Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 ✝ Sigurður Sam-úelsson, prófessor emeritus, fæddist á Bíldudal við Arn- arfjörð 30. október 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 26. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Samúel Pálsson skósmiður og kaup- maður á Bíldudal og Guðný Árnadóttir húsfreyja. Bróðir Sig- urðar var Árni Jakob, f. 27.8. 1927, d. 19.2. 1930. Fyrri kona Sigurðar var Lovísa Möller, f. 19.8. 1914, d. 14.3. 1966. Foreldrar hennar voru Jóhann G. Möller verslunarstjóri á Sauð- árkróki og Þorbjörg Pálmadóttir húsfreyja. Börn Sigurðar og Lovísu eru: 1) Sif kennari, f. 23.11. 1943. Maki 1 Þorsteinn Blöndal, börn a) Sjöfn, f. 1966, kjördóttir Þorsteins, faðir Dagur Sigurðarson b) Auðunn Árni, f. 1969, maki Stefanía Egg- ertsdóttir, c) Edda Lovísa, f. 1976, sambýlismaður Páll H. Sigurðsson. Maki 2 Atli Heimir Sveinsson. 2) Sjöfn, f. 14.12. 1945, d. 24.12. 1948. 3) Sigurður Samúel læknir, f. 30.9. 1951. Maki 1 Birna Jónsdóttir, börn Jón Örn, f. 1970, og Lúvísa, f. 1973, landi, Skotlandi, Norðurlöndunum og Bandaríkjunum. Sigurður stofnaði Hjartavernd, samtök hjarta- og æðaverndarfélaga á Ís- landi 1966, formaður fram- kvæmdastjórnar þeirra til 1992. Stofnaði m.a. Gigtsjúkdómafélag Íslands 1963, formaður þess til 1973. Formaður læknafélagsins Eirar frá stofnun þess 1948-50. Í stjórn Læknafélags Reykjavíkur 1950-53. Í læknaráði Landspítalans 1955-82. Stofnandi Lyflæknafélags Íslands 1957, formaður þess til 1961. Í lyfjaskrárnefnd frá stofnun hennar 1963-76. Í ráðgjafahópi Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar á sviði hjarta- og æða- sjúkdóma. Formaður Laxárfélagsins 1968-85. Ritstörf: Cronic cor pulmonale, a clinical study, Khöfn 1950 (doktors- ritgerð), Sjúkdómar og dánarmein íslenskra fornmanna 1988, auk fjölda greina og ritgerða í íslensk- um og erlendum læknatímaritum, einkum um hjartasjúkdóma. Við- urkenningar: Kjörinn bréfafélagi í norska læknafélaginu 1965 og danska læknafélaginu 1966. Kjör- inn heiðursfélagi Gigtarfélags ís- lenskra lækna 1981, Hjartafélags íslenskra lækna 1984 og heið- ursfélagi Hjartaverndar 1992. Heiðursmerki: Riddarakrossinn 1969 og Stórriddarakrossinn 1977. Útför Sigurðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. sambýlismaður Haf- liði Árnason. Maki 2 Ágústa D. Jónsdóttir, börn Sigurður Sam- úel, f. 1987, Jón Þór, f. 1990, og Árni Muggur, f. 1991. Maki 3 Christine Sigurðs- son, börn Katrín Sif, f. 2002, og Kristín Stella, f. 2004. Eig- inkona Sigurðar er Hólmfríður Stef- ánsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 31.7. 1928. Foreldrar hennar voru Stefán Jóhannsson vél- stjóri og skipstjóri í Sandgerði og Þórunn Anna Lýðsdóttir kennari. Barnabarnabörnin eru 11. Sigurður ólst upp á Bíldudal, lauk stúdentsprófi frá MA 1932 og kandídatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1938. Sérhæfði sig í lyflækningum og hjarta- og lungnasjúkdómum í Danmörku. Dr. med. frá Kaup- mannahafnarháskóla 1950. Læknir og sérfræðingur í hjartasjúkdóm- um í Reykjavík 1947-1968, settur deildarlæknir á lyflæknadeild Landspítalans 1950, var prófessor í lyflæknisfræði við HÍ og yfirlæknir við Landspítalann frá 1955-1982. Kynnti sér nýjungar á sviði hjarta- lækninga og lyflækninga í Bret- Þegar mér verður hugsað til afa míns koma minningar frá bernsku fyrst til hugar. Heimsóknir í jólaboð þar sem við krakkarnir kepptum um það hver kæmist næst „stólnum“. Þar sat afi og með glotti beið hann eftir færi til að kitla okkur. Það var alltaf mikil spenna að sjá hver gæti nálgast „stólinn“ án þess að verða fyrir puttanum ógurlega sem gat kitlað mann, leikur sem afi var ansi slunginn við, og krakkarnir kepptu um úthald gegn kitlinu. Það var líka alltaf jafn spennandi að skoða kalda búrið sem hafði að geyma hluti svo sem Sinalco og fleira sem fannst bara hjá afa og ömmu. Þegar ég var á mínum menntaskólaárum var alltaf þægileg tilhugsun að geta litið við í Háuhlíð- inni, þó ekki væri nema í stutt stopp milli kennslustunda, í létt spjall og kaffi. Á síðustu árum fór ég stöku sinn- um með strákana mína í heimsókn og það var gaman að sjá hversu virkur afi var í að fylgjast með þeim. Þá er mér sérstaklega minn- isstætt síðastliðið haust þegar afi sat við hlið Björns Mána og spurði hvort hann gæti ekki frætt sig um listamann nokkurn og málverk eftir viðkomandi listamann sem væri að finna frammi í stofu. Við Björn Máni litum hvort á annað og Björn Máni svaraði: „Ég þekki engan listamann!“ Þetta vakti hinsvegar forvitni okkar þegar afi sagði: „Jú, þú þekkir þennan listamann vel, betur en nokkurn mann“. Svo við fórum inn í stofu til að gá. Þar var afi búinn að koma fyrir vatnslita- mynd eftir Björn Mána. Minning þín, afi minn, lifir í huga mínum og hjarta. Lúvísa Sigurðardóttir. Ég var bara lítil stelpa þegar ég kynntist Sigurði Samúelssyni, það var þegar hann og Hólmfríður móð- ursystir mín gengu í hjónaband. Mér fannst Sigurður strax sérstakur kall og mínar fyrstu minningar eru tengdar viðskiptum sem við áttum. Heima í Hafnarfirði var ákveðið að setja niður kartöflur í garðinum. Sigurður lagði hart að mér að setja niður því hann vildi kaupa af mér nýjar kartöflur. Ég lét tilleiðast og fylgdist Sigurður vel með ræktun- inni og þegar að uppskeru kom fékk hann strigapoka fullan af glænýjum kartöflum. Hann var kampakátur og spurði um verðið um leið og hann tók upp veskið. Ég hafði hugsað málið og sagði honum að pokinn kostaði 500 krónur sem í þá daga var rauður seðill, ég hafði að öðru leyti engan skilning á verðgildinu. Sig- urður hváði og spurði hvort ég væri alveg viss og horfði á mig svolítið strangur. Ég staðfesti og Sigurður glotti þegar hann rétti mér þann rauða, tók í höndina á mér og þakk- aði viðskiptin. Auðvitað voru kartöfl- urnar rokdýrar, en minningin teng- ist meira því hversu áhugasamur Sigurður var um ræktunina og því að hann vildi gera við mig samning alveg eins og ég væri fullorðinn ein- staklingur og jafningi og hann átti virðingu mína alla. Ég kynntist Sigurði betur þegar ég bjó á neðri hæðinni í Háuhlíðinni. Þá varð mér enn frekar ljóst hvílíkur athafna- og ákafamaður Sigurður var í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Honum fannst ekkert skemmtilegra en að standa í fram- kvæmdum og helst hasar og var gjarnan í fararbroddi hvort sem um var að ræða málningarvinnu, garð- vinnu, veisluhöld eða snjómokstur, allt var tekið með trompi og hvergi slegið af þannig að við hin áttum stundum fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Hann fór létt með að moka mann- hæðarháa snjóskafla kominn vel á níræðisaldur og gaf ekkert eftir, rétti ekki einu sinni úr sér meðan á verkinu stóð. En Sigurður var líka þekktur fræðimaður og man ég hversu ein- beittur hann var þegar hann sat við skrifborðið sitt í Háuhlíðinni og skrifaði og lét ekkert trufla sig nema kannski kaffisopa. Hann var góður sögumaður og hafði frá mörgu að segja, meðal annars frá æskuárun- um fyrir vestan, námsárunum í Kaupmannahöfn og síðar starfsár- unum á Landspítalanum og Hjarta- vernd þar sem hann var í farar- broddi og vel þekktur fyrir störf sín þar. Þau hjónin byggðu sér sumarhús á æskuslóðum Sigurðar í Trostans- firði fyrir vestan. Augljóslega átti sá staður hug hans og hjarta. Sigurður var með afbrigðum hraustur maður og vel á sig kominn og náði háum aldri. Hann fylgdist vel með mönnum og málefnum og hélt andlegri reisn sinni nánast fram í andlátið. Vegna starfa minna erlendis hef ég ekki tök á að fylgja Sigurði. Ég votta Hólmfríði móðursystur minni og öðr- um aðstandendum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Sigurðar Sam- úelssonar. Hólmfríður Garðarsdóttir. Kveðja frá Hjartavernd Látinn er í Reykjavík Sigurður Samúelsson, prófessor emeritus, 97 ára að aldri. Sigurður var um margt frumkvöðull á sviði lækninga á Ís- landi upp úr miðri síðustu öld. Sem yfirlæknir á lyflækningadeild Land- spítalans og starfandi hjartalæknir gerði hann sér grein fyrir þeim far- aldri sem kransæðasjúkdómar voru orðnir á Íslandi sem og í öðrum vest- rænum löndum í kringum 1960 þegar fjöldi karla og kvenna féll fyrir þess- um vágesti á unga aldri. Hann beitti sér því fyrir stofnun samtaka Hjarta- verndar 1966 með ýmsu öðru góðu fólki sem nú er flest fallið frá fyrir löngu. Í framhaldinu var síðan stofn- sett Rannsóknarstöð Hjartaverndar í Lágmúla 9 sem teljast verður mikið afrek á þeim tíma. Þá hófst svokölluð Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar til að kanna umfang hjarta- og æða- sjúkdóma á Íslandi og leita leiða til að koma í veg fyrir þennan vágest. Íslendingar svöruðu kalli Sigurðar og Hjartaverndar og á næstu árum komu yfir 20 þúsund Íslendingar til þátttöku í þessari hóprannsókn. Nið- urstöður hennar hafa vissulega stað- fest helstu áhættuþætti kransæða- sjúkdóma á Íslandi, hátt kólesteról, reykingar og háþrýsting ásamt offitu og sykursýki. Þessar upplýsingar frá Hjartavernd hafa því orðið grunnur að áhersluatriðum heilbrigðisyfir- valda í forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum á Íslandi. Þegar Sigurður hóf þessa baráttu upp úr 1960 fékk hann hnjóðsyrði frá ýmsum í þjóðfélaginu en hann hélt ótrauður áfram sinni baráttu fyrir breyttu mataræði og gegn reyking- um. Þessi barátta leiddi smám saman til þess að mjólkuriðnaðurinn svaraði kallinu og fór að framleiða magurri mjólkurafurðir svo eitthvað sé nefnt. Samlegðaráhrif breyttra lífshátta þar sem Sigurður og Hjartavernd voru mikilvægir brautryðjendur á Sigurður Samúelsson Atvinnuauglýsingar Vanir sölumenn Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki óskar eftir kröftugum og mjög reyndum sölu- mönnum með mikil tengsl inn í atvinnulífið. Sala á nýstárlegum námskeiðum og markaðslausnum á Íslandi. Góð sölulaun. Umsóknir sendist á: petur@img-global.com og www.img-global.com Laust embætti saksóknara Laust er til umsóknar embætti saksóknara við ríkissaksóknaraembættið. Dómsmálaráðherra skipar í embættið frá og með 1. mars 2009. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, eigi síðar en 18. febrúar nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 2. febrúar 2009. Afgreiðsla í verslun Pylones Smáralind starf@rcs.is Óskum eftir starfsmanni í afgreiðslu í verslun okkar, Pylones, Smáralind. Hlutastarf, 2 dagar í miðri viku og önnur hver helgi. Meðmæli, heiðarleiki, snyrtimennska og reynsla skilyrði. Erum að útvíkka starfsemina og mun vinnutími breytast síðar. Upplýsingar sendist á starf@rcs.is eða til Pylones, Smáralind. Litríkar og skemmtilegar vörur, létt andrúmsloft og skemmtileg vinna. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi Fundur Stjórn kjördæmisráðsins boðar til kjördæmis- ráðsfundar í Valhöll þriðjudaginn 10. febrúar næstkomandi kl. 20.00. Dagskrá: 1. Tilhögun að uppstillingu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 2. Önnur mál. Stjórn kjördæmisráðsins. Til leigu Til leigu skrifstofuherbergi Til leigu tvö góð 18 fm skrifstofuherbergi í Hamraborg, Kópavogi. Leigð saman eða sitt í hvoru lagi. Aðgangur að kaffistofu og fundarherbergi og möguleiki á stoðþjónustu s.s. símsvörun, bókhaldi, innheimtu, inter- neti og fl. Upplýsingar í síma 892 5118. Félagslíf  FJÖLNIR 6009020319 III  EDDA 6009020319 I  HLÍN 6009020319 VI I.O.O.F. Rb. 4 158238-9.II.* ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR BJÖRNSSON, Þorragötu 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, laugardaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Stefán Haraldsson, Guðjón Björn Haraldsson, Karólína Margrét Jónsdóttir, Anna Sigríður Haraldsdóttir, Sigurður Snorrason, Þóra Sigurðardóttir, Snorri Sigurðsson, Haraldur Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.