Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 46

Morgunblaðið - 04.01.2009, Page 46
46|Morgunblaðið Kennir fólki sjálfsþekkingu Morgunblaðið/Ómar Egill Örn Egilsson: „Þörfin fyrir sjálfsvörn getur orðið að raunveruleika hvar sem er og við erum að kenna fólki að berjast til að verja líf sitt.“ Að geta varið sjálfan sig við allar aðstæður og sam- tímis þekkt veikleika sína og styrk í daglegu lífi er hverjum manni nauðsynlegt að mati Egils Arnar Egilssonar. Kristján Guðlaugsson hitti hann að máli og ræddi við hann um sjálfsvarnarlist. frá fyrirfram ákveðinni tækni eins og tíðkist í öllum klassísku bardaga- stílunum sem kenndir eru. „Það sem scientific fighting kenn- ir þér eru æfingar sem kallast „cue drill“ á ensku, en þær byggjast á ákveðinni tækni, þó að þú vitir ekki hvað er í vændum. En þú lærir að lesa ákveðnar bendingar, sem segja þér hvað andstæðingurinn ætlar sér. Þetta eru æfingar sem eru gerðar út frá bardaga eða átökum, sem eru nær því að líkjast alvöru bardaga. Scientific fighting kennir enga dansa, hvort sem það er kallað kata eða form, því æðsta formið er hið formlausa form. Takmarkið er að vera ekki fastur í neinu ákveðnu formi, einfaldlega vegna þess að bardaginn getur tekið á sig öll form,“ segir Egill Örn. Hann segir sjálfsvarnarkerfið augljóslega mjög líkamlegt en legg- ur þó áherslu á að sjálfsþekking og sjálfsagi séu lykilatriði. Þrátt fyrir raunverulegar bardagaæfingar er lítið um meiðsli, en þátttakendur hafa plasthlífar og nægar varnir til að forðast þau. Byrjaði að æfa sem barn „Það getur enginn lært að synda án þess að vökna og það sama gildir um þessa tegund sjálfsvarnar. Það verður að gera æfingarnar eins raunhæfar og mögulegt er til þess að þær virki,“ segir Egill Örn. „Það er einstaklingsbundið hvar styrkur fólks liggur og hver og einn verður fyrst og fremst að læra að þekkja sjálfan sig. Það má orða það þannig að verið sé að berjast við egóið. Við erum ekki að æfa eða þjálfa til að byggja upp egóið heldur þvert á móti.“ Egill Örn kveðst alltaf hafa haft mikinn áhuga á sjálfsvarnaríþrótt- um og byrjaði að æfa kornungur. „Ætli ég hafi ekki verið sjö eða átta ára þegar ég byrjaði að æfa skipulega. Reyndar byrjaði ég í kar- ate en þetta vatt svo upp á sig og ég hef fundið minn stíl í scientific fight- ing, ef hægt er að kalla það sér- stakan stíl. Því í raun og veru er sci- entific alls ekki sérstakur stíll heldur formlaus og alhliða bardaga- tækni. Þetta er mitt verkfæri til að skoða heiminn og ég lít á þetta eins og hvert annað listform,“ segir Egill Örn. kristjanlg@gmail.com Egill Örn rekur námskeið íscientific fighting, eðavísindalegri sjálfsvarn-artækni ef hugtakinu er snarað lauslega yfir á íslensku. „Hér er um að ræða sjálfsvarn- artækni sem sækir margt til ann- arra sjálfsvarnarkerfa, en er þó al- gerlega sjálfstæð. Scientific Fighting er rökhugsun bardagans, óháð nokkrum stíl eða kerfi. Gengið er algjörlega út frá virkni í sjálfs- vörn eða bardaga án nokkurra tak- markana. Allt er æft í eins raun- verulegum aðstæðum og hægt er,“ segir Egill Örn. Engin belti eða gráður Ólíkt því sem gerist í bardaga- íþróttum eins og karate, kung-fu, taekwon-do eða öðrum slíkum, er ekki keppt í scientific fighting og það eru hvorki veittar gráður, verð- laun, belti né haldnar í heiðri sér- stakar viðhafnir. „Þetta á ekkert skylt við íþróttir eða keppni og er alls ekki um neinar reglur. Þetta fjallar einfaldlega um sannleikann. Þörfin fyrir sjálfsvörn getur orðið að raunveruleika hvar sem er og við erum að kenna fólki að berjast til þess að verja líf sitt. Þess vegna æfum við meðal annars í skóm því fæstir eru berfættir ef eða þegar ráðist er gegn þeim,“ segir Egill Örn. Bardaginn getur endað standandi eða á jörðinni. Það eru engin sér- stök form sem fylgja scientific figh- ting. „Við tölum um 4 fjarlægðir í bar- daga, sem eru spörk, sem er mesta fjarlægðin í líkamlegri snertingu, í öðru lagi slag eða kýlingar, þá ná- vígi þar sem hné, olnbogar og svo framvegis er notað, og loks glímu- tök, hvort heldur er standandi eða liggjandi. En það sem er mikilvæg- ast er fordómalaust hugarfar. Sjálfsþekkingin nýtist líka í daglegu lífi og æfingarnar miða raunar að því að þeir sem æfa verði betri menn fyrir vikið. Þetta er lífsstíll en ekki íþrótt sem þú æfir tvisvar, þrisvar í viku,“ segir Egill Örn. Æfingar í bardaga Egill Örn segir að þessi fjögur stig hafi verið samin til að einfalda kennsluna, en þar sem sérhver átök eða bardagi sé algjörlega ófyr- irsjáanlegur geti maður ekki æft út Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Símenntun Háskólans á Akureyri er með miklaog fjölbreytta námskeiðsdagskrá á vorönnskólans og því sannarlega í sóknarhug. ElínMargrét Hallgrímsdóttir símenntunarstjóri segir það hafa aukist verulega að fólk viðhaldi og auki við sína menntun. „Ég tel það vera mjög eðlilegt því það eru miklar framfarir á öllum sviðum, hvort sem er tækni, vísindi eða annað, þannig að þetta er mik- ilvægur og þarfur vettvangur fyrir fólk sem vill við- halda og uppfæra sína þekkingu. Við erum með alls kyns fræðandi námskeið, í raun allt sem við erum beð- in um eða náum í. Ef við finnum að markaðurinn hefur áhuga og við finnum kennara erum við tilbúin að gera hvað sem er.“ Styttri og lengri námskeið Hjá Símenntun Háskólans á Akureyri má sækja lengra nám sem og styttri námskeið. „Lengsta námið okkar er þriggja missera rekstrar- og viðskiptanám en við höfum verið með það í nokkur ár. Námið er nánast eins og fyrsta árið í viðskiptafræðinni og gefur mögu- leika á að setjast inn á annað ár á viðskipta- og raun- vísindadeild skólans. Svo höfum við verið með mann- auðsstjórnun sem er ein önn en við höfum boðið upp á það undanfarin ár við miklar vinsældir. Önnur nám- skeið sem við erum með eru meira og minna styttri námskeið, allt frá þriggja tíma námskeiðum upp í svona þrjá daga,“ segir Elín og tekur fram að símennt- unin sé nokkurs konar útibú frá Háskólanum á Ak- ureyri. „Við erum í sjálfstæðum rekstri út frá háskól- anum þannig að það nám sem fram fer hér þarf að standa undir sér en við leigjum aðstöðu í háskólanum. Margir af okkar leiðbeinendum eru líka kennarar í Há- skólanum á Akureyri.“ Námskeið á meistarastigi Elín talar um að vinsælustu námskeiðin hjá símennt- uninni séu námskeið sem varða fjármál og rekstur og uppeldis- og kennslufræði. „Við höfum stílað inn á há- skólamenntaða og þá helst kennara, heilbrigðisstarfs- menn og viðskiptamenntað fólk. Þeir sem sækja helst okkar námskeið eru háskólamenntaðir sem vilja bæta við sig námi og uppfæra sína þekkingu. Við erum mjög reglulega með ný námskeið, sérstaklega á uppeldis- og kennslufræðisviðinu þar sem oft eru einhverjar nýjar kenningar og aðferð- ir sem er vinsælt að fræðast um. Svo erum við líka með nokkur námskeið á meistarastigi sem við kennum í sam- starfi við háskólann. Á vormisseri bjóðum við upp á tvö námskeið á meistarastigi. Það er annars vegar námskeið í klínískri leiðsögn fyrir há- skólamenntaðar fagstéttir sem sinna leiðsögn nemenda á heilbrigðissviði og síðan ætlum við að vera með nám- skeið um krabbamein, orsakir, greiningu og meðferð sem er líka fyrir háskólamenntaðar fagstéttir í heil- brigðisþjónustu.“ Mikið um fjarnám Mörg af námskeiðum Símenntunarinnar eru kennd í fjarnámi og þar á meðal fyrrgreint námskeið um krabbamein. „Skólinn er í samstarfi við símennt- unarstöðvar vítt og breitt um landið þannig að við bjóðum upp á hluta af okkar námskeiðum á þessum stöðum. Við viljum gjarnan bjóða sem flest námskeið í fjarnámi en auðvitað þurfum við ákveðinn fjölda nem- enda þar sem við þurfum að greiða fyrir móttöku nám- skeiða. Við höfum því miðað við að hafa þrjá nemendur á hverjum stað til að standa undir kostnaði. Námskeið í mannauðsstjórnun sem við höfum verið með und- anfarin ár höfum við sent á 5-10 staði í fjarnámi en þá þarf fólk ekkert að koma í skólann sjálfan. Raunar er einstaka nám skipulagt þannig að fólk kemur einu sinni eða tvisvar í skólann. Þá hefur það aðallega verið til þess að fólk kynnist aðeins innbyrðis og kynnist skólanum en það er þá eingöngu í lengri námskeiðum. Eins höfum við verið í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu og kennt út um allt land en þá höfum við skipu- lagt námið þannig að fólk hefur komið hingað í upp- hafi, til að sjá okkur og sjá aðstöðuna hérna.“ Aukið við háskólamenntun Undanfarin ár hefur það færst verulega í vöxt að fólk viðhaldi og auki við sína menntun og hjá Símenntun Háskólans á Akureyri má sækja bæði styttri og lengri námskeið. Hluti námskeiðanna er kenndur í fjarnámi. Elín Margrét Hallgrímsdóttir NÁMSKEIÐ FYRIRLESTRAR VINNUSTOFUR ÞJÁLFUN Þekkingarmiðlun hefur starfað með flestum fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi undanfarin 7 ár. Árið 2008 kenndi 21 leiðbeinandi alls um 23.000 nemendum. Fjöldi námskeiða sem boðið er uppá er 63, m.a. á sviði stjórnunar, samskipta, stefnumótunar, starfsmannasamtala, teymisvinnu, erfiðra starfsmannamála, umhverfismála, liðsheildar, tímastjórnunar, þjónustu, vinnustaðarmenningar o.fl. o.fl. Fjöldi fyrirlestra sem boðið er upp á er 80. Fjöldi vinnustaða sem keyptu námskeið og fyrirlestra árið 2008 var 231. Flest námskeið eru sérsniðin að óskum vinnustaða. Þekkingarmiðlun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem hefur fjögur megingildi að leiðarljósi sem eru Metnaður, Fagmennska, Þjónusta og Ábyrgð. Leiðbeinendur gefa reglulega námskeið og fyrirlestra til góðgerðarmála. Á árinu 2008 nutu SOS-barnaþorpin fjárhagslegs styrks. Kíktu á www.thekkingarmidlun.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.