Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 ✝ Guðrún BjörkRúnarsdóttir Fre- derick fæddist í Kefla- vík 5. ágúst 1971. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Keflavík 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Rúnar Lúðvíksson, f. 20. desember 1943, og Fríða Felixdóttir, f. 19. nóvember 1943. Systkini Guðrúnar eru Lúðvík, f. 21. júní 1963, kvæntur Iðunni Ingólfsdóttur, þau eiga tvö börn, Gunnar Felix, f. 11. febrúar 1967, kvæntur Örnu Hrönn Sigurðardóttur, þau eiga þrjú börn, og Særún Ása, f. 18. júní 1979, í sam- búð með Jónasi Þór Jónassyni, þau eiga fjögur börn. Sonur Guðrúnar og Vilberts Gúst- afssonar, f. 9. apríl 1973, er Gunnar Már, f. 3. september 1991. Guðrún Björk gift- ist hinn 29. október 1994 Kenneth William Frederick, f. 25. sept- ember 1968. For- eldrar hans eru Paul- ine H. Spiegel og William E. Frederick, þau eru búsett í Bandaríkjunum. Guð- rún og Kenneth eign- uðust tvær dætur, Söru Margréti, f. 12. október 2001, og Vikt- oríu Lynn, f. 7. febrúar 2004. Þau voru búsett í um þrjú ár í Bandaríkjunum en fluttu síðan heim til Íslands þar sem þau höfðu búið í nokkur ár þegar hún lést. Útför Guðrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku hjartans engillinn okkar. Hvers vegna varst þú tekin frá okkur svona ung og fyrirvaralaust í blóma lífsins, frá börnunum þínum, eigin- manni, fjölskyldu og vinum? Það hlýtur að vera rík ástæða fyrir slíku þó svo að við sem eftir lifum skiljum það ekki. Þú varst okkur yndisleg dóttir og núna hrannast minningarnar upp í huga okkar. Minningarnar um lífs- hlaup þitt sem var allt of stutt en fullt af gleði, ævintýrum og auðvitað líka á stundum vonbrigðum. Þegar þú kynntist eiginmanni þín- um, honum Ken okkar, þá varst þú ákveðin í að flytja með honum til Bandaríkjanna og setjast þar að. Þá kom í ljós að tengsl þín við fjölskyldu og vini voru svo sterk að þú áttir erf- itt með það. Ekki vantaði að þú reyndir en fyrir rest ákváðuð þið hjónin að setjast að á Íslandi. Hér eignuðust þið fallegt heimili og voruð alltaf samhent í öllu því sem þið tók- uð ykkur fyrir hendur. Þú varst börnum þínum góð og umhyggjusöm móðir og eiginmanninum allt. Heim- ili ykkar var líflegt og öllum opið. Börn og fullorðnir sem þangað komu fundu fyrir hlýju og vinsemd enda var heimilið gestkvæmt. Þar mátti aldrei heyrast að einhver væri betri eða verri en annar. Núna er mikil sorg á heimilinu þínu góða, sonurinn, dæturnar og eiginmaðurinn syrgja þig mjög og eiga erfitt með að átta sig á hvað gerst hefur. Núna eru bara allar góðu minningarnar eftir og þær eiga án nokkurs vafa eftir að styrkja okk- ur sem stóðum þér næst. Núna er það hlutverk okkar að hjálpa börn- unum þínum og eiginmanni að ná fót- festu í lífinu eftir þetta mikla áfall sem við höfum öll orðið fyrir. Við biðjum algóðan Guð um að gefa okk- ur styrk til að takast á við það sem framundan er og varðveita þig um alla eilífð. Elsku Guðrún okkar. Við söknum þín svo óskaplega mikið. Mamma og pabbi. Elsku Guðrún okkar er dáin og enginn hefði trúað að þessi lífsglaða og skemmtilega systir, mágkona og frænka yrði tekin frá okkur svona fljótt. Guðrún var alltaf hrókur alls fagnaðar, lífsglöð og ævintýragjörn. Hún var næst yngst af okkur systk- inunum og við eigum margar góðar minningar frá uppvaxtarárum okkar í Grænagarði sem verða okkur ómet- anlegar um ókomna tíð. Við trúum því að það hljóti að bíða hennar mjög stórt hlutverk annars staðar, þó að það sé erfitt að hugsa sér eitthvað stærra en það að halda utan um fjöl- skyldu sína, sem hún gerði svo sann- arlega vel. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar um alla tíð. Góði Guð. Við þig einan getum við talað um ástvin okkar sem þú hefur kallað til þín heim. Þú einn hlustar. Þú einn skilur. Þú einn veist hvernig ásvini okkar líður nú. Dagarnir líða. Lífið heldur áfram sinn vanagang hjá flestum. Ekkert megnar þó að fylla tómarúmið hjá okkur. Hjálpaðu okk- ur að bera einsemdina og minnast í þökk samvista hins liðna. Lát okkur þó ekki einblína á það sem var, hjálp- aðu okkur þess í stað að horfa fram en gefa jafnframt gaum að þeirri stund sem er, og þeim, sem umhverf- is okkur eru nú. Segðu okkur að þú munir vel fyrir sjá, og um síðir gefa okkur öllum þeim sem unnast gleði endurfunda hjá þér. Elsku Ken, Gunnar Már, Sara Margrét og Viktoría, megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Lúðvík, Gunnar, Særún og fjölskyldur. Kæra mágkona og frænka Söknuður sál mína kvelur minn kæri vinur þú ei lengur hér á jörðu dvelur þinni lífsgöngu ei ætlað var lengri veg sárt er því að taka vildi að þú værir ennþá hér Nú þú leið þína hefur lagt yfir móðuna miklu með vissu ég veit þar þú mætt hefur móttökum góðum þar hlýtur nú að vera glatt á hjalla þannig ávallt það var er þú mættir með brosið þitt bjarta Þú einstaka sál hafðir að geyma þér ég aldrei mun gleyma minningin um þig er björt og mikil hér á jörðu niðri hún áfram lifir í hjarta mínu þinn stað þú ætíð munt eiga (Jónína Sesselja Gísladóttir.) Elsku Ken, Gunnar Már, Sara Margrét ,Viktoría, Fríða og Rúnar. Megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Iðunn, Guðmann Rúnar og Eva María. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún.) Orð fá vart lýst söknuði okkar er við kveðjum þig, elsku frænka. Strax í barnæsku vorum við nánar, enda nánast jafngamlar og stutt á milli heimila. Þú varst okkur systrum svo hjartfólgin að við trúum því vart að þú sért ekki lengur hér. Þó svo að með árunum hafi sambandið minnk- Guðrún Björk Rúnars- dóttir Frederick         ✝ Ástkær móðir okkar, ELÍN BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR frá Hrísey, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri laugardaginn 31. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Auður Filippusdóttir, Steinunn Kristín Filippusdóttir LeBreton, Margrét Þóra Filippusdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN INGVARSSON prentmyndasmiður, Viðarási 101, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 22. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Helga G. Helgadóttir, María Sveinsdóttir, Gils Friðriksson, Örn Sveinsson, Hjördís Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær faðir minn og bróðir, GUNNAR ÞÓR ADOLFSSON rennismiður, Logafold 114, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi föstudaginn 30. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Grétar Kr. Gunnarsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR S. OLSEN, Dragavegi 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi, föstudaginn 30. janúar. Ásbjörn Æ. Ásgeirsson, Sjöfn Geirdal, Stefán Ásgeirsson, Kristjana Þ. Jónsdóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Elín Á. Ásgeirsdóttir, Árni Sigurðsson, Guðlaugur Þ. Ásgeirsson, Inga Mjöll Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, LAUFEY SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, Odda, lést föstudaginn 30. janúar. Hún verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju, Borgarfirði eystra, föstudaginn 6. febrúar kl. 14.00. Baldur Guðlaugsson, Halldóra Guðlaugsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, AÐALSTEINN P. MAACK húsasmíðameistari og fv. forstöðumaður byggingaeftirlits ríkisins, áður til heimilis að Hvassaleiti 56, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 24. janúar. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Aðalheiður Maack, Óðinn Geirsson, Pétur A. Maack, Kristjana Kristjánsdóttir, Þórhallur Maack, Gyða Bárðardóttir, Gísli Maack, Kara Margrét Svafarsdóttir, Sigríður Maack, Már Másson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BALDUR BERGSTEINSSON, Beykihlíð 29, Reykjavík, andaðist föstudaginn 30. janúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð Göngum saman til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabbameini, í síma 540 1990 eða á heimasíðu: www.gongumsaman.is. Guðrún Guðmundsdóttir, Sigríður Baldursdóttir, Gunnar Hjartarson, Kristín Baldursdóttir, Kristján Frímann Kristjánsson, Margrét Baldursdóttir, Þórólfur Árnason, Bergþóra Baldursdóttir, Hjörleifur Þórarinsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SÓLVEIG SIGRÚN ODDSDÓTTIR frá Nýjalandi, Garði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, föstudaginn 30. janúar. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju, laugardaginn 7. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Útskálakirkju, reikn. 1192-26-766. Athöfninni verður endurvarpað í Íþróttahúsið þar sem aðstaða verður fyrir fólk sem ekki rúmast í kirkjunni. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.