Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 4. febrúar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 44 69 8 01 /0 9 Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Samstarfsaðilar Ólympíufjölskyldan Fersk sending • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: lifshlaupid.is GOLFVELLIR eru ekki ónýttir þótt allt sé á kafi í snjó því gönguskíðafólk nýtir sér nú færið og fer víða þar sem alla jafna er erfitt að komast um á skíðum. Hund- urinn sem tók þátt í skíðagöngu í gærdag sá þó ekki ástæðu til að fylgja beinu brautinni eins og eigandinn heldur vék sér aðeins frá til að skoða krumma nánar. Morgunblaðið/RAX Krummi og hvutti fylgdu á eftir í skíðagöngunni Þrennt í föruneyti á golfvellinum DREGIÐ verður verulega úr kostn- aði við rekstur Bolungarvíkurkaup- staðar á þessu ári. Í fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram til fyrri umræðu er gert ráð fyrir liðlega 50 milljóna króna sparnaði. Dregið er úr þjónustu sem ekki er lögbundin. Sparnaðurinn er liður í því að koma fjárhag kaupstaðarins aftur á réttan kjöl og kemur til viðbótar hækkun útsvars og tillagna eftirlits- nefndar með fjármálum sveitarfé- laga um niðurfellingu skulda vegna félagslega íbúðakerfisins o.fl. Meðal sparnaðaraðgerða má nefna lækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra. Dregið verður úr vöru- og þjónustukaupum um 10%. Þá verður styttur sá tími sem íþróttamiðstöðin er opin. helgi@mbl.is Farið í saum- ana á rekstri BÆJARFULLTRÚAR á Blönduósi hafa rætt óformlega saman um stjórnun bæjarmála, eftir að slitn- aði upp úr samvinnu fulltrúa E- listans sem hefur meirihlutann. Valgarður Hilmarsson, oddviti E- listans og forseti bæjarstjórnar, segir að rætt hafi verið við fulltrúa gömlu minnihlutaflokkanna, D-lista og Á-lista, og reiknar með að tekn- ar verði upp formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk um myndum meirihluta. Ágúst Þór Árnason, oddviti D-lista, segist bíða eftir svörum E-listans við tilboði minni- hlutans um að taka við forystu í bæjarstjórn og bæjarráði. Þreifingar á Blönduósi „ÉG BYRJAÐI náttúrlega í morgun og vissi þetta í gær,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- málaráðherra í gærdag þegar hún var spurð út í aðstoðarmanna- mál sín. Ásta Ragnheiður sagð- ist viss um að hún þyrfti á frekari aðstoð að halda, en er enn að íhuga útfærsluna. „Og ég er með rosalega fínt og flott fólk í ráðuneytinu. Einstaklega góðan hóp sem verður mér ómetan- legur í þessari vinnu sem framundan er.“ „Mjög gott hugtak“ Þegar rennt er yfir verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar má sjá að ráð- gert er að setja á fót svonefnda vel- ferðarvakt. Þar er komið fram hug- tak sem ekki hefur farið hátt, allavega ekki á síðum Morgunblaðs- ins. Ásta Ragnheiður segir hugtakið þó ekki alveg nýtt af nálinni. „Ég hef oft sagt það á mínum stjórnmála- ferli, að ég væri á velferðarvaktinni í þinginu. Þetta er mjög gott hugtak og brýnt við núverandi aðstæður.“ Á verkefnalista ríkisstjórnarinnar segir að velferðarvaktin muni fylgj- ast með félagslegum afleiðingum bankahrunsins og gera tillögur til að mæta þeim. Ásta Ragnheiður tekur fram að ýmislegt sé þegar komið til framkvæmda og aðrar aðgerðir í vinnslu. „Ég hef farið um ráðuneytið og sé að það er verið að vinna að mörgum góðum málum. Svo þurfum við að vera dugleg við að koma þeim í framkvæmd. Ég ætla mér að koma þeim málum til skila sem verið er að vinna að.“ Þegar hún er spurð nánar út í þau verkefni bendir Ásta á að sjálfsagt verði farið nánar ofan í málefni vel- ferðarvaktarinnar á fyrsta ríkis- stjórnarfundinum, sem haldinn verð- ur í dag. „En ríkisstjórnin verður á vaktinni og fylgist vel með afleiðing- um þessa hruns sem við lentum í. Við munum grípa til aðgerða til að verja fólk, og hafa möskva öryggisnetsins það þétta að fólk falli ekki á milli.“ andri@mbl.is Stjórnin verður á velferðarvaktinni Nýr félagsmálaráðherra hefur ekki gert upp hug sinn varðandi aðstoðarmann Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir TUTTUGU og fimm umsóknir bárust um starf forstjóra nýrrar Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og dauf- blinda einstaklinga. Umsóknar- frestur rann út 19. janáuar síðast- liðinn. Lög um stofnunina voru sam- þykkt á Alþingi í desember síðast- liðnum. Nýja stofnunin tók til starfa samkvæmt lögunum 1. janúar og leysir m.a. af hólmi Sjónstöð Ís- lands, sem hefur verið lögð niður. Félags- og tryggingamálaráðherra skipar forstjóra til fimm ára í senn samkvæmt lögum. Eftirtaldir sóttu um starf for- stjóra: Arnar Pálsson, Arnþór Helga- son, Atli Steinn Guðmundsson, Bergur Þ. Steingrímsson, Björn Vernharðsson, Erna Guðmunds- dóttir, Gunnar Karl Nielsson, Gylfi Skarphéðinsson, Haukur Arnþórsson, Hrefna K. Óskars- dóttir, Hrönn Pétursdóttir, Huld Magnúsdóttir, Játvarður Jökull Ingvarsson, Jenný Þ. Magnúsdótt- ir, Jóhannes Guðni Jónsson, Jón Sævar Jónsson, Júlíana H. Aspel- und, Olga Möller, Ómar Þór Eyj- ólfsson, Ronald Guðnason, Sara Magnúsdóttir, Sólrún Halldórs- dóttir, Sólrún Hjaltested, Svavar Guðmundsson og Tamara Lísa Roesel. Margir sóttu um starf forstjóra Ráðherra skipar í embættið til 5 ára SVAR embættismanna heilbrigðis- sviðs Reykjavíkurborgar við fyrir- spurn fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um heilsufars- leg áhrif piparúða á þá sem fyrir honum verða veitir ekki fullnægj- andi svar um mögulega skaðsemi hans, að mati Guðrúnar Erlu Geirsdóttur, varaborgarfulltrúa Samfylkingar. Máli sínu til stuðnings vísar Guð- rún Erla til álitsgerðar Eitrunar- miðstöðvarinnar, sem aðgengileg er í styttri útgáfu á netinu, að því er virðist, þar sem segir að ein- kenni komi fljótt fram en vari yfir- leitt stutt, í 20-30 mínútur, en geti jafnvel „varað dögum saman“. „Atsmasjúklingar og aðrir með undirliggjandi öndunarfæra- sjúkdóma eru viðkvæmari,“ segir í greinargerðinni og telur Guðrún Erla að með því sé áhyggjum af skaðsemi úðans á þessa einstak- linga ekki svarað að fullu. baldura@mbl.is  Meira á mbl.is Vill ítarlegri svör um úða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.