Morgunblaðið - 12.02.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Patti húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
Íslensk framleiðsla
Bonn
Köln
Aspen-Lux
Verð kr. 251.900,-
Verð Kr. 282.900,-
Verð Kr. 313.900,-
Verðdæmi :
Yfir 200 tegundir af sófasettum
Smíðum eftir þínum þörfum
Svefnsófar/ Stakir sófar
Hornsófar/Tungusófar
kr.149.900,-
verð frá
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
„ALMENNA sjónarmiðið er þetta:
pólitísk afskipti af bankakerfi eru
vond hugmynd,“ segir Gunnar
Helgi Kristinsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands.
Snarpar deilur urðu á Alþingi á
mánudag um hvort ný ríkisstjórn
ætlaði sér að gera mannabreyt-
ingar í bankaráðum og banka-
stjórnum nýju bankanna. Geir H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra og þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, spurði Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra um
það hvort það gæti verið að rík-
isstjórnin ætlaði sér að gera
breytingar á bankaráðunum. Jó-
hanna svaraði Geir eftir snörp
orðaskipti með þessum orðum:
„Ég hélt að það hefði komið skýrt
fram af minni hálfu að það væri
ekkert óeðlilegt þegar ný rík-
isstjórn kemst til valda að skoðað
sé hvort einhverjar breytingar
verði í bankaráðunum og hlut-
föllum þar. Það er eitt af því sem
við viljum skoða.“
Þessi orð Jóhönnu urðu til þess
að Magnús Gunnarsson, stjórn-
arformaður Nýja Kaupþings
banka hf., og Valur Valsson,
stjórnarformaður Nýja Glitnis hf.,
tóku ákvörðun um að biðja um að
verða leystir frá störfum sínum.
Vísuðu þeir til orða Jóhönnu við
fyrirspurn Geirs í bréfi sínu til
Steingríms J. Sigfússonar fjár-
málaráðherra, þar sem þeir báðu
um að verða leystir frá störfum.
Loforð um engin afskipti
Geir upplýsti um það í Morg-
unblaðinu í gær að Magnús og
Valur hefðu samþykkt að sitja í
bankaráðunum gegn loforði rík-
isstjórnar Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingarinnar um að pólitísk
afskipti af störfunum yrðu engin.
Sérstaklega þótti þetta mikilvægt í
ljósi krefjandi verkefna sem fram-
undan voru, það er endurreisn
bankakerfisins. Steingrímur J.
brást strax við bréfi Magnúsar og
Vals og bað þá að sitja áfram í
sætum sínum fram yfir aðalfundi
bankanna sem verða í apríl. Þeir
ákváðu í gær að sitja ekki áfram
þrátt fyrir beiðni Steingríms J.
þar um.
Gunnar Helgi segir stjórn-
málamenn þurfa að fara gætilega
þegar komi að pólitískum af-
skiptum af bankastarfsemi í land-
inu. Þeir geti einfaldlega ekki leyft
sér það á tímum sem þessum. „Án
þess að ég vilji ræða um sértæk
dæmi í þessum efnum er alveg
ljóst að Íslendingar hafa ekki góða
reynslu af pólitískum afskiptum af
bankastarfsemi þar sem jafnvel
lánafyrirgreiðsla var fengin á póli-
tískum forsendum. Þetta er staða
sem þarf að forðast að komi upp.
Það hefur tekist ágætlega í öðrum
löndum að halda pólitískum af-
skiptum frá bönkum, þrátt fyrir
opinbert eignarhald. Vonandi get-
ur það verið þannig hér á landi í
endurreisnarstarfinu.“
Unnið er að því hörðum höndum
að hraða vinnu við mat á eignum
og skuldum gömlu bankanna svo
mögulegt sé að leggja nýju bönk-
unum til eigið fé.
Morgunblaðið/Golli
Geir H. Haarde Geir hefur deilt á ríkisstjórnina vegna afskipta hennar af bankaráðum nýju bankanna.
Augljós afskipti
Fyrrverandi forsætisráðherra lofaði formönnum
bankaráða og bankastjórna engum pólitískum afskiptum
„LANDSBANKINN, stærsti banki
landsins, er stjórnlaus og í raun hinir
tveir minni líka, Kaupþing og Glitnir.
Það sjá allir,“ sagði Ármann Kr.
Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, við umræður sem áttu sér
stað um yfirstjórn bankanna við upp-
haf þingfundar á Alþingi í gær.
Ármann rakti fjölmargar breyt-
ingar á stjórn bankanna og yfirlýs-
ingar ráðherra og sagði þrjár helstu
stoðir íslensks fjármálalífs gerðar
stjórnlausar. Sagði hann þraut-
reyndum bankastarfsmanni, Elínu
Sigfúsdóttur, bankastjóra Lands-
bankans, ýtt úr starfi, bankaráðsfor-
maðurinn Ásmundur Stefánsson
ákveði á sama tíma að fara til Ind-
lands í mánuð og bæti um betur og
láti bankaráðið ráða sig fram á haust.
Lúðvík Bergvinsson, formaður
þingflokks Samfylkingarinnar, sagð-
ist ekki vita til þess að bankarnir
væru stjórnlausir. „Ef ég man rétt
þá held ég að þáverandi fjármálaráð-
herra Árni Mathiesen hafi skipað öll
bankaráðin sem nú sitja og þá vænt-
anlega umræddan Ásmund Stefáns-
son, þrautreyndan bankamann,“
sagði Lúðvík. Jón Magnússon sagði
svo illa komið að tveir virtir banka-
ráðsformenn hefðu séð sig knúna til
að segja af sér og á sama tíma gefi
forseti lýðveldisins yfirlýsingar í er-
lendum fjölmiðlum, sem séu ekki í
hans verkahring.
Snúið út úr orðum forseta
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrv. við-
skiptaráðherra, rifjaði upp að á fundi
hans og þáverandi fjármálaráðherra
með formönnum bankaráða hefði
verið skýrt frá því að auglýsa bæri
störf bankastjóranna. Björgvin vék
einnig að viðtali við forseta í FT
Deutschland og sagði að snúið hefði
verið mjög gróflega út úr orðum for-
setans. „Það var afflutt mjög alvar-
lega í erlendum fjölmiðlum og hann
fór að mínu mati hvergi út fyrir sitt
svið,“ sagði Björgvin. omfr@mbl.is
Segir bankana
vera stjórnlausa
Deilt hart um hræringar í bönkunum
Morgunblaðið/Golli
Ásakanir Ármann Kr. Ólafsson hóf
umræðuna, gagnrýndi klíkuráðn-
ingar og hreinsanir og sagði bank-
ana ekki verða byggða upp með því
að hræra stöðugt í yfirstjórninni.
Í HNOTSKURN
»Tekist á um breytingar áyfirstjórn Seðlabanka og
bankanna við upphaf allra
þingfunda í vikunni.
»Ármann Kr. sagði afsögntveggja bankaráðs-
formanna í kjölfar yfirlýs-
ingar forsætisráðherra veikja
stöðu bankaráðanna.
Bankaráð nýju bankanna þriggja,
sem urðu til á grundvelli inn-
lendrar starfsemi Glitnis, Kaup-
þings og Landsbankans, voru
skipuð pólitískt þegar þau voru
mynduð á sínum tíma. Allir flokk-
ar tilnefndu fulltrúa í ráðin og
áttu ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálf-
stæðisflokkur og Samfylkingin,
fleiri fulltrúa en þeir sem voru í
stjórnarandstöðu. Magnús Gunn-
arsson og Valur Valsson, formenn
bankaráða Nýja Kaupþings og
Nýja Glitnis, voru báðir skipaðir
af Sjálfstæðisflokknum en Ás-
mundur Stefánsson, sem var
skipaður formaður bankaráðs NBI
hf., var tilnefndur af Samfylking-
unni.
Ríkisstjórnin þurfti að hafa
hraðar hendur þegar innlend
starfsemi bankanna var yfirtekin í
byrjun október í fyrra á grundvelli
neyðarlaganna. Efnahagsreikn-
ingur nýju bankanna hefur ekki
enn verið stofnaður þar sem
vinnu við mat á eignum og skuld-
um er ekki lokið.
Bankaráðin skipuð pólitískt
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
ATLANTSSKIP hefur ekki getað leyst út gáma
með vörum sem Eimskip hefur flutt til landsins
fyrir félagið, þar sem það hefur ekki getað greitt
fyrir flutningana. Heiðrún Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri lögfræði- og samskiptasviðs Eim-
skips, segir í gildi samning milli Atlantsskipa og
Eimskips sem felist í því að Atlantsskip flytji inn
vörur sinna viðskiptavina með skipum Eimskips.
Atlantsskip er meðal viðskiptavina Eimskips þar
sem staðgreiðslu er krafist, meðal annars vegna
skulda félagsins við Eimskip.
Gunnar Óli Erlingsson, framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins Enso, segir það valda miklum skaða að
geta ekki fengið vörurnar, sem fluttar hafi verið
til landsins, afhentar. „Þetta hefur keðjuverkandi
áhrif. Fyrirtæki okkar skaðast um hundruð þús-
unda króna á hverjum degi sem líður vegna þessa
vandamáls. Ég veit til þess að fleiri fyrirtæki eru
að skaðast mikið. Það einkennilega í þessu máli er
auðvitað það að við erum búin að greiða öll gjöld
fyrir vöruna, og tollafgreiða hana að auki, en fáum
hana samt ekki afhenta. Við vitum ekki hvenær
það verður mögulegt að fá vörurnar. Þetta vanda-
mál sem er á milli Atlantsskipa og Eimskips er því
að bitna nokkuð harkalega á þeim sem hafa staðið
við skuldbindingar sínar að fullu.“
Guðmundur Kjærnested, forstjóri Atlants-
skipa, segir fyrirtækið eiga í sömu vandræðum og
mörg fyrirtæki um þessar mundir. Erfitt sé að fá
þjónustu hjá bönkum í landinu til þess að mæta
þeim erfiðleikum sem fylgt hafa versnandi stöðu í
efnahagsmálum, sem snögglega hefur þrengt að
félögum fjárhagslega. „Við erum að reyna að
vinna úr okkar málum. Vandamál hjá skipa-
félögum í heiminum í þessari gríðarlegu heims-
kreppu eru alvarleg. Samdrátturinn nemur lík-
lega 50 til 75 prósentum. Ég ætla ekki að segja að
sökin á því að við höfum ekki getað leyst út gáma
sé hjá Eimskipi. Það félag á í miklum rekstrarerf-
iðleikum eins og við og það eru allir að reyna sitt
til þess að bæta stöðuna. Vonandi verður hægt að
leysa úr þessum málum sem fyrst,“ segir Guð-
mundur.
Hann segir jafnframt að lítill sveigjanleiki í
bankakerfinu hér á landi komi sér illa fyrir félag-
ið. Nýju bankarnir þrír, sem stofnaðir voru á
grunni innlendrar starfsemi gömlu bankanna
Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, hafa ekki
getað mætt þeim miklu erfiðleikum sem fjölmörg
fyrirtæki glíma við nema að litlu leyti. „Þegar
tekjur falla saman eins mikið og gerst hefur að
undanförnu, en kostnaður helst áfram hár, þá er
erfitt að mæta því ef viðskiptabankinn getur ekki
hjálpað fyrirtækjunum í gegnum erfiðasta tím-
ann. Við höfum ekki getað fengið þann sveigj-
anleika sem ég tel að væri hægt ef bankakerfið
virkaði eðlilega.“
Geta ekki leyst út vörur í gámum
Atlantsskip getur ekki leyst út gáma með vörum Eimskip krefst staðgreiðslu Hundraða
þúsunda króna skaði á hverjum degi segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem á vörur í gámunum
Í HNOTSKURN
» Skipafélög víða um heimhafa þurft að draga mikið
saman seglin á undanförnum
mánuðum vegna mikils sam-
dráttar í inn- og útflutningi.
» Birgðasöfnun hefur veriðmikil í geymslum flutn-
ingsfyrirtækja, meðal annars
vegna þess að sala á vörum á
mörkuðum hefur dregist veru-
lega saman.
» Hér á landi hefur innflutn-ingur á bifreiðum nánast
enginn verið en áður var hann
stór innflutningsliður.