Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 1
SKATTAR og lögbundin gjöld
voru greidd af kauprétti starfs-
manna Landsbankans, að sögn
Kristjáns Gunnars Valdimarssonar,
fyrrverandi forstöðumanns skatta-
sviðs bankans. Þá segir hann að
kauprétturinn hafi ekki verið fram-
seldur til erlendra félaga.
Erlend félög áttu mikið af hluta-
bréfum í Landsbankanum, sem
voru vistuð í löndum þar sem
skattalöggjöf er hagstæð fjár-
festum. Segir Kristján að þessi lönd
hafi verið valin vegna þess að ekki
var heimilt að stofna svokallaða
sjálfseignarsjóði hér á landi. Sjálfs-
eignarsjóðirnir áttu félögin sem
keyptu hlutabréf í Landsbankanum
á móti kauprétti starfsmanna. »16
Skattar greiddir af kaup-
rétti í Landsbanka
Þ R I Ð J U D A G U R 3. F E B R Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
32. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
ELEKTRA ENSAMBLE
TÓNLISTARHÓPUR
REYKJAVÍKUR 2009
RAUÐHÆRÐ RANNSÓKNAREFNI
Flott og öðruvísi að
skarta rauðu hári
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„YFIRLÝSINGAR Jóhönnu [Sig-
urðardóttur forsætisráðherra, innsk.
blm.] um störf bankastjórnarinnar
eru pólitískar og þær jaðra, eins og
sumir segja, við að vera einelti,“ seg-
ir Halldór Blöndal, formaður banka-
ráðs Seðlabanka Íslands.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra kynnir í dag frumvarp á
ríkisstjórnarfundi um breytingar á
lögum um Seðlabanka Íslands sem
felur í sér að einn bankastjóri verður
yfirmaður bankans. Til stendur að
auglýsa stöðuna. Jóhanna sendi
stjórn bankans, Ingimundi Friðriks-
syni, Eiríki Guðnasyni og Davíð
Oddssyni stjórnarformanni, bréf í
gær þar sem hún óskaði eftir því að
stjórnin myndi hætta störfum sem
fyrst til þess að mögulegt væri að
endurvekja traust á bankanum og á
stjórnun efnahagsmála í landinu.
Frumvarp Jóhönnu felur einnig í sér
breytingu á því hvernig skipað verð-
ur í bankaráð seðlabankans. Halldór
segir þær „pólitísku yfirlýsingar“
sem fallið hafa um stjórn seðlabank-
ans stafa af því að Davíð hafi verið
leiðtogi sjálfstæðismanna í á annan
áratug. „Það hefur hins vegar lítið
farið fyrir efnislegri gagnrýni á
stjórnina,“ segir Halldór.
Eiríkur Guðnason staðfesti í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að
stjórnin hefði fengið bréf frá for-
sætisráðherra en vildi ekki tjá sig
um það.
Stjórninni sagt að víkja
Forsætisráðherra ætlar að auglýsa stöðu seðlabankastjóra
Yfirlýsingar jaðra við einelti, segir formaður bankaráðs Í HNOTSKURN» Frumvarp Jóhönnuverður fyrst afgreitt út
úr ríkisstjórn. Svo verður
það til umfjöllunar hjá þing-
flokkum VG og Samfylk-
ingar, og hjá Framsókn-
arflokki einnig.
» Allir helstu fjölmiðlarheims, þar á meðal Asso-
ciated Press og Reuters,
fjölluðu um bréf Jóhönnu til
stjórnar seðlabankans í gær-
kvöldi.
Ráð með sérfræðingum | 15
TJÖRNIN í Reykjavík er óumdeilanlega eitt frægasta kennileiti borg-
arinnar enda hafa myndir af henni víða ratað á póstkortum erlendra ferða-
manna. Tjörnin þykir ekki síst verðugt myndefni á veturna þegar vatnið
leggur því þá gefa ekki aðeins fuglar henni líf heldur líka sprækir mennta-
skólanemar og aðrir sem nýta sér árstíðabundinn völlinn til ýmissa íþrótta-
iðkana, sérstaklega í blíðviðri eins og nú hefur ríkt dögum saman.
Tjarnarbolti í vetrarsólinni
Morgunblaðið/Golli
EIGNIR gamla Glitnis eru taldar
í þúsundum milljarða króna, frekar
en hundruðum, að sögn Kristjáns
Þórarins Davíðssonar, fram-
kvæmdastjóra Glitnis banka hf.
Unnið er að uppgjöri eignasafns
gamla hluta Glitnis og um 20 manns
vinna nú hjá fyrirtækinu. Í bígerð
er að ráða tvo til viðbótar í þessari
viku. Bankinn er í eigu kröfuhafa á
bankann og laun starfsmanna eru
greidd úr búinu. Tíminn sem upp-
gjörið tekur verður mjög líklega
mældur í árum frekar en mán-
uðum.
Ekki er ljóst hvenær áætlun um
hversu mikil verðmæti munu nást
úr bankanum verður tilbúin.
Strax eftir bankahrunið mikla
tók til starfa fimm manna skila-
nefnd, undir forystu Árna Tóm-
assonar. Meðlimir hennar hittast
enn daglega til að ráða ráðum sín-
um.
Skilanefndin starfar í umboði
Fjármálaeftirlitsins sem jafnframt
greiðir laun nefndarmanna. »8
Eignasafnið afar stórt
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
SKIPVERJAR á Aðalsteini Jóns-
syni SU urðu varir við loðnu á
Papagrunni í fyrrinótt. Hafrann-
sóknarskipið Árni Friðriksson,
sem var inni á Reyðarfirði í gær,
heldur til leitar á þessum slóðum í
dag.
„Okkur fannst þetta vera væn-
legasti flekkur sem við sáum,“
sagði Daði Þorsteinsson, skipstjóri
á Aðalsteini Jónssyni, síðdegis í
gær.
„Við keyrðum eftir þessu í einar
sjö mílur og svo annað eins í vest-
ur. Ég viðurkenni að mig langaði
alveg hrikalega mikið að kasta á
hana. Vonandi tekst að mæla eitt-
hvað út úr þessu, ekki veitir okkur
af,“ sagði Daði.
Hann sagðist hafa þær upplýs-
ingar frá skipverjum á Smáey VE
að þeir hefðu orðið varir við tals-
vert af loðnu S og SA af Hvalbak,
en hugsanlega væru fiskifræðingar
búnir að mæla þá loðnu.
Loðnuleit áfram eða gulldepla
Þorsteinn Sigurðsson, forstöðu-
maður nytjastofnasviðs Hafrann-
sóknastofnunar, sagði að rann-
sóknarskipið Árni Friðriksson færi
í dag til loðnuleitar á Papagrunni,
austur af Stokksnesi. Þorsteinn
sagðist ekki hafa forsendur til að
meta hversu mikið af loðnu væri
þarna á ferðinni en ástæða væri til
að kanna þetta nánar.
Í framhaldinu yrði metið hvort
loðnu yrði leitað áfram eða hvort
Árni héldi til mælinga á gulldeplu
eins og ráðgert hefði verið.
Fundu loðnu á Papagrunni
Vænlegasti flekkur, segir Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni SU
Skipverjar á Smáey VE urðu varir við talsvert af loðnu S og SA af Hvalbak
FYLGI ríkisstjórnin eftir hug-
myndum sínum um að opna fyrir
greiðslur úr séreignarsjóði býður
það þeirri hættu heim að skuld-
endur verði beittir þrýstingi af
kröfuhöfum um að ganga á lífeyr-
isséreign sína.
Hrafn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Landssambands líf-
eyrissjóða, segir að í mörgum til-
vikum eigi „menn lítið í þessum
sjóðum“.
Þetta fé hafi því óveruleg áhrif
hjá þeim sem hafi tekið há lán og
því þurfi að „tryggja að þetta fari
a.m.k. í greiðslu vaxta og afborg-
ana“. | 4
Býður heim
vissri hættu