Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 „ÍSLAND er grænt en á Grænlandi er ís,“ þylur margur Bandaríkja- maðurinn upp þegar Íslendingar opinbera uppruna sinn vestanhafs. Samkvæmt þessari gervitungla- mynd stendur Ísland hins vegar fyllilega undir nafni enda snævi þakið þegar myndin var tekin í há- deginu í gær. Skörp skil verða milli hvítrar strandlínunnar og sjávarins svarta svo allir fínustu drættir eyj- unnar, sem sumir Íslendingar vilja kalla þá formfegurstu í heimi, verða skýrir. Jarðvísindadeild HÍ vinnur með gervitunglamyndir sem þessa m.a. til að fylgjast með hafís, sem heldur sig fjarri um sinn. Ísland ber nafn sitt með rentu Gervitunglamynd sýnir snævi þakið Ísland umlukt svörtum sjó HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi kröfum Jóns Ás- geirs Jóhannessonar um að dæma beri rannsókn á meintum skatta- lagabrotum hans ólögmæta. Rétt- urinn staðfesti sambærilegan úr- skurð vegna Kristínar Jóhannesdóttur. Jón Ásgeir og Kristín fóru fram á að rannsókn ríkislögreglustjóra vegna meintra brota gegn lögum um tekjuskatt og fleiri lögum yrði dæmd ólögmæt en til vara að mælt yrði fyrir um að saksóknara efnahagsbrota yrði skylt að víkja sæti við rannsókn málsins. Í dómi héraðsdóms kom fram að skilyrði þess að ágrein- ingur verði borinn undir dómara er að viðkomandi mál sé til rann- sóknar hjá lögreglu eða ákæru- valdi. Frávísun staðfest í Hæstarétti FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is HÆTTA er á að kröfuhafar þrýsti á skuldendur að ganga á lífeyrisséreign sína verði áform ríkisstjórnarinnar um að opna fyrir greiðslur úr séreign- arsjóði að veruleika, að mati tals- manns lífeyrissjóðanna. Meðal áforma nýrrar ríkisstjórnar er að setja lög um séreignarsparnað sem gefa sjóðsfélögum „tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr sér- eignarsjóðum“. Bent hefur verið á að með þessu skapist hætta á að illa sett- ir skuldarar lendi í verri stöðu en áð- ur taki þeir sparnaðinn út í viðleitni til að forða sér frá gjaldþroti. Verði gjaldþrotið engu að síður ekki umflú- ið tapa þeir þar með sparnaðinum sem annars væri varinn. Verði tengt við íbúðalán Svo virðist sem þessi hætta sé raunveruleg. „Oft eiga menn lítið í þessum sjóðum og ef þeir eru með há lán hefur þetta í sjálfu sér takmörkuð áhrif á greiðslubyrði. Þá þarf að tryggja að þetta fari a.m.k. í greiðslu vaxta og afborgana,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða. Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra segir ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar varðandi þetta. „Menn hafa t.d. skoðað að tengja þetta við íbúðalán,“ staðfestir hann en undir- strikar að ekkert hafi verið ákveðið varðandi þetta. Steingrímur segist ekki sjá neina ástæðu til þess að við breytingarnar yrði séreignarsparnaðurinn gerður aðfararhæfur við gjaldþrotaskipti. Það yrði einfaldlega val fólks hvort það tæki út sparnaðinn eða ekki. „Það er ekki ætlunin að þvinga menn til að gera þetta nema síður sé,“ segir hann. Hrafn hefur engu að síður áhyggjur af þessu og bendir á að með breytingum í þessa veru séu kröfu- hafar settir í sterka stöðu. Þannig gætu þeir krafist þess að viðkomandi skuldari nýtti séreignarsparnað sinn til lækkunar skulda og settu það jafn- vel sem skilyrði fyrir skuldbreytingu eða annars konar fyrirgreiðslu. Gætt að þeim sem eftir sitja Steingrímur segir ekki liggja fyrir endanlegar skilgreiningar á því hverjir falli í þann hóp sem verði gert mögulegt að taka út sparnað sinn. Fulltrúar lífeyrissjóða sem rætt var við eru sammála um að þær skilgrein- ingar skipti sköpum enda hafi 240 milljarðar legið í lífeyrisséreign landsmanna í lok ársins 2007. Þessi upphæð hefur vissulega breyst við bankahrunið í haust en Hrafn segir ljóst að ef þorri manna leysir sparn- aðinn út geti það skapað vandamál hjá sjóðunum. Í öllu falli verði að tryggja að þeir sem ekki fá sparnaðinn greiddan sitji ekki eftir með lakari eign en ella, sem gæti gerst ef farið yrði út í að selja eignir sjóðanna til að mæta útborg- unarþörfinni. Viðbúið sé að fyrst yrðu bestu og þ.a.l. auðseljanlegustu eign- irnar seldar. Eftir væru lakari eignir sem gæfu af sér verri ávöxtun. „Þess vegna skiptir miklu máli að jafnræðis sé gætt svo að þeir sem eftir verða sitji ekki uppi með verri eignir fyrir vikið,“ útskýrir Hrafn. Gert er ráð fyrir að smíði laga- frumvarps um úttekt úr séreign- arsjóðum gangi greitt fyrir sig. Fulltrúar lífeyrissjóðanna funduðu í gær með fjármálaráðherra um málið og er áætlað að fundarhöldunum ver- ið haldið áfram í dag. Morgunblaðið/Golli Séreignin Skiptar skoðanir eru á því hvort sé til góða fyrir skuldendur að fá aðgang að séreignarsparnaði sínum. Bætt staða í raun?  Gæta þarf að jafnræði eigenda séreignarsparnaðar við út- borganir úr sjóðunum  Staða kröfuhafa gæti orðið sterkari Velta má fyrir sér hversu klókt það sé að leysa út séreignasparnað núna, þegar sjóðirnir standa illa eftir lækkun hlutabréfa að undanförnu, en við slíkar aðstæður er yfirleitt talið betra að bíða og sjá hvort bréfin hækki ekki að nýju. Menn benda þó á að staða sjóðanna sé ærið misjöfn eftir sam- setningu þeirra. Þá hefur í sumum tilfellum verið um hreinar afskriftir eigna að ræða, eins og t.d. þar sem hlutabréf í gömlu bönkunum voru ann- ars vegar. Og þar sem þau standa í núlli munu þau ekki hækka síðar. Að leysa út tap eða hagnað Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VINNUMÁLASTOFNUN greiddi í gær út atvinnuleysistryggingabætur til um 9.500 einstaklinga fyrir tíma- bilið 20. desember-19. janúar. Alls voru greiddar út á bilinu 1.500 til 2.000 milljónir en nákvæm tala lá ekki fyrir. Þetta er hæsta upphæð, sem greidd hefur verið út í einu lagi í atvinnuleysisbætur hér á landi. Jafn- framt má segja að Atvinnuleysis- tryggingasjóður sé orðinn einn um- fangsmesti launagreiðandi landsins. Þar sem umfang var óvenjumikið tók það Vinnumálstofnun og banka margar klukkustundir að koma greiðslunum inn á bankareikninga í gær. Allt gekk þó vonum framar, að sögn Karls Sigurðssonar, sviðsstjóra vinnumálasviðs hjá Vinnumálastofn- un, en mikið álag var á símkerfi stofnunarinnar. Þá hefur verið mikið álag á starfsfólki Vinnumálastofnun- ar undanfarna daga við að undirbúa greiðslurnar og voru margir þeirra í vinnu um helgina. Alls bættust um 400 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í gær. Að sögn Karls Sigurðssonar er reiknað með að um 3 þúsund einstaklingar bætist á atvinnuleysisskrá í febrúar, eða álíka margir og í janúarmánuði. Karl reiknar með að það dragi úr fjölgun fólks á atvinnuleysisskrá, þegar líða tekur á árið. Milljarðar til atvinnulausra 9.500 fengu greiddar bætur í gær Í HNOTSKURN »Nú eru 13.311 ein-staklingar á atvinnuleys- isskrá, 8.374 karlar og 4.937 konur. » Í byrjun desember vorurúmlega 7.000 á skrá og hefur fjölgað um rúmlega 6 þúsund á tveimur mánuðum. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon, ráð- herra fjármála, sjávarútvegs og land- búnaðar, hyggst skoða lagalega stöðu ákvörðunar Ein- ars K. Guðfinns- sonar, fyrrver- andi sjávarútvegsráð- herra, um heimild til hvalveiða næstu fimm árin. „Það verður von- andi fljótlega sem ég fæ öll gögn í hendur og get far- ið að átta mig á málinu. Það er alveg ljóst að við vorum lítið hrifin af að frá- farandi sjávarútvegsráðherra tæki svona stóra og umdeilda pólitíska ákvörðun á sínum síðustu klukku- stundum í embætti,“ segir Steingrím- ur sem jafnframt hyggst skoða út- hlutun á þorskkvóta. „Ég ætla að skoða hvernig það rímar við venjulegt vinnuferli á grundvelli ráðgjafar frá Hafró að boða auknar veiðar á næsta fiskveiði- ári fyrirfram.“ Steingrímur kveðst ekki hafa tekið afstöðu til mögulegs uppboðs á aukn- um þorskkvóta. „Það eru ýmsar hug- myndir um hvernig fara á með við- bótarveiðiheimildir. Þessi ríkisstjórn situr í afar stuttan tíma á þessu fisk- veiðiári og við munum fara varlega með okkar vald í þennan stutta tíma fyrir alþingiskosningar. Það er kannski eðlilegra að stóru framtíðar- málin verði í höndum þeirrar ríkis- stjórnar sem mynduð verður bak kosningum.“ Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra kveðst áhugasamari um að huga að því sem hægt er að gera núna til að auka verðmætasköpun og fjölga störfum í landinu. „Þar hef ég nefnt hluti eins og að auka vinnslu innan- lands á afla sem fer óunninn úr landi og fá meira hráefni í land sem fer for- görðum. Við getum nefnt þá stað- reynd að það vantar hausa og hryggi í þurrkun. Þetta gengur vel að selja og fer á ágætu verði. Það þarf að fara með stækkunargler yfir málin, bæði innan sjávarútvegs og landbúnaðar.“ Um væntanlega aðstoðarmenn sína segir Steingrímur að um verk- efnaráðningar til skamms tíma verði að ræða. Skoðar ákvörðun um hvalveiðar Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.