Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Jólaskraut Menn eru misfljótir að taka niður jólaskrautið. Í gær var verið að taka niður síðasta jólaskrautið úr glugganum í Bókabúð Steinars.
Golli
Hallur Magnússon | 2. febrúar
Af hverju ekki afborg-
unarlaus endurbótalán?
Rýmkun reglna um viðgerðarlán Íbúða-
lánasjóðs er góðra gjalda
verð. En af hverju var
ekki gengið lengra og
Íbúðalánasjóði veitt
heimild til þess að veita
lán til viðgerða og við-
halds eigin húsnæðis af-
borgunarlaus í 3 ár eins og ég hef
margoft bent á í pistlum mínum?
Slík aðgerð hefði haft margfalt meiri
og betri áhrif en þessar tiltölulega litlu
breytingar á heimildum Íbúðalánasjóðs.
Er ástæðan kannski sú að ég, „aum-
ur“ framsóknarmaðurinn, lagði það til?
Af hverju tekur ríkisstjórnin ekki
heldur fast og markvisst á greiðslu-
vanda heimilanna með því að gefa fólki
kost á að sækja tímabundið um að ein-
ungis ákveðið hlutfall tekna þeirra renni
til afborgana á íbúðalánum?
Meira: hallurmagg.blog.is
Steinar Arason Ólafsson | 2. febrúar
Vinnumálastofnun
Þetta er greinilega allt of
stór biti sem hún er að
taka til sín! Ég er á skrá
sem atvinnulaus hér á
Vinnumálastofnun höf-
uðborgarsvæðisins og
þetta er alveg vonlaust.
Ég er ekki sáttur, í fyrsta lagi fékk ég út-
borgað í dag klukkan 14:00 og þegar ég
athugaði hversu mikið ég fékk þá fékk ég
bara 40.000 krónur! Hver getur lifað á
þessu? Maður þarf að borga skuldir og
þetta er ekki upp í nös á ketti.
Svo er maður að reyna að hringja og
spyrjast fyrir hjá Greiðslustofu atvinnu-
leysistrygginga á Skagaströnd.
Ekki nokkur séns að komast að. Mað-
ur fær ekki einu sinni símsvarann sem
kemur oftast, heldur kemur bara á tali.
Hvernig ætlar þessi eina stofnun sem
sér um að greiða út atvinnuleysistrygg-
ingarnar að geta séð um svona stóran
bita?
Meira: skubbid.blog.is
ÍSLENDINGAR glíma
nú við mestu efnahagsáföll
þjóðarinnar á dögum lýð-
veldisins. Horfur eru á að
ráðstöfunarfé heimila
minnki um a.m.k. 20-25%
og atvinnuleysi fari langt
yfir 10%. Óhjákvæmilegt
er að opinber framlög til
heilbrigðis-, mennta- og al-
mannatrygginga dragist
stórlega saman.
Nú hefur tekið við ríkisstjórn sem
starfa mun í áttatíu daga. Afar brýnt
er að þetta tímabil verði ekki eins
konar biðtími eftir kosningum heldur
verði notað til að leggja grunn að eins
skjótri endurreisn íslensks efnahags-
lífs og framast er unnt. Oft er sagt að
tími sé peningar. Í þessu tilfelli má
segja að tími sé úrslitaatriði. Íslenskt
efnahagslíf er nú fárveikt og sjúk-
lingnum er að blæða út.
Við höfum tekið saman skrá yfir
sjö atriði sem við teljum hornsteina
þess að hefja endurreisn efnahags-
lífsins og unnt er að framkvæma á 80
dögum. Flest þessara atriða geta
samræmst verkefnaskrá hinnar nýju
ríkisstjórnar.
1
Vaxtalækkun. Lækka skal vexti
Seðlabankans umtalsvert nú þegar
og síðan í áföngum á næstu mán-
uðum. Þetta er lykilatriði því hinir
háu vextir eru að þurrka upp lausafé
fyrirtækja, stefna fjölda heimila í
greiðsluþrot og síðast en ekki síst
koma í veg fyrir nýsköpun. Við
ríkjandi aðstæður er ástæðulaust að
hafa áhyggjur af áhrifum vaxta á
verðbólgu. Verðbólgugusan vegna
gengislækkunarinnar síðustu þrjá
mánuði ársins 2008 er að mestu geng-
in yfir. Eftir eru aðeins síðustu leif-
arnar af áhrifum gengislækkunar-
innar. Þegar þær eru gengnar yfir,
væntanlega í þessum mánuði, eru
ekki sjáanlegir neinir umtalsverðir
verðbólguhvatar í kerfinu. Þvert á
móti eru nú miklu frekar horfur á
verðhjöðnun á árinu 2009, sem er
mun skaðlegri en verðbólga. Aðrar
þjóðir hafa lækkað vexti allt niður að
núlli og eru ekki hræddar við nei-
kvæða raunvexti til skamms tíma. Ís-
lendingar eiga að fylgja þeirra for-
dæmi.
2.
Endurreisn gjaldeyrismarkaða.
Sem fyrst þarf að aflétta gjaldeyr-
ishömlum og leyfa eðlilega verð-
myndun á krónunni á alþjóðlegum
gjaldeyrismörkuðum. Til að koma í
veg fyrir skammvinnt gengisfall í
kjölfarið þarf fyrst að semja við eig-
endur svokallaðra jöklabréfa
og tengdra eigna um að breyta
kröfum sínum í löng skulda-
bréf (í íslenskum krónum) með
verulegum afslætti, eða þeir
lúti framhaldandi takmark-
andi löggjöf ella. Áframhald-
andi gjaldeyrishömlurnar
tálma viðskipti og rugla verð-
myndun og valda þar með
verulegu efnahagslegu tjóni.
Slíkar hömlur er því erfitt að
réttlæta, jafnvel við erfiðustu
aðstæður.
3.
Koma bönkunum í gang. Eitt af
frumskilyrðunum fyrir endurreisn
efnahagslífsins er eðlileg banka-
starfsemi. Því miður hafa hinir nýju
ríkisbankar ekki náð því að starfa á
þennan hátt. Þetta stafar að hluta
vegna óvissu um efnahag þeirra.
Þessari óvissu þarf að útrýma sem
allra fyrst. Það mun þó ekki nægja.
Starfsemi bankanna er einnig í fjötr-
um vegna vanhugsaðra nýrra laga-
legra takmarkana, stöðugrar leitar
fjölmiðla að sökudólgum og yfirgrips-
mikilla pólitískra afskipta. Enda þótt
allt þetta sé samfélagslega skiljanlegt
er það engu að síður efnahagslega
skaðlegt. Bankarnir verða að fá að
starfa á sjálfstæðari óháðari hátt með
hagnað að markmiði og sem fyrst
þarf að koma þeim í einkaeigu á nýj-
an leik. Skref í þá átt, sem taka má nú
þegar, er að afhenda þjóðinni form-
legan hluta í þeim endurgjaldslaust.
4.
Umbreyting lána og frestun af-
borgana. Mörg fyrirtæki og heimili
hafa orðið fyrir miklum búsifjum
vegna gengisfalls krónunnar, verð-
bólgu, og hins almenna efnahags-
ástands. Það er ekki hagur sam-
félagsins að keyra þessa aðila í
greiðsluþrot og skynsamlegt að gefa
þeim kost á að létta á þessum skuld-
bindingum þannig að hin sérstaka
hækkun á greiðslubyrði verð færð
aftur fyrir lánið og endurgreiðslutími
þeirra lengdur að sama skapi. Við
teljum af praktískum ástæðum skyn-
samlegt að öll heimili og fyrirtæki í
lykilgeirum hafi þennan skuldbreyt-
ingarétt upp að ákveðnu þaki. Hvað
fyrirtæki snertir þarf hins vegar að
vera í samningi ákvæði sem gjald-
fellir lánið á nýjan leik komi í ljós að
fyrirtækin fullnægi ekki vissum skil-
yrðum sem sett yrðu, t.d. hvað varðar
ábyrgð á hruninu. Það ber auðvitað
að hafa fyrirvara á um að ef fyrirfram
er vitað að fyrirtæki þarfnast ekki
hjálpar, eða er ekki viðbjargandi, þá
á ekki að veita aðstoð. Fjármögn-
unarþörf vegna þessarar fyr-
irgreiðslu þarf að meta og mæta
henni með viðeigandi hætti. Lítið
stendur í vegi fyrir að auka pen-
ingamagn í umferð, nú þegar verð-
hjöðnun er möguleg. Ríki víða um
heim eru að fara þessa leið núna. Það
má alls ekki varpa þessum byrðum á
bankana og íbúðalánasjóð sem þegar
eiga í vök að verjast.
5.
Fjárhagur ríkissjóðs. Tryggja þarf
afkomu og greiðsluhæfi ríkissjóðs. Í
þessu felst að ganga frá drögum að
fjárlögum fyrir árin 2010-2012. Sú
mynd verður ófögur, en hana má ekki
dylja fyrir þjóðinni. Skynsamleg,
raunhæf drög að fjárlögum sem
stefna að jöfnuði innan fárra ára eru
nauðsynleg til að endurheimta eitt-
hvað af því trausti á okkar efnahags-
stjórn sem svo mikilvægt er í alþjóð-
legum viðskiptum. Ýmis óvissa ríkir
um stöðu ríkissjóðs. Yfirvöldum ber
að uppfæra almenning reglulega um
nýjustu áætlanir um stöðu ríkissjóðs.
6.
Skapa traust á lykilstofnunum.
Endurskoða þarf frá grunni helstu
efnahagsstofnanir þjóðarinnar,
skipulag þeirra og stjórn. Við þurfum
að hafa réttar og rétt hannaðar stofn-
anir til að takast á við rétt viðfangs-
efni. Umfram allt ber að leitast við að
tryggja að til þessara stofnana ráðist
hæft fólk og þær starfi fyrir opnum
tjöldum og séu opnar fyrir gagnrýni
og athugasemdum.
7.
Erlendar skuldbindingar. Erlendir
aðilar gera nú miklar kröfur til
greiðslna úr hinu íslenska þjóðarbúi.
Við teljum að þjóðin eigi að kannast
við og leitast við að greiða allar þær
skuldbindingar sem henni ber að lög-
um. Á hinn bóginn teljum við ekki að
þjóðin hafi efni á eða eigi að greiða
umfram slíkar skuldbindingar. Miklu
skiptir að þessi afstaða Íslands verði
gerð skýr og viðeigandi sérfræðingar
og öflugir innlendir og erlendir samn-
ingamenn haldi fram málstað Íslands
hvað þetta snertir.
Eftir Jón Daníelsson
og Ragnar Árnason » Við höfum tekið sam-
an skrá yfir sjö at-
riði sem við teljum
hornsteina þess að hefja
endurreisn efnahagslífs-
ins og unnt er að fram-
kvæma á 80 dögum.
Jón Daníelsson
Jón er dósent við London School of
Economics. Ragnar er prófessor í
hagfræðideild Háskóla Íslands.
Ragnar Árnason
Áttatíu daga efnahags-
áætlun: Brýnustu verkin
BLOG.IS