Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Íslendingar fá ekki oft tækifæri tilað vera leiðandi í heiminum þeg-
ar kemur að regluverki og laga-
setningum. Hingað til hefur land-
inn talið sig leiðandi í
stoðtækjaframleiðslu, fjármála-
vafstri undir það síðasta, já og
handbolta öðru hvoru.
Íslendingar hafa kosið að nýtareglur og lög nágrannaþjóða.
Stjórnarskráin
frá árinu 1944 er
byggð á þeirri
dönsku. Við-
skiptalífið er
drifið áfram á
EES-samn-
ingnum. Lög
taka oftast mið af
því sem gerist á
Norðurlönd-
unum. En nú er öldin önnur.
Ísland er fyrsta ríkið sem efna-hagsástandið í heiminum leggst
á af fullum þunga. Ekki er því hægt
að horfa til nágrannalanda þegar
vandinn er leystur. Reynt er að vísa
til sænsku bankakreppunnar í byrj-
un tíunda áratugarins. Kreppan
hér er hins vegar sögð hlutfallslega
25-falt dýpri.
Og horft er til Íslands vegna efna-hagsvandans. Gordon Brown
vísar því á bug að London sé
„Reykjavík á bökkum Thames“.
Bretland sé ekki á barmi gjald-
þrots.
Hvað er nú til ráða? Það dugaengin vettlingatök á vandann.
Sjálfstæði í hugsun og verki. Þesser nú krafist. Stagbætt, stað-
fært og stílfært heyrir sögunni til.
Markmiðið er að horft verði tilÍslands þegar leita á leiða til
að leysa vanda. Niðurstaðan má
ekki verða að heiti Íslands eða höf-
uðborgar landsins verði uppnefni á
erfiðu, óviðunandi ástandi.
Gordon Brown
Verður Reykjavík uppnefni?
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? !
! "! ! "! "! ! !
#
*$BC
!
"# !$
%! &! '! (!)!
$
*!
$$B *!
$%& '( (&( ) *+ )
<2
<! <2
<! <2
$ ' (, -(. )/
D8-E
/
* !+!
+
#
# !
)!
)
+
$
87
, +! !-! !
'
#)
#, +.
$/(-)
)( !+
) ! !! !
$
%0! 1! (!)!
$
01(%()22
) (* %(3) *)(,
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
LOKUN vinstri beygju af Bústaðavegi inn á
Reykjanesbraut til sex mánaða mun taka gildi í
vor en þær breytingar hafa verið gerðar á verk-
efninu að í stað þess að beygjan verði bönnuð allan
sólarhringinn mun lokunin aðeins gilda á álags-
tímum seinnipart dags. Þetta segir Þorbjörg
Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og sam-
gönguráðs.
Eftir er að kynna tilraunina fyrir íbúum og
hverfaráðum en að sögn Þorbjargar er markmiðið
að reyna að auka flæði umferðar á aðalbrautum,
að því gefnu að gegnumstreymisumferð á Bú-
staðaveginum minnki. Skilti verða sett upp víðs-
vegar á Bústaðaveginum sem segja frá lokuninni.
Mætti harðri gagnrýni
Lokunin hefur verið harðlega gagnrýnd síðan
hún var samþykkt í borgarráði í lok nóvember-
mánaðar á síðasta ári. Íbúasamtök Bústaðahverfis
og hverfisráð Háaleitis- og Bústaðahverfis hafa
mótmælt og nú síðast bættust Samtök verslunar
og þjónustu í hópinn. „Þeim brá aðeins í brún
vegna þess að þarna keyra bílar í gegn [taka
vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanes-
braut] sem komast ekki undir skiltin á stofnbraut-
unum. Það er eðlilegt að íbúum hverfanna bregði í
brún því það kemur í ljós að stórir bílar þurfa að
keyra þar í gegn í staðinn,“ segir Þorbjörg Helga.
Hún segir að vitað hafi verið um þungaflutninginn
en borgarráð hafi ekki gert sér grein fyrir að þessi
leið væri mögulega sú eina fyrir mjög stóra bíla að
fara. „En það er verið að vinna samhliða þessari
tilraun að lausnum fyrir þessa bíla.“
Verður aðeins lokað á álagstímum
Umdeild lokun á vinstribeygju af Bústaðavegi á Reykjanesbraut tekur gildi í vor
„ÞETTA er mjög gefandi starf,
ekki síst kórstarfið, enda alltaf
gaman að vinna með fólki sem
kemur af sjálfsdáðum og af eigin
áhuga,“ segir Jón Ingi Sig-
urmundsson, kennari og kórstjóri
á Selfossi. Kjartan Björnsson,
skipuleggjandi Selfossþorrablóts-
ins, afhenti Jóni Inga Selfosssprot-
ann á blótinu í ár.
Selfosssprotinn er afhentur ár-
lega á þorrablótinu fyrir framlag í
þágu tónlistarinnar.
Jón Ingi hafði kennt við grunn-
skóla og tónlistarskóla á Selfossi í
fimmtíu ár þegar hann lét af störf-
um síðastliðið vor. Viðurkenningin
er ekki síst veitt fyrir kórstarf. Jón
Ingi stjórnaði stúlknakór gagn-
fræðaskólans á Selfossi í fimmtán
eða sextán ár og kór Fjölbrauta-
skóla Suðurlands í sautján ár.
„Þetta var mjög skemmtilegur tími
og ég á góðar minningar frá hon-
um,“ segir Jón Ingi. Stúlknakórinn
gaf út hljómplötu 1968 með amer-
ískum jólalögum, auk annars efnis.
„Platan var mikið spiluð í útvarpi
og er enn eftir að hún var gefin út
á geisladiski. Við vöktum athygli
þegar við komum fram í Sjónvarp-
inu.“
Jón Ingi er ekki við eina fjölina
felldur því hann er virkur áhuga-
málari og heldur sýningar á hverju
ári. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/hag
Selfosssprotinn Garðar Thor Cortes, Jón Ingi og Kjartan Björnsson.
Gaman að vinna með
áhugasömu fólki