skólanum. „Enska er líka vinsæl, það er alveg ótrúlegt en það eru ansi margir Íslendingar sem þurfa enskukennslu. Þeir lesa kannski og kunna ensku en hafa enga þjálfun til að tala ensku. Ég er með þrjá hópa í ensku þar sem er verið að beita talmáli.“ Mikil eftirspurn eftir norskunámskeiði Morgunblaðið/Valdís Thor Paolo Turchi Í málaskólanum Lingva er boðið upp á námskeið í alls kyns framandi málum, til dæmis arabísku, grísku og kínversku. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir norsku- námskeiðum og mála- skólinn Lingva ætlar því að bjóða upp á ókeypis námskeið þar sem einungis þarf að greiða innritunargjald. Í skólanum er einbeit- ingin á talmál. smáauglýsingar mbl.is MÍMIR símenntun E in n t v e ir o g þ r ír 4 .2 52 Uppl‡singar og innritun í síma 580-1800 www.mimir.is VORÖNN 2009 Smásagnagerð, þorskastríð, golfreglur, ungbarnatákn, að hanna og sauma og ákveðniþjálfun fiorskastrí›in flrjú Gu›ni Th. Jóhannesson fiorskastrí› Íslendinga vi› Breta voru framhald á sjálfstæ›isbaráttu fljó›arinnar. Hér er rakin saga fleirra. Smásagnager› Ágúst Borgflór Sverrisson Markmi›i› me› námskei›inu er a› nemendur geti skrifa› frambærilegar smásögur. Golfreglur fyrir byrjendur Mikilvægt er a› kunna reglurnar flegar vi› stígun fyrstu skrefin á vellinum. Ungbarnatákn - Örvun málflroska Elsa Gu›björg Björnsdóttir og Margrét Pétursdóttir Á námskei›inu ver›ur fari› í hvernig samskiptaformi› ungbarnatákn er og hva› greinir fla› frá táknmáli. A› hanna og sauma Ásdís Ósk Jóelsdóttir Markmi›i› er a› endurn‡ta gamalt og skapa n‡jar, einfaldar persónulegar flíkur. Ákve›nifljálfun - Fyrir konur Jóna Margrét Ólafsdóttir Ákve›nifljálfun fjallar um fla› hvernig fólk getur byggt upp sjálfstraust og veri› öruggara í samskiptum. fietta eru dæmi um námskei› sem eru í bo›i hjá okkur. Einnig kennum vi› 18 tungumál á mörgum stigum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.