Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2009, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is EIGNIR gamla Glitnis eru taldar í þúsundum milljarða króna en ekki hundruðum, að sögn Kristjáns Þór- arins Davíðssonar, framkvæmda- stjóra Glitnis banka hf. Þar starfa nú um 20 manns við að gera upp eigna- safn það sem varð eftir við uppskipt- ingu bankans í gamla og nýja Glitni. Gamli Glitnir heitir eins og áður Glitnir banki hf. og er eiginlega fyr- irtæki í greiðslustöðvun. Þar fer eng- in „venjuleg“ bankastarfsemi fram heldur vinna starfsmenn að því hörð- um höndum að gera sem mest úr eignasafninu. „Einhver fallega þenkj- andi manneskja kallaði þetta að við værum í rústabjörgun,“ segir Krist- ján. „Neyðarlögin voru þannig úr garði gerð, eins og staðan er, að ekki er hægt að lýsa kröfum í búið og ekki hægt að höfða mál, t.d. til staðfest- ingar á kröfum, þó að bankinn sé í reynd fyrirtæki í greiðslustöðvun,“ segir Kristján og bætir svo við eftir smáþögn, „með afbrigðum“. Skilanefnd til að hámarka virði eigna Margir halda eflaust að starfsemi Glitnis, sem var, hafi að engu orðið þegar neyðarlögin voru sett og er- lendi og íslenski hlutinn voru að- skildir. Það er þó fjarri lagi. „Ef þetta væri venjulegt gjaldþrot hefði verið settur bústjóri sem myndi selja út eignir á því sem fengist fyrir þær og búið væri gert upp. Þarna er sett inn skilanefnd, sem má segja að sé í raun í hlutverki bústjóra, en hún er að vinna að því að hámarka verðmæti eignanna og hefur til þess rýmri tímaramma. Þannig er von til að meira komi út úr því,“ segir Kristján. Unnið er að áætlun um hversu mikil verðmæti munu nást út úr Glitni banka hf. en að sögn Kristjáns er nokkuð í að slík áætlun líti dagsins ljós. „Þó vitum við nú nógu mikið til þess að ákveðið var að gera upp launakröfur við alla starfsmenn sem misstu vinnuna við hrunið, að und- anskildum framkvæmdastjórum sem samkvæmt lögum eru með almenna kröfu en ekki forgangskröfu,“ segir Kristján. Að jafnaði hafa verið ráðnir 1-2 starfsmenn á viku frá því starfið hófst og í síðustu viku var einn ráðinn. „Og ætlunin er að ráða a.m.k. tvo í viðbót í þessari viku,“ segir hann. „Hér er Þúsunda milljarða eignir  Vinnan við að gera upp eignasafn Glitnis banka hf. er umfangsmikil og flókin og tíminn sem uppgjörið tekur líklega mældur í árum en ekki mánuðum  Greiðslustöðvun bankans er með afbrigðum Morgunblaðið/Heiddi Starfsmenn Anna Rósa Róbertsdóttir, Kristján Þórarinn Davíðsson, framkvæmdastjóri Glitnis banka hf., og Ásmundur Gíslason. gott fólk sem leggur hart að sér og álagið á fólkið í skilanefndinni hefur nánast verið ómanneskjulegt á köfl- um.“ Starfsfólkið er starfsmenn Glitnis banka hf. og þeir sem Kristján hefur ráðið eru að stórum hluta starfsfólk sem missti vinnuna við hrunið mikla. „Sem betur fer höfum við getað náð í fólk sem kemst mjög fljótt inn í starf- ið vegna þess að það þekkir starfsem- ina frá því áður en það missti vinnuna við hrunið,“ segir hann. Til viðbótar þeim sem starfa hjá bankanum á Ís- landi eru nokkrir sem starfa erlendis. Einn starfsmaður er t.d. í Kanada og einn í Kína, einn í Noregi og fjórir í Bretlandi. „Það er allt saman fyrrver- andi starfsfólk, um 20 manns núna, auk erlendra ráðgjafa sem starfa að ýmsum verkefnum, bæði endur- skoðun og fleiru. Það er unnið hörð- um höndum að því að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Kristján. Skilanefndin tekur ákvarðanir Starfið er í mörgum tilfellum flókið og tíminn sem það tekur er mjög lík- lega frekar mældur í árum en mán- uðum. Í skilanefnd bankans eru fimm menn sem fjármálaeftirlitið tilnefndi í upphafi, undir forystu Árna Tóm- assonar. Til að byrja með var lögð nótt við dag til að bjarga sem mestum verðmætum við uppskiptinguna og unnið á öllum tímum sólarhrings. Nefndarmenn hittast nú á hverjum morgni í húsnæði því sem starfsemin er í, en hún er til húsa á 5. hæð í höf- uðstöðvum Nýja Glitnis á Kirkju- sandi. Hlutverk skilanefndar felst í að taka allar ákvarðanir sem máli skipta um hvernig unnið er úr verðmætum bankans. Steinunn Guðbjartsdóttir er tilsjónarmaður fyrirtækisins í greiðslustöðvuninni. Hún fer jafn- framt yfir öll erindi, tekur afstöðu til þeirra, metur ákvarðanir og öll út- gjöld sem fyrirtækið stofnar til á meðan á greiðslustöðvun stendur verður hún að samþykkja. „Hennar vinnurammi er í grófum dráttum sá að hún má bara samþykkja það sem tryggir og eykur líkur á hámörkun virðis eignanna,“ segir Kristján. Skilanefndin vinnur í umboði Fjár- málaeftirlitsins sem greiðir jafnframt laun nefndarmanna. Fyrirsjáanlegt er að bæði skilanefndin og starfs- fólkið verður að störfum næstu miss- erin, að minnsta kosti. Laun starfsfólks Glitnis banka hf. greiðast af tekjum/innkomu af lána- safninu. Tekjurnar fást með inn- heimtu útistandandi lána, þau eru eign búsins, og sölu eigna þess. „Búið borgar hins vegar ekki sín lán að svo stöddu, bara nauðsynlegan kostnað vegna innheimtu og reksturs, til dæmis laun starfsfólksins,“ segir Kristján. Kröfuhafarnir á bankann fá afganginn þegar kostnaður við inn- heimtu og uppgjör er uppgreiddur. Kröfuhafar vilja ekki brunaútsölur Lánasafn Glitnis banka hf. er stórt að umfangi. Til að útskýra aðeins hvað verið er að gera í fyrirtækinu má segja sem svo að lán sem gamli Glitnir veitti fyrirtæki úti í heimi er nú „eign“ Glitnis banka hf. og er þannig krafa sem þarf að innheimta. Glitnir banki hf. getur ekki gjaldfellt hana strax, af því að til er samn- ingur um hana. Skuldararnir verða þó að borga áfram af láninu og Glitnir banki hf. hefur umsjón með að það sé gert. Ef skuldararnir geta ekki borgað verður að endursemja við þá á þeim nótum að sem mest af viðkomandi láni verði endurheimt. „Sem betur fer hafa kröfuhafarnir í gamla Glitni sagt að þeir vilji ekki brunaútsölur. Þeir vilja ekki selja eignirnar á markaði eins og hann er nú, heldur tökum við þann tíma sem þarf, hvort sem það verður eitt ár, fimm ár eða lengur, til þess að ná sem mestum verðmætum út úr þessu. Þess vegna hefur skilanefnd- in ráðið starfsfólk til að sinna þessu,“ segir Kristján. Hann bendir á til samanburðar að Glitnir banki í Noregi hafi verið með gott lánasafn og innlán. Þegar bankahrunið varð á Íslandi hlupu innistæðueigendur til og tóku út innlán sín af ótta við að hann félli með móðurfélaginu. Við það myndaðist skyndilega lausa- fjárskortur, sem banki má alls ekki lenda í, og bankinn stefndi í þrot. Norski bankasjóðurinn veitti þá neyðarlán en gerði að skilyrði að það yrði greitt til baka innan viku. Það var aftur á móti ekki hægt nema selja bankann með hraði. Við gjald- þrot hefði móðurfélagið mjög lík- lega tapað að hluta eða öllu láni sem það hafði veitt til bankans. Þetta or- sakaði það að selja varð Glitni í Nor- egi með þessum afarkostum. „Það má velta fyrir sér hversu vinveitt og drengileg sjóðstjórnin var,“ segir Kristján, „því daginn eftir kaupin fékk kaupandinn lánið framlengt um mánuð. Forstjóri kaupandans var stjórnarformaður sjóðsins. Hann hefur þó væntanlega tilkynnt sig vanhæfan og ekki tekið þátt í af- greiðslu málsins,“ segir Kristján. Morgunblaðið/Heiddi Útsýni Árni Tómasson, formaður skilanefndar, í skrifstofu sinni á 5. hæð í höfuðstöðvum Glitnis. Glitnir banki hf. á verðmæti í Nýja Glitni Fyrir leikmann er erfitt að átta sig á því sem gerðist þegar bankarnir hrundu og erlendi og innlendi hlutinn voru aðskildir. Kristján bregst ljúf- lega við beiðni um að útskýra gjörninginn á mannamáli. „Það sem gerðist eftir hrunið er að skyndilega hætti bankinn að borga af skuldabréfum og lánum sem hann hafði fjármagnað sig með á alþjóðavett- vangi. Ríkið klauf bankann í tvennt, tók í grunninn mestallt út úr honum sem er íslenskt. Til að halda í gangi fjármálakerfi á Íslandi eru sem sagt flestar íslenskar eignir og skuldir teknar út og búinn til Nýi Glitnir banki,“ segir hann og útskýrir að Nýi Glitnir sé með verðmæti upp á X-upphæð. Verðmætið hefur ekki enn verið metið, en óháðir erlendir sérfræðingar voru fengnir til verðmatsins. „Síðan verður það verðmat grundvöllur að skuldabréfi yfir í gamla bankann. Gamli bankinn á þá þessi verðmæti í nýja bankanum. Það er verðmætið í þeim skuldum og eignum sem teknar voru út úr gamla bankanum.“ Það sem sé umfram það, hlutafjárframlag rík- isins, sé þá hluti ríkisins. „Þetta verður annaðhvort skuldabréf sem greidd- ir verða af vextir og höfuðstóll á einhverju tímabili eða hlutabréf, ef tekst að fá einhverja af kröfuhöfunum til þess að eiga hlut í Nýja Glitni.“ Samstarf starfsmanna Glitnis banka hf. við viðskiptamenn á al- þjóðavettvangi segir Kristján yf- irleitt ganga, merkilegt nokk, mjög vel. Viðhorf manna til Íslendinga einkennist miklu fremur af samúð en reiði. „Það er skemmst frá því að segja að kröfuhafarnir eru eðli- lega ekkert sáttir við það sem gerðist. Hins vegar er ekki hægt að segja annað en samskiptin við þá hafa verið, í flestum tilfellum, til fyrirmyndar. Þetta er fólk sem hef- ur skilning á aðstæðum, fagfólk, það greinir á milli persóna og vandamálsins. Það er algjör und- antekning að einhver helli sér yfir okkur, sem betur fer. Skiljanlega er hver um sig að hugsa fyrst og fremst um sína hagsmuni,“ segir Kristján. „Í Noregi fengu til dæmis þýskur banki og tveir sjóðir dóm- stól til að frysta eignir okkar. Þar eru þeir að reyna að gæta sinna hagsmuna og reyna að innheimta sínar kröfur þar sem þeir halda að þeir geti fengið þær greiddar,“ segir Kristján. „Við fengum hins vegar ákveðna vernd, bæði með neyðarlögunum og greiðslustöðv- uninni, gegn því að hægt væri að sækja að okkur hérna heima.“ Viðhorfið erlendis einkennist af samúð Erlendir sérfræðingar vinna úr lánasafni Kristján var fyrir hrunið einn af um 100 starfsmönnum alþjóðasviðs Glitnis. „Þessi 100 manna deild varð atvinnulaus yfir nótt og öll þau lán sem Glitnir hafði sérhæft sig í, í sjáv- arútvegi og endurnýjanlegri orku, allt lánasafnið, er í gamla bank- anum. Við höfum komið okkur upp liði lánasérfræðinga til að vinna úr því safni, annars vegar er í sumum tilfellum hægt að selja þessi lán öðr- um bönkum á fullu verði eða því sem næst, eða láta greiða þau upp á um- sömdum tíma. Ef viðskiptavinir eru í vandræðum, sem er ekki útilokað í árferði eins og nú, þarf að end- ursemja við þá og reyna að hjálpa þeim að komast yfir erfiðleikana ef það eykur líkurnar á endurheimtu lánanna,“ segir Kristján. Allt þetta krefjist mikillar vinnu sem al- þjóðasviðið sá um áður. Glitnir banki hf. er nú í raun í eigu þeirra sem lánuðu bankanum pen- inga, kröfuhafanna, sem voru með svokölluð heildsöluinnlán í honum eða keyptu af honum skuldabréf eða annars konar fjármögnunarpappíra. Flestir eru erlendir fjárfestar, oftast bankar, fjárfestingarsjóðir, lífeyr- issjóðir og aðrir fjárfestar, sveit- arfélög o.fl. Eignirnar sem ríkið tók út og setti í Nýja Glitni banka eru það í raun einnig og ætlunin er að gera þá skuld upp með skuldabréfi og eða hlutum í bankanum. Sú vinna er nú í fullum gangi og ekki vitað hver niðurstaðan verður eða hversu langan tíma það tekur. Kröfuhafar hafa myndað alþjóð- lega kröfuhafanefnd, svokallað ICC (Informal Creditors Committee). Í henni eru um 20 manns. „Flestir eru fulltrúar einhverra hópa, t.a.m. sveitarfélaga í Bretlandi, skulda- bréfaeigenda í Bandaríkjunum eða banka í Evrópu svo dæmi séu nefnd,“ segir Kristján.                        !       "         #"     $% &    '        Uppgjör banka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.