Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 8

Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 UMFERÐIN í nýliðnum janúar reyndist meiri á 15 talning- arstöðum Vegagerðarinnar á hringveginum en í janúar 2008. Nemur aukningin 4,3%. Þetta er sama þróun og varð í Hvalfjarðargöngunum í janúar, þegar umferð jókst um 0,9%. Frá miðju síðasta ári dró verulega úr umferð á þjóðvegunum og var það rakið til stórhækkunar á eldsneyti. Engar skýringar liggja fyrir hvers vegna umferð eykst nú á nýj- an leik. Á Suðurlandi jókst umferðin um 10,2%, um 2,8% í nágrenni höf- uðborgarinnar og 1,2% á Vest- urlandi. Á Austurlandi varð gríðarlegur samdráttur, eða tæp 26%. Á Norð- urlandi var umferðin 4% minni en sama mánuð í fyrra. Umferðin í jan- úar var álíka og sama mánuð 2007. sisi@mbl.is Umferð eykst á þjóðvegun- um að nýju Morgunblaðið/Golli FÉLAG íslenskra stórkaupmanna (FÍS) telur veru- lega ágalla á nýju laga- frumvarpi um Seðlabanka Ís- lands. „Það er ákveðið áhyggju- efni að peninga- stefnunefndin skuli ekki vera faglega samsett sérfræðinga- nefnd,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hdl. og lögfræðingur FÍS. Bendir hann á að vönduð og vel ígrunduð peningamálastefna sé hornsteinn þeirrar endurreisnar sem framundan sé. Samkvæmt lagafrumvarpinu er ráðgert að nefndin sé skipuð seðlabankastjóra, tveimur starfsmönnum Seðlabank- ans og tveimur sérfræðingum sem ráðnir eru af seðlabankastjóra. FÍS telur hins vegar mikilvægt að tekið sé skýrt fram hvaða hæfnisskilyrði nefndarmenn eigi að uppfylla. Gagnrýna lagafrumvarp Páll Rúnar Mikael Kristjánsson ALLIR þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Frjálslynda flokks- ins auk Jóns Magnússonar eða 36 þingmenn, lögðu í gær fram þings- ályktunartillögu um veiðar á hrefnu og langreyði og að veiðileyfi yrðu gefin út til næstu fimm ára. Hvalveiðimál komu til umræðu á Alþingi í gær þegar Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, svaraði fyr- irspurn Marðar Árnasonar um gjaldeyristekjur af sölu hvalafurða. Í fyrra var verðmæti útfluttra hvalaafurða rúmar 95 milljónir kr. Mörður sagðist hafa útreikninga al- þjóðlegu dýraverndarsamtakanna IFAW sem sýndu að kostnaður við flutning hvalkjötsins með flugi yfir norðurpólinn jafngilti um 112 millj- ónum kr. Jón Gunnarsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði við mbl.is í gær að þessi kostnaður væri stórlega ýktur. 95 milljónirnar væru fob- verð, þar sem flutningskostnaður leggst ofan á og greiðist af kaup- anda. 36 þingmenn vilja hvalveiðar Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÁÆTLA má að tekjur vegna sölu á farmiðum í hvalaskoðun á Húsavík árið 2007 hafi numið um 129 millj- ónum kr. sé miðað við 41 þúsund gesti í hvalaskoðun. Útgjöld ferða- manna sem fóru í hvalaskoðun voru að jafnaði rúmar 13 þúsund krónur á dag, en marktækur munur var á út- gjöldum ferðamanna eftir því hvort þeir fóru í hvalaskoðun eða ekki. Af- þreying er stærsti útgjaldaliður ferðmanna á Húsavík. Áætluð heild- arvelta vegna hvalaskoðunarferða- manna er því tæpar 650 milljónir ár- ið 2008. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslu sem Rannveig Guðmunds- dóttir og Andri Valur Ívarsson unnu sumarið 2008 hjá Þekkingarsetri Þingeyinga og styrkt var af Nýsköp- unarsjóði námsmanna. Alls fengust 520 svör úr könnun sem lögð var fyr- ir ferðamenn. Markmið rannsókn- arinnar var að leggja mat á mik- ilvægi ferðaþjónustu fyrir Húsavík, með áherslu á hvalaskoðun og reikna út óbein margfeldisáhrif. Í svörum ferðamanna kemur fram að 78% allra ferðamanna á Húsavík fóru í hvalaskoðun, en það samsvarar 40% allra þeirra ferðamanna sem fóru í hvalaskoðun við Ísland árið 2007. Eins og sjá má í meðfylgjandi gröfum sögðu 85% ferðamanna að hvalaskoðun hefði haft mjög mikil eða mikil áhrif á komu þeirra til bæj- arins. Jafnframt voru gestir sem fóru í hvalaskoðun beðnir að til- greina hvenær sú ákvörðun hefði verið tekin að fara í hvalaskoðun frá Húsavík. 31 starf á ársgrundvelli Alls sögðust 63% gesta hafa ákveð- ið að fara í hvalaskoðun frá Húsavík áður en komið var til landsins, en 26% ákváðu það á ferð sinni um Ísland. Í flestum tilvikum eru það ferðamenn frá Mið-Evrópu, Suður-Evrópu og Bretlandseyjum sem skipulagt hafa hvalaskoðun frá Húsavík áður en ferðast er til landsins, en fólk frá þessum löndum er jafnframt fjöl- mennasti hópur hvalaskoðunargesta á Húsavík. Fram kemur í skýrslunni að alls voru um 47 stöðugildi hjá hvalaskoð- unarfyrirtækjum og Hvalasafninu yf- ir ferðamannatímann 2007 eða ígildi tæplega 20 starfa á ársgrundvelli. Því til viðbótar voru 11 manns í fullu starfi allt árið um kring og heildar- starfsígildi á ársgrundvelli því 31 starf. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar má draga þá ályktun að hvalaskoðun sé afþreying sem skap- að hafi Húsavík sterka ímynd sem áhugaverður staður að heimsækja. „Greinilegt er að ferðaþjónusta og tilkoma hvalaskoðunar hafa talsverð efnahagsleg áhrif á svæðið. Með auknum fjölda ferðamanna hefur skapast eftirspurn eftir aukinni þjónustu og fyrirtækjum í ferða- þjónustu fjölgað nokkuð,“ segir m.a. í skýrslunni. Bent er á að þrátt fyrir talsverðan fjölda ferðamanna í bæn- um sé dvalartíminn í styttra lagi. Þannig dvelji dagsferðamenn að meðaltali í hámark 6 klst. í bænum, en næturgestir um einn og hálfan dag. Skýrsluhöfundar benda á að mikil tækifæri liggi í því að fjölga ferðamönnum á Húsavík og jafn- framt lengja dvalartíma þeirra í bænum. 78% allra ferðamanna á Húsavík í hvalaskoðun Áætlaðar heildartekjur vegna hvalaskoðunarferðamanna á Húsavík 650 milljónir árið 2008 samkvæmt nýrri rannsókn                !  "!                                                FERÐAMÁLASTOFA lét um mitt ár 2007 ParX við- skiptaráðgjöf IBM gera fyrir sig könnun meðal almennings í fimm Evrópulöndum á áhrif- um hvalveiða í atvinnuskyni á ímynd Íslands og íslenska ferðaþjónustu. Könnunin náði til ríflega fimm þúsund ein- staklinga á aldrinum 16-75 ára, búsettra í Þýskalandi, Svíþjóð, Bretlandi, Frakk- landi og austurströnd Banda- ríkjanna. Tæp 59% svarenda sögðu hvalveiðar Íslendinga í at- vinnuskyni hafa mjög eða frekar neikvæð áhrif á við- horf þeirra til Íslands. Rösk 44% sögðu hvalveiðar Íslend- inga í atvinnuskyni hvorki mundu auka né minnka líkur á að þau heimsæktu Ísland. silja@mbl.is !"! #"$ % "&! ''()*+' $( ,$  ,"$ !"! #"$ % "&! ''()*+' -&&( "# ! $" ."''"#"$ / "012#"!%)( !"! # *!2&"$ $+ .+,,# $ / !%) '" ,( $3*( 4$ 5 4!"! #" % "&! ''()*+' / %*($ / "# 4 )-*1" 6)"' !"! #"$ % "&! ''()*+' $( )1/5.-$"$ 7%*($ / "# 5 $#")& &  6)"') '-)&(  /$  # -&8($913, 2)" /" :12# $ ," $;&& / "# &"*" /*!3#(' ( 4!"! #"$ % "&! ''()*+' $       Áhrif hval- veiða á ímynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.