Morgunblaðið - 04.01.2009, Side 47
Morgunblaðið |47
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
Innan skólans starfa það semvið köllum sex gáttir íslensksatvinnulífs og þátttakenda aðþeirri þekkingu sem Háskól-
inn í Reykjavík býr að. Síðastliðið
ár var algjört metár hjá okkur og
ljóst að Íslendingar eru að gera sér
grein fyrir því að það er mikils virði
að taka þátt í námskeiðum og ekki
bara rekstrarkostnaður. Meðal
gáttanna er stjórnmennt sem þjón-
ar íslenskum fyrirtækjum með
námskeiðum fyrir stjórnendur, sér-
fræðinga og almenna starfsmenn.
Þar höfum við unnið náið með
stórum fyrirtækjum eins og til
dæmis íslensku bönkunum, Lands-
virkjun og Rio Tinto og það er gam-
an að sjá að fyrirtækin nota svokall-
aða ROI-mælikvarða sem mæla
raunverulegt virði þess sem nám-
skeiðin skila inn í fyrirtækin. Önnur
gátt er fagmennt þar sem við sjáum
um námskeið í nýjum störfum eins
og til dæmis fyrir viðskiptaráðu-
neytið um löggildingu bæði verð-
bréfa- og fasteignasala. Hér er
hægt að sækja diplómanám sem
veitir háskólaeiningar og við-
urkenningu en einnig getur fólk
sótt til okkar staka áfanga,“ segir
Guðrún Högnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Opna háskólans.
Tvíþættur gróði
Guðrún segir marga fara í nám
samhliða starfi og mörg fyrirtæki
greiði fyrir slíkt auk þess sem þau
séu niðurgreidd af stéttarfélögum.
Gróðinn sé tvíþættur, annars vegar
þekkingin sem viðkomandi fær en
einnig ECTS einingar á há-
skólanámi sem má nýta við háskóla.
Þá býður skólinn nú sérstök nám-
skeið fyrir þá sem misst hafa vinn-
una og er greitt fyrir það af stétt-
arfélögunum. Á þeim er fylgt því
sorgarferli að missa vinnuna, allt
frá því að viðkomandi missir starfið
og þarfnast úrræða um fjármál og
útrás fyrir reiði yfir í það að horfa á
nýsköpun, lífsgildi og markmið.
„Við búumst við metaðsókn á allar
okkar námsbrautir á nýju ári enda
eru fyrirtækin ekkert endilega að
slá af í þessu og sjá að þau eru að
skapa virði með því að mennta sitt
fólk,“ segir Guðrún.
Ókeypis áskrift að fyrirlestrum
Hjá Opna háskólanum er einnig
hægt að gerast áskrifandi að svo-
kölluðu hávarpi eða podkast. Þar
gefst fólki færi á að fá nýjan fyr-
irlestur reglulega í formi hlaðvarps
í gegnum net skólans. Aðgangurinn
er án endurgjalds en fólk getur
gerst áskrifendur í gegnum itunes
eða hlustað beint í gegnum tölvuna.
Um er að ræða fyrirlestra á heims-
mælikvarða frá innlendum og er-
lendum sérfræðingum en efnið er
afar fjölbreytilegt líkt og hvað er
gervigreind og hvað eiga fjöl-
skyldur að gera í kreppunni? Fjöl-
margir hafa þegar gerst áskrif-
endur og er þetta hluti af framlagi
skólans til þess ástands sem nú rík-
ir.
Nýtt kennsluefni í lífsleikni
Meðal þess sem opni háskólinn
sér nú um er að innleiða og þróa
nýtt kennsluefni í lífsleikni fyrir ní-
unda og tíunda bekk. Efnið byggist
á 25 ára leiðtoga- og stjórn-
unarfræðum sem nefnast 7 venjur
til árangurs, eða The Seven Habits
of Highly Effective People eftir
Stephen Covey, og hefur verið
kennt við Háskóla Reykjavíkur um
nokkurt skeið. Búið er að yfirfæra
námsefnið á áskoranir unglinga og
gefa út kennsluefni sem lýtur að því
að byggja upp unglinga sem ein-
staklinga til að takast á við þær
áskoranir sem bíða þeirra þannig að
þeir séu hæfari til að velja réttar
leiðir í lífinu.
Öruggari með breytt viðhorf
„Námsefnið felst mikið í þátttöku
unglinganna þar sem þeir vinna
með sjálfa sig og setja sér framtíð-
arsýn. Ég hef verið að prufukenna
efnið í fjórum níundu bekkjum í Ás-
láksskóla í Hafnarfirði, Grunnskóla
Seltjarnarness og Garðaskóla í
Garðabæ í haust. Það hefur verið
virkilega gaman að sjá árangurinn
hjá krökkunum á þessum fjórum
mánuðum. Þau eru öruggari, já-
kvæðari og með breytt viðhorf.
Hugmyndin er sú að prufukenna
námsefnið til að aðlaga það íslensk-
um aðstæðum og spara kennurum
þannig þá vinnu sem fer í að inn-
leiða slíkt í kennslustundir. Í vor
verður síðan haldið námskeið fyrir
kennara í námsefninu þar sem þeir
hljóta réttindi til að kenna það. Þá
verður líka gerð könnun varðandi
hagi og líðan grunnskólanema og
þessi 100 krakka hópur notaður til
samanburðar svo það verður áhuga-
vert að sjá hvað kemur út úr því.
Með þessu nýja efni er annars veg-
ar ætlað að byggja unglingana upp
innan frá þannig að þau hafi skarp-
ari sýn á hvað þau vilji gera, hvert
þau vilji fara og hvaða ábyrgð þau
beri á sínu lífi. Hins vegar hvernig
best sé að vinna með öðrum til að
ná sem mestum árangri. Þar leggj-
um við ríka áherslu á samstarf við
foreldra enda er besta forvörnin að
vera í góðu sambandi við þá. Ég er
mjög sátt við viðbrögð unglinganna,
þau eru mjög spennt yfir verkefn-
unum og hafa gjarnan samband við
mig utan kennslustunda og gefa
mér góð ráð um hvað megi betur
fara, eins hafa þau stofnað sér-
stakan hóp á Facebook tengdan
þessu,“ segir Elín María Björns-
dóttir, verkefnastjóri hjá Opna há-
skólanum.
Heil í gegnum brothætt ár
Meðal verkefna sem unglingarnir
gera er að byggja upp framtíðarsýn
í gegnum alls kyns æfingar og
myndbönd þar sem tekin eru fyrir
gildi, langanir og myndræn sýn.
Efnið verður síðan sett inn í sér-
staka bók hvers og eins við lok
skólaársins.
„Ég held að Íslendingar megi
vera stoltir af ungu þjóðinni í dag,
þetta eru upp til hópa klárir krakk-
ar og kraftmiklir og ég held að með
smá hvatningu gætu þau orðið
virkilega árangursrík. Það er líka
mikilvægt að þau komist heil í
gegnum þessi brothættu ár sem
unglingsárin eru því þá verða aðrar
áskoranir síðar meir auðveldari,“
segir Elín María.
Menntun fólks skapar virði
Klár æska Elín María segir íslensku þjóðina mega vera stolta af ungling-
unum sínum enda upp til hópa klárir og kraftmiklir krakkar.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Dýrmætt Guðrún Högnadóttir segir Íslendinga gera sér grein fyrir því hve
mikils virði sé taka þátt í námskeiðum.
Opni háskólinn í Há-
skólanum í Reykjavík
hefur verið starf-
ræktur síðan í ágúst
síðastliðnum. Hann
starfar með allt frá
æðstu stjórnendum og
stjórnarmönnum til ís-
lenskra skólabarna í
samstarfi við íslenska
og erlenda aðila.
Framvegis - miðstöð um símenntun er sjálfstætt starfandi fræðslufyrirtæki
sem býður upp á námskeið og lengri námsleiðir fyrir sjúkraliða og aðrar
heilbrigðisstéttir, starfsfólk í félagsþjónustu sem og þjónustu- og skrif-
stofufólk. Framvegis býður einnig upp á íslenskukennslu fyrir útlendinga
og klæðskerasaumar námskeið fyrir vinnustaði, stéttarfélög og hópa.
Nýjung í starfsemi Framvegis eru stutt kvöldnámskeið um fjármál heimil-
anna, lögfræði hversdagsins, gerð starfsferilsskrár og framkomu í atvinnu-
viðtölum.
Brúum bilið - Framvegis
www.framvegis.is
framvegis@framvegis.is
Sími 581 4914
• Þriðja og fjórða árið á stúdentsbrautum.
• Skipstjórnanám fyrir skemmtibáta og báta
undir 12 m.
• Allir áfangar í vefkennsluumhverfi.
• Námið kostar einungis 4.250 kr. á önn fyrir
utan námsgögn.
• Skráning á vef skólans.
• Umsóknarfrestur til 9. janúar og til 14. janúar
fyrir skipstjórnarnámið.
www.fas.is • fas@fas.is • Sími: 470 8070
Skólameistari
Fjarnám á vorönn 2009
Heimilisiðnaðarfélag Íslands
Nethylur 2e, 110 Reykjavík
s. 551 5500
hfi@heimilisidnadur.is
www.heimilisidnadur.is
Heimilisiðnaðarskólinn
býður úrval námskeiða
Kennum fólki að
framleiða fallega og
nytsama hluti með
rætur í þjóðlegum
menningararfi
Næsta námskeið hefst mánudaginn 19. janúar n.k.
Kennsludagar:
Mánudagar og fimmtudagar frá 20:00 til 21:30 auk eftirfylgdartíma, alls 14 klst.
Kennarar: Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir,
sérfræðingar í klínískri sálfræði.
Kynningarverð: 42 000.
Niðurgreiðsla möguleg hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Skráning og fyrirspurnir í símum 5340110 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is
N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s .
Vellíðan án lyfja
með verkfærum sálfræðinnar
Fjögurra vikna námskeið Kvíðameðferðar-
stöðvarinnar til að takast á við vanlíðan, álag
og spennu. Kenndar leiðir hugrænnar
atferlismeðferðar til að skoða og breyta
hugsunum og viðbrögðum sem viðhalda
kvíða og depurð. Öflugar slökunar- og
hugleiðsluaðferðir jafnframt kenndar.