Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 Sudoku Frumstig 3 9 5 7 4 8 3 7 4 6 5 8 1 7 9 4 7 8 4 7 3 9 6 1 9 3 6 9 7 3 8 1 2 9 5 2 8 3 5 4 7 4 6 7 9 2 5 8 1 6 9 2 7 5 1 7 4 2 7 1 3 1 5 8 6 8 3 1 1 9 2 9 6 6 3 1 2 8 1 2 3 5 3 5 9 4 4 3 3 7 1 5 2 6 7 7 8 5 1 4 2 9 3 6 3 1 4 7 6 9 5 8 2 6 2 9 3 8 5 4 7 1 2 9 3 6 1 4 7 5 8 1 6 7 5 9 8 3 2 4 4 5 8 2 7 3 6 1 9 9 3 2 8 5 6 1 4 7 5 4 1 9 2 7 8 6 3 8 7 6 4 3 1 2 9 5 3 6 9 8 4 7 1 5 2 5 4 1 2 9 3 7 8 6 7 2 8 6 1 5 9 4 3 1 3 6 4 8 9 2 7 5 2 8 5 3 7 6 4 9 1 4 9 7 5 2 1 3 6 8 8 7 2 1 5 4 6 3 9 9 1 3 7 6 8 5 2 4 6 5 4 9 3 2 8 1 7 5 1 4 6 2 8 9 7 3 9 2 8 4 3 7 1 5 6 6 3 7 1 5 9 4 2 8 7 6 5 8 9 2 3 1 4 1 8 3 7 4 6 2 9 5 2 4 9 5 1 3 8 6 7 3 7 6 9 8 1 5 4 2 4 9 2 3 6 5 7 8 1 8 5 1 2 7 4 6 3 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 3. febrúar, 34. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) Víkverji hefur verið á leið í bíó ummargra mánaða skeið en aldrei komist lengra en inn á kvikmynda- húsasíður Morgunblaðsins. Eftir að hafa rennt augum yfir þær snýst honum jafnan hugur. Hvort það staf- ar af því að hann sé vandlátari í seinni tíð eða kvikmyndir almennt lélegri skal ósagt látið. Hvað sem því líður lét Víkverji loksins slag standa um helgina og skellti sér á hádramatíska mynd, Doubt. Myndin var lágstemmd en á margan hátt ágæt. Líklega verður leikurinn þó lengur í minnum hafður en söguþráðurinn enda fara aðalleik- ararnir, Meryl Streep og Philip Seymour Hoffman, á kostum. Streep er fræg fyrir að bregða sér í allra kvikinda líki og að kaldlynda nunnan í Doubt sé leikin af sömu manneskju og sprellikvendið í hryggðarmyndinni Mama Mia er hreint mergjað. Oft er sagt að leik- konur eigi sér ekki viðreisnar von í Hollywood eftir fertugt en Streep hefur löngu afsannað þá kenningu. Hún verður sextug í sumar. x x x Deildar meiningar eru um þaðhvort gefa eigi upp þjóðerni meintra afbrotamanna í fréttum. Bylgjan fór athyglisverða leið í þeim efnum í gærmorgun þegar greint var frá því að sjö menn hefðu verið teknir höndum fyrir að ræna hrað- banka í Hveragerði. Þjóðerni mann- anna var ekki gefið upp en tekið fram að lögreglan biði eftir túlkum til að geta yfirheyrt þá. Það bendir til þess að mennirnir séu annað hvort útlenskumælandi eða þá svona svaðalega þvoglumæltir. x x x Víkverji fékk á dögunum send ítölvupósti dæmi um skemmti- legar úrlausnir nemenda á stærð- fræðiprófum. Eitt dæmið var á þá lund að finna átti lengd einnar hliðar þríhyrnings. Ein hliðin var 3 cm, önnur 4 cm en þriðja hliðin var merkt X og nemendur beðnir að finna X-ið. Ekki stóð á svarinu hjá téðum nemanda. Hann dró einfald- lega hring utan um X-ið og skrifaði: Það er hér! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skro, 8 lest- arop, 9 snæddur, 10 smá- vegis ýtni, 11 kremja, 13 súrefnið, 15 hjólgjörð, 18 frumhvatar, 21 sefi, 22 stríðni, 23 hlaupa, 24 skynsemin. Lóðrétt | 2 ótti, 3 híma, 4 forsmán, 5 þátttaka, 6 ill, 7 gabb, 12 nöldur, 14 aðstoð, 15 ráðrík, 16 álúta, 17 eldstæði, 18 hlífði, 19 meginhluti, 20 geð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dunda, 4 fýlan, 7 gusta, 8 reist, 9 rúm, 11 riða, 13 hita, 14 korði, 15 maka, 17 klúr, 20 ask, 22 kolin, 23 rjóli, 24 lesta, 25 feiti. Lóðrétt: 1 dugar, 2 nesið, 3 afar, 4 form, 5 leiði, 6 nátta, 10 útrás, 12 aka, 13 hik, 15 mikil, 16 kolls, 18 ljómi, 19 reiði, 20 anga, 21 krof. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 Rf6 3. Rc3 e6 4. a3 Rbd7 5. cxd5 Rxd5 6. Rxd5 exd5 7. Rf3 c6 8. Bf4 Rf6 9. h3 Bd6 10. Bxd6 Dxd6 11. e3 0-0 12. Bd3 Re4 13. Rd2 Rxd2 14. Dxd2 b6 15. Hc1 Bd7 16. Dc2 g6 17. 0-0 Hac8 18. Dd2 Df6 19. Hc3 Bf5 20. Ba6 Hc7 21. Hfc1 Bc8 22. Bb5 Bb7 23. Ba4 b5 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur – Skeljungsmótinu sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Páll Andra- son (1.564) hafði hvítt gegn Inga Þór Hafdísarsyni. 24. Bxb5! Hfc8 25. Ba4 a6 26. H1c2 Dd6 27. Dc1 Kg7 28. Hc5 h5 29. Bb3 Kh6 30. Bxd5! aftur vinnur hvítur lið eftir að hafa hagnýtt sér leppun á c-línunni. Framhaldið varð: 30. … cxd5 31. Hxc7 Hxc7 32. Hxc7 Ba8 33. Hxf7 Bc6 34. e4+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Grue við stýrið. Norður ♠542 ♥109654 ♦D5 ♣K95 Vestur Austur ♠1076 ♠KG3 ♥KD2 ♥G83 ♦106432 ♦G98 ♣D8 ♣10432 Suður ♠ÁD98 ♥Á7 ♦ÁK7 ♣ÁG76 Suður spilar 3G. Sigurvegarar í tvímenningi bridshá- tíðar, Curtis Cheek og Joe Grue, skorðuðu vel í þessu spili gegn norsku Röseng-bræðrunum. Grue var við stjórnvölinn í suður og fékk út tígul gegn grandgeiminu. Grue ákvað að gera út á hjartað – tók fyrsta slaginn heima og spilaði ♥Á og hjarta. Vestur sótti tígulinn áfram og Grue spilaði enn hjarta, sem féll heppilega 3-3. Nú er sagnhafi í góðum málum, kominn með níu örugga slagi og með gaffla í báðum svörtu litunum. Vestur varðist þó vel með því að spila tígli í þriðja sinn, sem ekkert gefur. Til greina kemur að leggja allt á laufsvín- inguna í von um tvo yfirslagi, en Grue þótti það fulldjarft og valdi að toppa laufið fyrst, tók ás og kóng. Það reynd- ist vel, Grue fékk ellefu slagi og 96 stig af þeim 112 sem til skiptanna voru. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Tekið verður eftir öllu sem þú gerir í dag. Spreðaðu í eitthvað létt- úðugt, algerlega óþarft og fullkomlega eftirsóknarvert. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú fyllist metnaði og fram- kvæmdagleði heima fyrir í dag. Vænt- ingar fólks almennt, þínar líka, eru of miklar núna. Veltu samt hlutunum vel fyrir þér áður en þú lætur til skarar skríða. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Láttu ekki freistast til þess að eyða fé þínu í einhverja hluti, sem þú þarft ekkert á að halda. Hvernig viltu svo að þín verði minnst? (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Viðræðum við foreldri eða yf- irvald miðar ekkert í dag. Leggðu þitt af mörkum til að gera andrúmsloftið betra. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þetta er frábær dagur til þess að njóta samræðna við náungann. Horfðu svo bjartsýnn fram á veginn. Breytt hug- arfar kemur sér líka vel. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Notaðu daginn til þess að efla tengslin við vinahópinn. Haltu höfði og sinntu þínu, þá getur ekkert ógnað vel- gengni þinni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Annaðhvort er vinnan að gera út af við þig eða þú ert að leita að nýrri vinnu á fullu. Frumkvæði þitt hefur jákvæð áhrif á fólkið í kringum þig svo nýttu þér það. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert einstaklega kappsfull- ur í dag. Vertu þolinmóður og umburð- arlyndur og mundu að öðrum getur liðið eins gagnvart þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hver er sinnar gæfu smiður segir máltækið. Nú er hins vegar mál að leyfa fólki að kynnast þér smám saman. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er allt á fullu í hausnum á þér og þú hefur hundrað lausnir á öllum vandamálum. Reyndu að halda þeim í einföldum farvegi svo þau eigi sem greiðastan aðgang til allra. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Æfingin skapar meistarann, og þú ert orðinn svo góður á þínu sviði að þú getur gert hlutina í svefni. Gott er að fara í gönguferð og njóta þess. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú þarft á óvenju mikilli hvíld að halda vegna óvissu og breytinga á heim- ilinu. Jákvæðni þín og bjartsýni geta áorkað miklu. Stjörnuspá 3. febrúar 1937 Í Eyjafirði sáust sérstök norð- urljós „sem stöfuðu í allar átt- ir út frá einum depli, sem þó var dimmur“ eins og sjón- arvottur lýsti þessu fyrirbæri sem mun vera nefnt norður- ljósahjálmur. 3. febrúar 1944 Hótel Ísland, stærsta timb- urhús í Reykjavík, brann. Einn maður fórst en meira en fjöru- tíu var bjargað. „Slökkviliðið vinnur þrekvirki í björgun nærliggjandi húsa,“ sagði Vís- ir. Þetta var mesti eldsvoði í borginni í tæp þrjátíu ár. 3. febrúar 1975 Gunnar Þórðarson hlaut lista- mannalaun, fyrstur popp- tónlistarmanna. Þá höfðu átta- tíu lög eftir hann verið gefin út á plötum. 3. febrúar 1981 Síðasti torfbærinn í Reykjavík var rifinn. Þetta var Litla- Brekka við Suðurgötu. 3. febrúar 1991 Eitt mesta fárviðri í manna minnum gekk yfir landið. Eignatjón var á annan milljarð króna en engin alvarleg slys. Langbylgjumastur sem staðið hafði í sextíu ár á Vatns- endahæð fauk um koll. Í Vest- mannaeyjum mældist ein mesta vindhviða sem vitað er um hér á landi, um 237 kíló- metrar á klukkustund (66 metrar á sekúndu). Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… TINNA Dröfn Marinósdóttir fagnar í dag þrítugs- afmæli sínu. Hún segir öll hátíðahöld bíða til 20. febrúar en þá munu hún og vinkonur hennar Fanný og Alda bjóða vinum og ættingjum til stórr- ar veislu sem haldin verður í leigðum sal. Aðspurð segir Tinna Dröfn eftirminnilegasta afmælið hafa verið þegar hún varð 17 ára en auk þess að fá bíl- prófið, eins og venjan er á þessum degi, þá var haldið skemmtilegt afmælispartí. Eitt helsta áhugamál Tinnu Drafnar er mótó- kross en þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað í því í fyrra segist hún vera komin með algera dellu og á hún sitt eigið hjól. Hún segir það skemmtilegasta við mótókrossið vera útrásina sem hægt er að fá í því en hún segist lítið hafa sinnt þessu áhugamáli sínu í vetur vegna tímaskorts. Annað áhugamál er börn en Tinna Dröfn segist vera mikil barnamanneskja. Það er nokk- uð ljóst en auk þess að gæta tveggja barna, 8 mánaða og 1 árs, á dag- inn eiga hún og eiginmaðurinn, Sigurður Ingólfsson vörubílstjóri, fimm börn á aldrinum 3-10 ára. Þau heita Alexandra, Marinó, Thelma, Ingólfur og Gabríel. „Það er í nógu að snúast,“ viðurkennir Tinna Dröfn. ylfa@mbl.is Tinna Dröfn Marinósdóttir dagmóðir 30 ára Alltaf umvafin börnum Nýirborgarar Reykjavík Gréta Petrína fæddist 8. október kl. 13.28. Hún vó 4.205 g og var 53 cm löng. For- eldrar hennar eru Helgi Zimsen og Rósa Jóhann- esdóttir. Reykjavík Karólína fædd- ist 12. desember kl. 3.50. Hún vó 15 merkur og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Jóhanna Gísla- dóttir og Guðmundur Bragason. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.