Morgunblaðið - 03.02.2009, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.02.2009, Qupperneq 29
Menning 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Á FUNDI menningar- og ferða- málaráðs Reykjavíkurborgar fyrir skömmu var kammerhópurinn Elektra Ensemble valinn Tónlist- arhópur Reykjavíkur árið 2009. Elektra Ensemble hlaut styrk sem nemur 1,8 milljónum króna til tón- leikahalds. Hópinn skipa fimm ung- ar konur, allt hljóðfæraleikarar sem hafa komið fram sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og stundað framhaldsnám erlendis. Helga Björg Arnardóttir varð fyrir svörum þegar Morgunblaðið grennslaðist nánar fyrir um Elektru. Ekki hlaupið að verkefnum „Við höfðum allar unnið saman, ekki reyndar sem einn hópur, heldur í mismunandi myndum. Við vildum verða hópur sem gæti fullnægt þörf- um okkar sem einleikara en líka í kammertónlist. Við höfum ekki hald- ið marga tónleika ennþá. Hug- myndin fæddist í ágúst 2007, en það gekk illa að púsla hópnum saman, því þá vorum við flestar ennþá er- lendis. Vinnan hófst því ekki fyrr en á vormánuðum í fyrra. Þá fengum við æðislegt verkefni upp í hend- urnar hjá Portus. Þeir voru að kynna Tónlistar- og ráðstefnuhúsið fyrir Evrópusambandinu og við spiluðum á litlum tónleikum á þeirra vegum í Beaux Arts í Brüssel. Fyrstu stóru tónleikana okkar héldum við svo í Iðnó í nóvember.“ Konurnar í Elektra Ensemble eru Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Margrét Árnadóttir sellóleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir þverflautuleikari og Helga Björg, sem leikur á klarin- ettu. Allar góðar vinkonur Helga Björg segir að Elektra ætli ekki að festa sig við ákveðin tímabil í tónlistarsögunni eða takmarka sig of mikið. „Við erum allar mjög góðar vinkonur, og þegar við höfum verið að undirbúa dagskrá þá hefur kannski ein stungið upp á einhverju og sagt: „Stelpur ég væri rosalega til í að spila þetta flotta verk!“ Þá höf- um við reynt að spinna dagskrána í kringum það og spila það sem okkur sjálfar langar að spila.“ Ekki er kominn tími á fyrstu tón- leika í röðinni, og segir Helga Björg að fram að útnefningu hópsins nú, hafi framkvæmdir strandað á bág- bornum fjárhag. „Við erum auðvitað allar blankar í þessu árferði, en þeg- ar við fréttum að við hefðum fengið styrkinn urðum við mjög hamingju- samar og erum að setja allt af stað til að koma fyrstu tónleikunum í gang. Þeir verða vonandi í byrjun mars.“ Ekki auðveldasti tíminn Lengst er síðan Helga Björg kom heim úr sínu tónlistarnámi, en Em- ilía Rós lauk ekki námi úti fyrr en í desember og kemur því beinustu leið inn í það ástand sem hér ríkir nú. „Þetta er ekki alveg auðveldasti tím- inn til að koma heim,“ segir Helga Björg, „En markaðurinn fyrir tón- listarfólk úti er líka að þrengjast. Við erum duglegar að halda okkur við og einblínum ekki á það að vera hér. Ef við vitum af prufuspili í hljóm- sveitum erlendis sem okkur þykir girnilegt, þá er bara að hoppa upp í flugvél og kanna landið. En það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn þegar maður fær svona mikinn heiður,“ segir Helga Björg og hlær. „Við höfum allar bitið það í okkur að það dugi ekki að sitja heima. Það er afskaplega sjaldgæft að hlutirnir detti upp í hendurnar á manni. Þess vegna er það svo nauð- synlegt að koma sér á framfæri, og enginn gerir það nema maður sjálf- ur, þar til aðrir fara að taka eftir: Já, þessar stelpur, verður maður ekki að hlusta á þær?!“ Margrét er fastráðin hjá Sinfón- íuhljómsveit Íslands, og Helga Þóra hefur líka verið að spila með hljóm- sveitinni með námi og var einleikari með hljómsveitinni á síðustu tón- leikum. Helga Björg hefur verið lausamanneskja hjá Sinfó en líka í Óperunni. Ástríður var líka mikið að spila með hljómsveitinni á tímabili „… þegar fastráðnu píanóleik- ararnir voru uppteknir við annað“. Emilía er líka lausamanneskja hjá hljómsveitinni. Ungu konurnar fimm eru því allar að fóta sig í íslensku tónlistarlífi, eins og Elektra En- semble á eftir að vitna um. Elektra Ensemble sendi inn styrk- umsókn með hugmynd um ferna tónleika, með þeim árangri að hópurinn var valinn Tónlistarhópur ársins 2009. En hver var hug- myndin? Helga Björg segir, að þegar þær hefðu farið að skoða þá músík sem þær mest langaði að spila á tón- leikum, hefði ákveðið þema smám saman litið dagsins ljós. „Við sáum að þau tónskáld sem heilluðu okkur mest var hægt að flokka eftir fáeinum þjóðernum. Við settum því upp prógramm fyrir ferna tónleika þar sem eitt þjóð- erni yrði á dagskrá á hverjum þeirra. Núna erum við að vinna úr þeirri hugmynd og það virðist ætla að ganga upp.“ Fernir tónleikar byggðir á þjóðerni tónskálda Elektra Ensemble er Tónlistarhópur Reykjavíkur 2009 Já, þessar stelpur! Morgunblaðið/Heiddi Elektra Ástríður, Helga Björg, Emilía og Margrét. Helgu Þóru vantar. Fös6/2 kl. 19:00 Fim12/2 kl. 20:00aukas. Lau 14/2 kl. 19:00 Fös20/2 kl. 19.00 Lau7/3 kl. 19:00 Fös 13/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Lau21/3 kl. 19.00 Sun22/3kl. 19.00 Fös28/3kl. 19.00 Yfir 130 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) Miðasölusími 568 8000 –midasala@borgarleikhus.is Rústað „vel unnin og mögnuð sýning“- Mbl Fim5/2 kl. 20.004.kort Fös6/2 kl. 20.005.kort Lau7/2 kl. 20.006.kort Fim12/2 kl. 20.00 Fös 13/2 kl. 20.00 Lau 14/2 kl. 20.00 Fim26/2kl. 20.00 Fös27/2 kl. 20.00 Lau28/2 kl. 20.00 Lau7/3 kl. 20.00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Aðeins sýnt í febrúar og mars. Rústað, eftir Söru Kane (Nýja sviðið) Fim5/2 kl. 20.00 forss. Fös6/2 kl. 20:00frums. Lau7/2 kl. 19:002.kort Lau7/2 kl. 22:00aukas. Sun8/2 kl. 20:003.kort Mið 11/2 kl. 20:004.kort Fim12/2 kl. 20:005.kort Fös 13/2 kl. 19:006.kort Fös 13/2 kl. 22:00aukas. Lau 14/2. kl. 19:00aukas. Lau 14/2 kl. 22:00aukas. Sun 15/2 kl. 20:00aukas. Fös20/2 kl. 19:007.kort Fös20/2 kl. 22:00 Lau21.2 kl. 19:008.kort Lau21/2 kl. 22:00aukas. Sun22/2 kl. 20:009.kort Mið25/2kl. 20:0010. kort Fim26/2kl. 20:00 Fös27/2 kl. 19:00 Fös27/2 kl. 22:00 Leiklestrar á verkum Söru Kane. Ást Fedru - 10. febrúar. Hreinsun - 17. febrúar. Þrá - 24. febrúar. 4:48 geðtruflun - 3. mars – 1.500 kr. Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Sýningum lýkur í febrúar á vinsælasta söngleik leikársins. Fólkið í blokkinni (Stóra sviðið) Lau7/2 kl. 19:00 Lau7/2 kl. 22:00 Fös 13/2 kl. 19:00aukas. Fös 13/2 kl. 22:00 Lau21/2 kl. 19:00 Lau21/2 kl. 22:00 síð. sýn. Heimsferðir bjóða þér aðgang að bestu skíðasvæðum Austurríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Bjóðum nú frábært sértilboð á flugsætum og gistingu 14. og 21. febrúar. Tryggðu þér flugsæti og gistingu á besta verðinu og taktu þátt í skíðaveislu Heimsferða í Austurríki. Athugið aðeins örfá sæti laus í hvorri brottför og mjög takmörkuð gisting í boði á þessum frábæru kjörum! Ath. sérstakur 20% afsláttur af skíðapössum á Lungausvæðinu í boði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Skíðaveisla í Austurríki 14. og 21. febrúar frá kr. 49.990 Allra síðustu sætin! Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flugsæti með sköttum. Sértilboð 14. og 21. febrúar. Mjög takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessum kjörum. Verð kr. 149.990 Vikuferð með hálfu fæði**** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Unterberghof **** í Flachau með hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 14. og 21. febrúar. Verð kr. 99.990 Vikuferð með morgunverði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á gististað án nafns í Zell am See / Schuttdorf með morgunverði í 7 nætur. Sértilboð 14. og 21. febrúar. Aukagjald fyrir einbýli kr. 20.000. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. ■ Fimmtudaginn 5. febrúar kl. 19.30 Messiaen 100 ára Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikarar: Mario Caroli, Steven Osborne og Cynthia Millar Olivier Messiaen: Turangalîla-sinfónía Þuríður Jónsdóttir: Flutter Stærstu tónleikar starfsársins eru tvímælalaust flutningurinn á hinni mögnuðu Turangalila-sinfóníu eftir Messiaen og frumflutningur á Flutter sem var samið í tilefni af 100 afmæli hans. Vinafélagskynning á Hótel Sögu kl. 18. Ingibjörg Eyþórsdóttir kynnir verkin. Allir eru velkomnir. A.T.H. Tónleikar sem áttu að vera á föstudaginn 6. febrúar falla niður. ■ 12. febrúar Myrkir músíkdagar Stjórnandi : Daníel Bjarnason Einleikarar: Víkingur Heiðar Ólafsson og Einar Jóhannesson Daníel Bjarnason: Píanókonsert Haukur Tómasson: Dialogo Jón Ásgeirsson: Klarinettukonsert Þorkell Sigurbjörnsson: Ríma Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.